Webber hrifinn á nýju brautinni 22. október 2010 11:22 Mark Webber stóð sig vel á æfingum í Suður Kóreu í nótt. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Mark Webber á Red Bull náði besta tíma allra á tveimur æfingum á nýju brautinni í Suður Kóreu í nótt. Hann telur brautina vel heppnaða, en um tíma var spáð í hvort hætta þurfti við keppnina, þar sem tafir urðu á frágangi hennar. Aðspurður um brautina í frétt á autosport.com sagði Webber; "Hún er nokkuð skemmtileg. Það eru tveir óvenjulegir staðir, sem er alltaf gott. Það er alltaf notalegt að verðugt viðfangsefni á nýrri braut", sagði Webber Webber sagði innakstur á þjónustsvæðið og aðreinin út á brautina þaðan "Mikka Mús" leg og á þá við að hún sé heldur krókótt. Að öðru leyti taldi hann mótshaldara hafa unnið gott verk. Aðstæður voru erfiðar á æfingunni þar sem mikið ryk var á brautinni í upphafi. "Brautin breyttist mikið í dag. Augljóslega er þetta nú braut fyrir alla og hún var mjög, mjög hál á fyrstu æfingu. Svo varð þetta svona skynsamlegra eftir því sem leið á daginn. Við þurfum að bæta okkur smám saman í undirbúningi með bílinn. Bíllinn reyndist vel og það þarf að safna miklum upplýsingum á nýrri braut og það hefur tekist nokkuð vel. Við erum bjartsýnir eftir árangur dagsins og gerum okkur klára fyrir morgundaginn", sagði Webber, sem á við æfingar sem verða að næturlagi að íslenskum tíma. Lokaæfing keppnisliða verður í nótt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 01.55 og síðan tímatakan kl. 04.45 í opinni dagskrá. Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Mark Webber á Red Bull náði besta tíma allra á tveimur æfingum á nýju brautinni í Suður Kóreu í nótt. Hann telur brautina vel heppnaða, en um tíma var spáð í hvort hætta þurfti við keppnina, þar sem tafir urðu á frágangi hennar. Aðspurður um brautina í frétt á autosport.com sagði Webber; "Hún er nokkuð skemmtileg. Það eru tveir óvenjulegir staðir, sem er alltaf gott. Það er alltaf notalegt að verðugt viðfangsefni á nýrri braut", sagði Webber Webber sagði innakstur á þjónustsvæðið og aðreinin út á brautina þaðan "Mikka Mús" leg og á þá við að hún sé heldur krókótt. Að öðru leyti taldi hann mótshaldara hafa unnið gott verk. Aðstæður voru erfiðar á æfingunni þar sem mikið ryk var á brautinni í upphafi. "Brautin breyttist mikið í dag. Augljóslega er þetta nú braut fyrir alla og hún var mjög, mjög hál á fyrstu æfingu. Svo varð þetta svona skynsamlegra eftir því sem leið á daginn. Við þurfum að bæta okkur smám saman í undirbúningi með bílinn. Bíllinn reyndist vel og það þarf að safna miklum upplýsingum á nýrri braut og það hefur tekist nokkuð vel. Við erum bjartsýnir eftir árangur dagsins og gerum okkur klára fyrir morgundaginn", sagði Webber, sem á við æfingar sem verða að næturlagi að íslenskum tíma. Lokaæfing keppnisliða verður í nótt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 01.55 og síðan tímatakan kl. 04.45 í opinni dagskrá.
Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira