Lífið

Litli DV-maðurinn og Reynir grafa stríðsöxina

Deilur Jóns og Reynis rötuðu í Kastljósið og Jón spilaði upptöku af samtali þeirra þar.
Deilur Jóns og Reynis rötuðu í Kastljósið og Jón spilaði upptöku af samtali þeirra þar.

Jón Bjarki Magnússon, nemi í heimspeki við Háskóla Íslands, verður sumarstarfsmaður á fréttavef DV. Þetta staðfesti hann í samtali við Fréttablaðið.

Jón Bjarki gekk lengi undir nafninu Litli DV-maðurinn eftir að deilur hans og Reynis Traustasonar rötuðu alla leið í Kastljósið þegar Jón Bjarki spilaði upptöku með samtali sínu og ritstjórans í þættinum.

Jón Bjarki sagði við Fréttablaðið að hann og Reynir hefðu rætt margsinnis saman eftir að umrætt mál kom upp og það væri langt síðan þeir tveir hefðu grafið stríðöxina.

Ekki má gleyma því að Jón Bjarki stóð í kjölfarið í vinnulaunadeilu við Birtíng, útgáfufélag DV og ritstjórann en það virðist allt vera gleymt og grafið. Enda hefur Jón Bjarki störf á mánudaginn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×