Eitt besta Formúlu 1 tímabil frá upphafi 15. september 2010 10:16 Mótið á Monza á sunnudaginn var spennandi og Fernando Alonso vann eftir vel útfærða þjónustuáætlun Ferrari. Mynd: Getty Images Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren telur að keppnistímabilið í Formúlu 1 sem nú stendur yfir sé það besta frá árinu 1950, þegar fyrst var keppt í íþróttinni á Silverstone í Bretlandi. Fimm ökumenn eru í slag um meistaratitilinn þegar fimm mótum er ólokið. Mark Webber á Red Bull er efstur að stigum með 187 stig, Lewis Hamilton á McLaren er með 182, Fernando Alonso á Ferrari 166 eftir sigur á Monza á sunnudaginn, Jenson Button á McLaren 165 og Sebastian Vettel á Red Bull 163. Þar sem 25 stig eru gefin fyrir sigur, 18 fyrir annað, síðan 15, 12, 10 og færri stig fyrir næstu sæti á eftir geta allir þessir ökumenn orðið meistarar. Þá er aðeins 3 stiga munur á Red Bull í efsta sætinu í stigamóti bílasmiða og McLaren með 347, en Ferrari er með 290 stig. "Það verður samkeppni fram að lokamótinu í Abu Dhabi sem er frábært. Það er stórkostlegt meistaramót og ég vona að allir geri sér grein fyrir því að þetta er mögulega eitt besta keppnistímabil í sögu Formúlu 1", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com. "Button og Hamilton, báðir Red Bull ökumennirnir (Webber og Vettel) og Alonso eru að berjast og það er frábært. Ferrari og Red Bull eru mjög sterk lið og við erum ekki sem verstir. Ég myndi ekki vilja veðja á sigurvegara, en við stefnum á sigur í meistaramótinu. Sumir segja að við séum sterkir sumstaðar og veikir annars staðar, en ég veit ekki hvernig menn finna það út. Þeir vita meira en ég", sagði Whitmarsh um möguleika liðanna á einstökum brautum. "Staðreyndin er sú að á Monza var Ferrari örlítið fljótari, okkar bíll var ekki slæmur en Red Bull var á eftir. En í Singapúr gæti staðan verið allt önnur", sagði Whitmarsh, en næsta mót er í Singapúr um aðra helgi. Eftir það verður keppt á Suzuka brautinni í Japan, á nýrri braut í Suður Kóreu, á Interlagos í Brasilíu og lokamótið verður í Abu Dhabi, en brautin þar var notuð í fyrsta skipti í fyrra. Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren telur að keppnistímabilið í Formúlu 1 sem nú stendur yfir sé það besta frá árinu 1950, þegar fyrst var keppt í íþróttinni á Silverstone í Bretlandi. Fimm ökumenn eru í slag um meistaratitilinn þegar fimm mótum er ólokið. Mark Webber á Red Bull er efstur að stigum með 187 stig, Lewis Hamilton á McLaren er með 182, Fernando Alonso á Ferrari 166 eftir sigur á Monza á sunnudaginn, Jenson Button á McLaren 165 og Sebastian Vettel á Red Bull 163. Þar sem 25 stig eru gefin fyrir sigur, 18 fyrir annað, síðan 15, 12, 10 og færri stig fyrir næstu sæti á eftir geta allir þessir ökumenn orðið meistarar. Þá er aðeins 3 stiga munur á Red Bull í efsta sætinu í stigamóti bílasmiða og McLaren með 347, en Ferrari er með 290 stig. "Það verður samkeppni fram að lokamótinu í Abu Dhabi sem er frábært. Það er stórkostlegt meistaramót og ég vona að allir geri sér grein fyrir því að þetta er mögulega eitt besta keppnistímabil í sögu Formúlu 1", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com. "Button og Hamilton, báðir Red Bull ökumennirnir (Webber og Vettel) og Alonso eru að berjast og það er frábært. Ferrari og Red Bull eru mjög sterk lið og við erum ekki sem verstir. Ég myndi ekki vilja veðja á sigurvegara, en við stefnum á sigur í meistaramótinu. Sumir segja að við séum sterkir sumstaðar og veikir annars staðar, en ég veit ekki hvernig menn finna það út. Þeir vita meira en ég", sagði Whitmarsh um möguleika liðanna á einstökum brautum. "Staðreyndin er sú að á Monza var Ferrari örlítið fljótari, okkar bíll var ekki slæmur en Red Bull var á eftir. En í Singapúr gæti staðan verið allt önnur", sagði Whitmarsh, en næsta mót er í Singapúr um aðra helgi. Eftir það verður keppt á Suzuka brautinni í Japan, á nýrri braut í Suður Kóreu, á Interlagos í Brasilíu og lokamótið verður í Abu Dhabi, en brautin þar var notuð í fyrsta skipti í fyrra.
Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira