Lúðvík Geirsson: „Það er allt í járnum“ 24. maí 2010 14:22 Lúðvík Geirsson segir allt í járnum í Hafnarfirði. „Ég er sannfærður um að stuðningur íbúanna muni skila sér í kjörkassann á laugardaginn," segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, en hann nær ekki kosningu inn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar samkvæmt nýjustu skoðanakönnuninni sem félagsvísindastofnun framkvæmdi fyrir viku síðan. Þá kom í ljós að Samfylkingin mældist með rúmlega 46% fylgi og fimm bæjarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig nokkru fylgi frá síðustu kosningum og fengi tæp 34% og fjóra menn kjörna nú. Vinstri grænir fá tæp 18% og tvo bæjarfulltrúa. Þrátt fyrir að Lúðvík mælist ekki inní bæjarstjórn þá vilja bæjarbúar halda honum sem bæjarstjóra, eða 67 prósent, samkvæmt könnun félagsvísindastofnunnar. „Það er bara allt í járnum. Annars er ég ánægður með stuðning íbúanna," segir Lúðvík sem bjóst við því fyrirfram að róðurinn yrði erfiðari nú en fyrir fjórum árum síðan þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk 26 prósent í kosningunum. Þá hlaut Samfylkingin hreinan meirihluta en flokkurinn hefur farið einn með völdin í bænum í átta ár. „Það er upprót í samfélaginu og erfitt fyrir sitjandi meirihluta að halda sínu fylgi," segir Lúðvík en athygli vekur að 30 prósent tóku ekki afstöðu. Það er þó talsvert minna en í könnun Fréttablaðsins sem var birt fyrr í mánuðinum en þá tók um helmingur ekki afstöðu. Lúðvík segir að það muni litlu á að Samfylkingin nái sjötta manninum inn, eða um 300 atkvæði. Valdimar Svavarsson var ekki sammála því í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Þar sagði hann að það munaði um 800 atkvæðum á því að Samfylkingin næði sínum 6 manni og felldi þannig fjórða mann Sjálfstæðisflokksins. Aðspurður hvort Lúðvík hafi fundið fyrir gremju kjósanda í garð stjórnmálamanna í ljósi efnahagshrunsins segist Lúðvík vissulega hafa fundið fyrir því. „En mér sýnist menn vera að átta sig á því að það þarf að standa vörð um hagsmuni nærsveitanna og menn vilji klára það burtséð frá þeirri reiði sem ríkir í samfélaginu," segir Lúðvík að lokum. Kosningar 2010 Tengdar fréttir Samfylkingin sækir á í Hafnarfirði Samfylkingin virðist vera að sækja á í Hafnarfirði ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Samfylkinguna og Vísir hefur undir höndum. Könnunin var gerð rúmri viku síðar en könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 frá því í byrjun mánaðarins. Í þeirri könnun fékk Samfylkingin aðeins fjóra menn kjörna og var nokkuð langt frá kjörfylgi sínu fyrir fjórum árum þegar flokkurinn fékk sjö bæjarfulltrúa. Könnun Félagsvísindastofnunar bendir hins vegar til þess að Samfylkingin eigi möguleika á að halda hreinum meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. 23. maí 2010 20:15 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Sjá meira
„Ég er sannfærður um að stuðningur íbúanna muni skila sér í kjörkassann á laugardaginn," segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, en hann nær ekki kosningu inn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar samkvæmt nýjustu skoðanakönnuninni sem félagsvísindastofnun framkvæmdi fyrir viku síðan. Þá kom í ljós að Samfylkingin mældist með rúmlega 46% fylgi og fimm bæjarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig nokkru fylgi frá síðustu kosningum og fengi tæp 34% og fjóra menn kjörna nú. Vinstri grænir fá tæp 18% og tvo bæjarfulltrúa. Þrátt fyrir að Lúðvík mælist ekki inní bæjarstjórn þá vilja bæjarbúar halda honum sem bæjarstjóra, eða 67 prósent, samkvæmt könnun félagsvísindastofnunnar. „Það er bara allt í járnum. Annars er ég ánægður með stuðning íbúanna," segir Lúðvík sem bjóst við því fyrirfram að róðurinn yrði erfiðari nú en fyrir fjórum árum síðan þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk 26 prósent í kosningunum. Þá hlaut Samfylkingin hreinan meirihluta en flokkurinn hefur farið einn með völdin í bænum í átta ár. „Það er upprót í samfélaginu og erfitt fyrir sitjandi meirihluta að halda sínu fylgi," segir Lúðvík en athygli vekur að 30 prósent tóku ekki afstöðu. Það er þó talsvert minna en í könnun Fréttablaðsins sem var birt fyrr í mánuðinum en þá tók um helmingur ekki afstöðu. Lúðvík segir að það muni litlu á að Samfylkingin nái sjötta manninum inn, eða um 300 atkvæði. Valdimar Svavarsson var ekki sammála því í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Þar sagði hann að það munaði um 800 atkvæðum á því að Samfylkingin næði sínum 6 manni og felldi þannig fjórða mann Sjálfstæðisflokksins. Aðspurður hvort Lúðvík hafi fundið fyrir gremju kjósanda í garð stjórnmálamanna í ljósi efnahagshrunsins segist Lúðvík vissulega hafa fundið fyrir því. „En mér sýnist menn vera að átta sig á því að það þarf að standa vörð um hagsmuni nærsveitanna og menn vilji klára það burtséð frá þeirri reiði sem ríkir í samfélaginu," segir Lúðvík að lokum.
Kosningar 2010 Tengdar fréttir Samfylkingin sækir á í Hafnarfirði Samfylkingin virðist vera að sækja á í Hafnarfirði ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Samfylkinguna og Vísir hefur undir höndum. Könnunin var gerð rúmri viku síðar en könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 frá því í byrjun mánaðarins. Í þeirri könnun fékk Samfylkingin aðeins fjóra menn kjörna og var nokkuð langt frá kjörfylgi sínu fyrir fjórum árum þegar flokkurinn fékk sjö bæjarfulltrúa. Könnun Félagsvísindastofnunar bendir hins vegar til þess að Samfylkingin eigi möguleika á að halda hreinum meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. 23. maí 2010 20:15 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Sjá meira
Samfylkingin sækir á í Hafnarfirði Samfylkingin virðist vera að sækja á í Hafnarfirði ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Samfylkinguna og Vísir hefur undir höndum. Könnunin var gerð rúmri viku síðar en könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 frá því í byrjun mánaðarins. Í þeirri könnun fékk Samfylkingin aðeins fjóra menn kjörna og var nokkuð langt frá kjörfylgi sínu fyrir fjórum árum þegar flokkurinn fékk sjö bæjarfulltrúa. Könnun Félagsvísindastofnunar bendir hins vegar til þess að Samfylkingin eigi möguleika á að halda hreinum meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. 23. maí 2010 20:15