Afskrifar sex milljarða vegna lána til stjórnenda Atorku Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. ágúst 2010 18:30 Skilanefnd Landsbankans þarf að afskrifa rúmlega sex milljarða króna vegna lánveitinga til félaga í eigu fyrrverandi eigenda og stjórnenda fjárfestingafélagsins Atorku, en félögin hafa nú verið tekin til gjaldþrotaskipta. Atorka var meðal stærstu hluthafa Promens og Geysi Green Energy, sem var síðan hluthafi í HS Orku. Þá var Atorka kjölfestufjárfestir í alþjóðlega gámafyrirtækinu InterBulk og breska fyrirtækinu Romag sem er leiðandi framleiðandi á sviði sérhæfðra glersamsetninga. Eignarhaldsfélagið Skessa var stærsti hluthafinn í Atorku með ellefu prósenta hlut og var í sameiginlegri eigu Magnúsar Jónssonar fyrrverandi forstjóra Atorku og Þorsteins Vilhelmssonar, fyrrverandi stjórnarformanns félagsins. Félagið er nú gjaldþrota og að sögn Jóns G. Briem, skiptastjóra þrotabúsins, eru kröfur í félagið 2,5 milljarðar króna og eignir þess eru samtals 115 milljónir króna. Félagið Harðbakur var í eigu Þorsteins Vilhelmssonar og átti 9,4 prósenta hlut í Atorku. Það er einnig gjaldþrota og eru kröfurnar 2,2 milljarðar króna. Félagið átti tæplega 600 milljónir króna bankainnstæðu. Félagið Ránarborg var einnig í eigu Þorsteins Vilhelmssonar. Félagið átti 8,7 prósenta hlut í Atorku. Það er einnig gjaldþrota og nema kröfur í félagið alls 1,9 milljörðum króna og samtals eignir eru 130 milljónir króna. Félagið Mávur, sem var í eigu Harðbaks og þar með Þorsteins Vilhelmssonar, átti 3,2 prósenta hlut í Atorku. Félagið er einnig gjaldþrota og kröfur í þrotabúið eru samtals 700 milljónir króna. Félagið átti 223 milljónir króna í formi bankainnstæðu. Samtals eru kröfurnar í þessi fjögur félög 7,3 milljarðar króna. Eignir eru bankainnstæður upp á samtals tæplega 1,1 milljarð króna. Skilanefnd Landsbankans er eini kröfuhafi þessara félaga og það er því allt útlit fyrir að skilanefndin þurfi að afskrifa rúmlega sex milljarða króna vegna lánveitinga til félaganna. Tengdar fréttir Kröfur í þrotabú Atorku hátt í 56 milljarðar Kröfur í bú Atorku nema hátt í 56 milljörðum króna. Eftir tvo daga munu kröfuhafar greiða atkvæði um nauðasamninga sem fela í sér að 35 milljarðar verða afskrifaðir en afgangnum umbreytt í hlutafé og lán. 8. desember 2009 14:06 Bankar og lífeyrissjóðir eignast Atorku Nýi Landsbankinn, Íslandsbanki og lífeyrissjóðir verða stærstu eigendur fjárfestingafélagsins Atorku nái nauðasamningar fram að ganga. Kröfur í félagið nema um 49 milljörðum króna. 29. október 2009 12:05 Atorka ræður forstjóra tímabundið Stjórn Atorku hefur ráðið Benedikt Olgeirsson tímabundið í starf forstjóra Atorku til 31. desember 2009 meðan unnið er að því að ljúka við nauðasamninga félagsins, að því er segir í tilkynningu til kauphallarinnar. 30. október 2009 15:09 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Sjá meira
Skilanefnd Landsbankans þarf að afskrifa rúmlega sex milljarða króna vegna lánveitinga til félaga í eigu fyrrverandi eigenda og stjórnenda fjárfestingafélagsins Atorku, en félögin hafa nú verið tekin til gjaldþrotaskipta. Atorka var meðal stærstu hluthafa Promens og Geysi Green Energy, sem var síðan hluthafi í HS Orku. Þá var Atorka kjölfestufjárfestir í alþjóðlega gámafyrirtækinu InterBulk og breska fyrirtækinu Romag sem er leiðandi framleiðandi á sviði sérhæfðra glersamsetninga. Eignarhaldsfélagið Skessa var stærsti hluthafinn í Atorku með ellefu prósenta hlut og var í sameiginlegri eigu Magnúsar Jónssonar fyrrverandi forstjóra Atorku og Þorsteins Vilhelmssonar, fyrrverandi stjórnarformanns félagsins. Félagið er nú gjaldþrota og að sögn Jóns G. Briem, skiptastjóra þrotabúsins, eru kröfur í félagið 2,5 milljarðar króna og eignir þess eru samtals 115 milljónir króna. Félagið Harðbakur var í eigu Þorsteins Vilhelmssonar og átti 9,4 prósenta hlut í Atorku. Það er einnig gjaldþrota og eru kröfurnar 2,2 milljarðar króna. Félagið átti tæplega 600 milljónir króna bankainnstæðu. Félagið Ránarborg var einnig í eigu Þorsteins Vilhelmssonar. Félagið átti 8,7 prósenta hlut í Atorku. Það er einnig gjaldþrota og nema kröfur í félagið alls 1,9 milljörðum króna og samtals eignir eru 130 milljónir króna. Félagið Mávur, sem var í eigu Harðbaks og þar með Þorsteins Vilhelmssonar, átti 3,2 prósenta hlut í Atorku. Félagið er einnig gjaldþrota og kröfur í þrotabúið eru samtals 700 milljónir króna. Félagið átti 223 milljónir króna í formi bankainnstæðu. Samtals eru kröfurnar í þessi fjögur félög 7,3 milljarðar króna. Eignir eru bankainnstæður upp á samtals tæplega 1,1 milljarð króna. Skilanefnd Landsbankans er eini kröfuhafi þessara félaga og það er því allt útlit fyrir að skilanefndin þurfi að afskrifa rúmlega sex milljarða króna vegna lánveitinga til félaganna.
Tengdar fréttir Kröfur í þrotabú Atorku hátt í 56 milljarðar Kröfur í bú Atorku nema hátt í 56 milljörðum króna. Eftir tvo daga munu kröfuhafar greiða atkvæði um nauðasamninga sem fela í sér að 35 milljarðar verða afskrifaðir en afgangnum umbreytt í hlutafé og lán. 8. desember 2009 14:06 Bankar og lífeyrissjóðir eignast Atorku Nýi Landsbankinn, Íslandsbanki og lífeyrissjóðir verða stærstu eigendur fjárfestingafélagsins Atorku nái nauðasamningar fram að ganga. Kröfur í félagið nema um 49 milljörðum króna. 29. október 2009 12:05 Atorka ræður forstjóra tímabundið Stjórn Atorku hefur ráðið Benedikt Olgeirsson tímabundið í starf forstjóra Atorku til 31. desember 2009 meðan unnið er að því að ljúka við nauðasamninga félagsins, að því er segir í tilkynningu til kauphallarinnar. 30. október 2009 15:09 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Sjá meira
Kröfur í þrotabú Atorku hátt í 56 milljarðar Kröfur í bú Atorku nema hátt í 56 milljörðum króna. Eftir tvo daga munu kröfuhafar greiða atkvæði um nauðasamninga sem fela í sér að 35 milljarðar verða afskrifaðir en afgangnum umbreytt í hlutafé og lán. 8. desember 2009 14:06
Bankar og lífeyrissjóðir eignast Atorku Nýi Landsbankinn, Íslandsbanki og lífeyrissjóðir verða stærstu eigendur fjárfestingafélagsins Atorku nái nauðasamningar fram að ganga. Kröfur í félagið nema um 49 milljörðum króna. 29. október 2009 12:05
Atorka ræður forstjóra tímabundið Stjórn Atorku hefur ráðið Benedikt Olgeirsson tímabundið í starf forstjóra Atorku til 31. desember 2009 meðan unnið er að því að ljúka við nauðasamninga félagsins, að því er segir í tilkynningu til kauphallarinnar. 30. október 2009 15:09