Eyjólfur: Við erum ekki búnir Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Edinborg skrifar 11. október 2010 22:14 Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari U-21 liðs karla var vitanlega hæstánægður eftir 4-2 samanlagðan sigur á Skotum og sætið í úrslitakeppni EM í Danmörku á næsta ári. „Við unnum báða þessa leiki 2-1 og voru heilt yfir betri aðilinn. Það var mikið undir í þessum leik í kvöld og var það greinilegt. Hann var slakur og menn voru taugaveiklaðir. Ég er þó feginn að við náðum að snúa því við í seinni hálfleik og klára verkefnið,“ sagði Eyjólfur við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Í fyrri hálfleik vorum við allt of langt frá mönnununm og áttuðum okkur ekki á því að kantmennirnir voru að draga sig inn á miðjuna. Bakverðirnir komu upp í hvert einasta skipti og við lentum í því að hlaupa á milli manna. Það gengur aldrei - þá hleypurðu úr þér lungun og nærð aldrei tökum á leiknum.“ „Við ræddum þetta í hálfleiknum og það gekk ágætlega að laga þetta. Við þvinguðum þá til að spila inn á miðjuna þar sem við vorum mun þéttari. Þar gátum við unnið boltann og sótt hratt á þá. Ég hafði í raun litlar áhyggjur af varnarleiknum okkar í síðari hálfleik og vissi að við myndum skora. Við fáum alltaf færi til þess, enda með góða skotmenn í liðinu og með bolta sem svífur.“' Eyjólfur hafði sagt fyrir leik að lögð yrði áhersla á að sækja upp kantana. „Það gekk ekki upp. Enda settu þeir það mikla pressu á okkur að þetta voru alltaf mjög löng hlaup upp kantana. Þeir tvöfölduðu líka alltaf á þá - í hvert einasta skipti. Það eina sem við gátum gert í því var að finna framherjinn í lappirnar en það gerðum við bara ekki.“ Hann segir ekki hafa hugsað um framhaldið en merkir tímar eru framundan hjá liðinu. „Ég vildi ekki vera það hrokafullur að hugsa eitthvað um það. Ég er fyrst og fremst stoltur af þessum strákum. En við erum ekki búnir. Við ætlum að halda áfram að skrifa kafla í sögu íslenskrar knattspyrnu. Ég hef mikla trú á þessu liði enda er það enn á uppleið. Það er alveg með ólíkindum hvað strákarnir hafa tekið miklum framförum á ekki lengri tíma.“ „Við gerum okkur grein fyrir því að við erum nú að fara að keppa við sjö bestu lið Evrópu í þessum aldursflokki - ef ekki heimsins. Árangurinn hefur þegar vakið mikla athygli og ég hef oft verið spurður að því hvernig standi á þessu. Hvernig standi á því að 300 þúsund manna þjóð geti náð svona áfanga.“ „Staðreyndin er sú að við höfum ekki úr mörgum að velja. Við erum 300 þúsund manns, þar af eru helmingur konur. Svo eigum við líka fullt af góðum handboltamönnum sem gerir þetta enn ótrúlegra. Þetta hlýtur bara að vera eitthvað í blóðinu,“ sagði landsliðsþjálfarinn brosandi. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Sjá meira
Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari U-21 liðs karla var vitanlega hæstánægður eftir 4-2 samanlagðan sigur á Skotum og sætið í úrslitakeppni EM í Danmörku á næsta ári. „Við unnum báða þessa leiki 2-1 og voru heilt yfir betri aðilinn. Það var mikið undir í þessum leik í kvöld og var það greinilegt. Hann var slakur og menn voru taugaveiklaðir. Ég er þó feginn að við náðum að snúa því við í seinni hálfleik og klára verkefnið,“ sagði Eyjólfur við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Í fyrri hálfleik vorum við allt of langt frá mönnununm og áttuðum okkur ekki á því að kantmennirnir voru að draga sig inn á miðjuna. Bakverðirnir komu upp í hvert einasta skipti og við lentum í því að hlaupa á milli manna. Það gengur aldrei - þá hleypurðu úr þér lungun og nærð aldrei tökum á leiknum.“ „Við ræddum þetta í hálfleiknum og það gekk ágætlega að laga þetta. Við þvinguðum þá til að spila inn á miðjuna þar sem við vorum mun þéttari. Þar gátum við unnið boltann og sótt hratt á þá. Ég hafði í raun litlar áhyggjur af varnarleiknum okkar í síðari hálfleik og vissi að við myndum skora. Við fáum alltaf færi til þess, enda með góða skotmenn í liðinu og með bolta sem svífur.“' Eyjólfur hafði sagt fyrir leik að lögð yrði áhersla á að sækja upp kantana. „Það gekk ekki upp. Enda settu þeir það mikla pressu á okkur að þetta voru alltaf mjög löng hlaup upp kantana. Þeir tvöfölduðu líka alltaf á þá - í hvert einasta skipti. Það eina sem við gátum gert í því var að finna framherjinn í lappirnar en það gerðum við bara ekki.“ Hann segir ekki hafa hugsað um framhaldið en merkir tímar eru framundan hjá liðinu. „Ég vildi ekki vera það hrokafullur að hugsa eitthvað um það. Ég er fyrst og fremst stoltur af þessum strákum. En við erum ekki búnir. Við ætlum að halda áfram að skrifa kafla í sögu íslenskrar knattspyrnu. Ég hef mikla trú á þessu liði enda er það enn á uppleið. Það er alveg með ólíkindum hvað strákarnir hafa tekið miklum framförum á ekki lengri tíma.“ „Við gerum okkur grein fyrir því að við erum nú að fara að keppa við sjö bestu lið Evrópu í þessum aldursflokki - ef ekki heimsins. Árangurinn hefur þegar vakið mikla athygli og ég hef oft verið spurður að því hvernig standi á þessu. Hvernig standi á því að 300 þúsund manna þjóð geti náð svona áfanga.“ „Staðreyndin er sú að við höfum ekki úr mörgum að velja. Við erum 300 þúsund manns, þar af eru helmingur konur. Svo eigum við líka fullt af góðum handboltamönnum sem gerir þetta enn ótrúlegra. Þetta hlýtur bara að vera eitthvað í blóðinu,“ sagði landsliðsþjálfarinn brosandi.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Sjá meira