Eitt besta Formúlu 1 tímabil frá upphafi 15. september 2010 10:16 Mótið á Monza á sunnudaginn var spennandi og Fernando Alonso vann eftir vel útfærða þjónustuáætlun Ferrari. Mynd: Getty Images Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren telur að keppnistímabilið í Formúlu 1 sem nú stendur yfir sé það besta frá árinu 1950, þegar fyrst var keppt í íþróttinni á Silverstone í Bretlandi. Fimm ökumenn eru í slag um meistaratitilinn þegar fimm mótum er ólokið. Mark Webber á Red Bull er efstur að stigum með 187 stig, Lewis Hamilton á McLaren er með 182, Fernando Alonso á Ferrari 166 eftir sigur á Monza á sunnudaginn, Jenson Button á McLaren 165 og Sebastian Vettel á Red Bull 163. Þar sem 25 stig eru gefin fyrir sigur, 18 fyrir annað, síðan 15, 12, 10 og færri stig fyrir næstu sæti á eftir geta allir þessir ökumenn orðið meistarar. Þá er aðeins 3 stiga munur á Red Bull í efsta sætinu í stigamóti bílasmiða og McLaren með 347, en Ferrari er með 290 stig. "Það verður samkeppni fram að lokamótinu í Abu Dhabi sem er frábært. Það er stórkostlegt meistaramót og ég vona að allir geri sér grein fyrir því að þetta er mögulega eitt besta keppnistímabil í sögu Formúlu 1", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com. "Button og Hamilton, báðir Red Bull ökumennirnir (Webber og Vettel) og Alonso eru að berjast og það er frábært. Ferrari og Red Bull eru mjög sterk lið og við erum ekki sem verstir. Ég myndi ekki vilja veðja á sigurvegara, en við stefnum á sigur í meistaramótinu. Sumir segja að við séum sterkir sumstaðar og veikir annars staðar, en ég veit ekki hvernig menn finna það út. Þeir vita meira en ég", sagði Whitmarsh um möguleika liðanna á einstökum brautum. "Staðreyndin er sú að á Monza var Ferrari örlítið fljótari, okkar bíll var ekki slæmur en Red Bull var á eftir. En í Singapúr gæti staðan verið allt önnur", sagði Whitmarsh, en næsta mót er í Singapúr um aðra helgi. Eftir það verður keppt á Suzuka brautinni í Japan, á nýrri braut í Suður Kóreu, á Interlagos í Brasilíu og lokamótið verður í Abu Dhabi, en brautin þar var notuð í fyrsta skipti í fyrra. Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren telur að keppnistímabilið í Formúlu 1 sem nú stendur yfir sé það besta frá árinu 1950, þegar fyrst var keppt í íþróttinni á Silverstone í Bretlandi. Fimm ökumenn eru í slag um meistaratitilinn þegar fimm mótum er ólokið. Mark Webber á Red Bull er efstur að stigum með 187 stig, Lewis Hamilton á McLaren er með 182, Fernando Alonso á Ferrari 166 eftir sigur á Monza á sunnudaginn, Jenson Button á McLaren 165 og Sebastian Vettel á Red Bull 163. Þar sem 25 stig eru gefin fyrir sigur, 18 fyrir annað, síðan 15, 12, 10 og færri stig fyrir næstu sæti á eftir geta allir þessir ökumenn orðið meistarar. Þá er aðeins 3 stiga munur á Red Bull í efsta sætinu í stigamóti bílasmiða og McLaren með 347, en Ferrari er með 290 stig. "Það verður samkeppni fram að lokamótinu í Abu Dhabi sem er frábært. Það er stórkostlegt meistaramót og ég vona að allir geri sér grein fyrir því að þetta er mögulega eitt besta keppnistímabil í sögu Formúlu 1", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com. "Button og Hamilton, báðir Red Bull ökumennirnir (Webber og Vettel) og Alonso eru að berjast og það er frábært. Ferrari og Red Bull eru mjög sterk lið og við erum ekki sem verstir. Ég myndi ekki vilja veðja á sigurvegara, en við stefnum á sigur í meistaramótinu. Sumir segja að við séum sterkir sumstaðar og veikir annars staðar, en ég veit ekki hvernig menn finna það út. Þeir vita meira en ég", sagði Whitmarsh um möguleika liðanna á einstökum brautum. "Staðreyndin er sú að á Monza var Ferrari örlítið fljótari, okkar bíll var ekki slæmur en Red Bull var á eftir. En í Singapúr gæti staðan verið allt önnur", sagði Whitmarsh, en næsta mót er í Singapúr um aðra helgi. Eftir það verður keppt á Suzuka brautinni í Japan, á nýrri braut í Suður Kóreu, á Interlagos í Brasilíu og lokamótið verður í Abu Dhabi, en brautin þar var notuð í fyrsta skipti í fyrra.
Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira