Umfjöllun : Þrautseigar Blikastúlkur kláruðu KR-konur Stefán Árni Pálsson skrifar 27. maí 2010 23:34 Blikinn Harpa Þorsteinsdóttir í leiknum í kvöld. Mynd/Stefán Breiðablik skaust í annað sæti í Pepsi-deildar kvenna eftir 0-1sigur á KR-ingum í Vesturbænum í kvöld. Jóna Kristín Hauksdóttir skoraði eina mark leiksins fyrir Blika. Fyrir leiki kvöldsins voru bæði liðin með 6 stig eftir þrjár umferðir. KR-ingar töpuðu óvænt í síðustu umferð fyrir Grindavík en Blikar sigruðu Stjörnuna. Það var því mikið í húfi fyrir bæði lið ef þau ætluðu sér að halda í við toppliðin. Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, þjálfari KR-inga, gerði tvær breytingar á byrjunarliði heimamanna frá tapinu gegn Grindavík í síðustu umferð. Mist Edvardsdóttir og Berglind Bjarnadóttir voru komnar í byrjunarliðið í staðinn fyrir Elísabetu Ester Sævarsdóttur og Rut Bjarnadóttur . Þjálfari Blika , Jóhannes Karl Sigursteinsson, gerði einnig tvær breytingar á sínu liði frá því að liðið hafði betur gegn Stjörnunni í síðustu umferð, en Guðrún Erla Hilmarsdóttir og Hildur Sif Hauksdóttir komu inn í lið Blika fyrir þær Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur og Jónu Kristínu Hauksdóttur . Leikurinn í kvöld fór heldur rólega af stað og bæði liðin virtust ekki finna taktinn. Þegar líða tók á leikinn fóru Blikastúlkur að spila boltanum vel á milli sín og þar var fremst í flokki Sara Björk Gunnarsdóttir . Fyrsta færið leit dagsins ljós þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum en þá slapp Harpa Þorsteinsdóttir , framherji , Blika ein í gegnum vörn KR-inga en Íris Dögg Gunnarsdóttir var vel vakandi í markinu og sá við henni. Nokkrum andartökum síðar átti landsliðsmaðurinn Sara Björk fínt skot að marki KR-inga en aftur var Íris Dögg vel á varðbergi fyrir KR-inga. Blikar réðu ferðinni það sem eftir lifði af fyrri hálfleik en náðu ekki að setja mark sitt á leikinn. Máttlausar skyndisóknir KR-inga virtust vera það eina sem þær höfðu upp á að bjóða. Ef það hefði ekki verið fyrir stórbrotinn fyrri hálfleik hjá markverði KR-inga , Írisi Dögg þá hefði staðan ekki verið 0-0 í hálfleik eins og raunin varð. Stelpurnar úr Vesturbæ komu vel stemmdar út í seinni hálfleikinn og allt annað var að sjá til liðsins til að byrja með. Lára Hafliðadóttir, leikmaður KR-inga, átti fínt skot að marki Blika í byrjun seinni hálfleiks, en Katherine Loomis varði vel í marki Breiðabliks. Nokkrum mínútum síðar fékk Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Blika, boltann inn í teig KR-inga og átti frábært skot sem endaði í þverslánni. Þegar leið á síðari hálfleikinn sóttu Blikar aftur í sig veðrið og sóttu án afláts það sem eftir var af leiknum . Um miðjan síðari hálfleik fékk Fanndís Friðriksdóttir frábæra stungusendingu inn fyrir vörn KR-inga, þar var hún komin í dauðafæri en missti boltann klaufalega frá sér og marktækifærið rann út í sandinn. Það leit allt út fyrir að KR-ingar ætluðu að ná að halda markinu hreinu en eitthvað varð undan að láta. Undir lok leiksins eða á 82. mínútu fengu Blikar hornspyrnu. Fanndís Friðriksdóttir spyrnti boltanum á fjarstöngina en þar var varamaðurinn Jóna Kristín Hauksdóttir mætt og náði að skora mark eftir mikið klafs inn í teig heimamanna. Þegar mark gestanna varð loksins að veruleika þá var enginn spurning um hvernig leikurinn myndi enda og Blikar réðu alfarið ferðinni síðustu mínúturnar. Virkilega mikilvægur sigur hjá Breiðablik sem eru komnar í annað sæti deildarinnar þegar fjórar umferðir eru búnar. KR-ingar verða aftur á móti að spýta heldur betur í lófana ef þær ætla ekki að missa af lestinni. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira
Breiðablik skaust í annað sæti í Pepsi-deildar kvenna eftir 0-1sigur á KR-ingum í Vesturbænum í kvöld. Jóna Kristín Hauksdóttir skoraði eina mark leiksins fyrir Blika. Fyrir leiki kvöldsins voru bæði liðin með 6 stig eftir þrjár umferðir. KR-ingar töpuðu óvænt í síðustu umferð fyrir Grindavík en Blikar sigruðu Stjörnuna. Það var því mikið í húfi fyrir bæði lið ef þau ætluðu sér að halda í við toppliðin. Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, þjálfari KR-inga, gerði tvær breytingar á byrjunarliði heimamanna frá tapinu gegn Grindavík í síðustu umferð. Mist Edvardsdóttir og Berglind Bjarnadóttir voru komnar í byrjunarliðið í staðinn fyrir Elísabetu Ester Sævarsdóttur og Rut Bjarnadóttur . Þjálfari Blika , Jóhannes Karl Sigursteinsson, gerði einnig tvær breytingar á sínu liði frá því að liðið hafði betur gegn Stjörnunni í síðustu umferð, en Guðrún Erla Hilmarsdóttir og Hildur Sif Hauksdóttir komu inn í lið Blika fyrir þær Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur og Jónu Kristínu Hauksdóttur . Leikurinn í kvöld fór heldur rólega af stað og bæði liðin virtust ekki finna taktinn. Þegar líða tók á leikinn fóru Blikastúlkur að spila boltanum vel á milli sín og þar var fremst í flokki Sara Björk Gunnarsdóttir . Fyrsta færið leit dagsins ljós þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum en þá slapp Harpa Þorsteinsdóttir , framherji , Blika ein í gegnum vörn KR-inga en Íris Dögg Gunnarsdóttir var vel vakandi í markinu og sá við henni. Nokkrum andartökum síðar átti landsliðsmaðurinn Sara Björk fínt skot að marki KR-inga en aftur var Íris Dögg vel á varðbergi fyrir KR-inga. Blikar réðu ferðinni það sem eftir lifði af fyrri hálfleik en náðu ekki að setja mark sitt á leikinn. Máttlausar skyndisóknir KR-inga virtust vera það eina sem þær höfðu upp á að bjóða. Ef það hefði ekki verið fyrir stórbrotinn fyrri hálfleik hjá markverði KR-inga , Írisi Dögg þá hefði staðan ekki verið 0-0 í hálfleik eins og raunin varð. Stelpurnar úr Vesturbæ komu vel stemmdar út í seinni hálfleikinn og allt annað var að sjá til liðsins til að byrja með. Lára Hafliðadóttir, leikmaður KR-inga, átti fínt skot að marki Blika í byrjun seinni hálfleiks, en Katherine Loomis varði vel í marki Breiðabliks. Nokkrum mínútum síðar fékk Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Blika, boltann inn í teig KR-inga og átti frábært skot sem endaði í þverslánni. Þegar leið á síðari hálfleikinn sóttu Blikar aftur í sig veðrið og sóttu án afláts það sem eftir var af leiknum . Um miðjan síðari hálfleik fékk Fanndís Friðriksdóttir frábæra stungusendingu inn fyrir vörn KR-inga, þar var hún komin í dauðafæri en missti boltann klaufalega frá sér og marktækifærið rann út í sandinn. Það leit allt út fyrir að KR-ingar ætluðu að ná að halda markinu hreinu en eitthvað varð undan að láta. Undir lok leiksins eða á 82. mínútu fengu Blikar hornspyrnu. Fanndís Friðriksdóttir spyrnti boltanum á fjarstöngina en þar var varamaðurinn Jóna Kristín Hauksdóttir mætt og náði að skora mark eftir mikið klafs inn í teig heimamanna. Þegar mark gestanna varð loksins að veruleika þá var enginn spurning um hvernig leikurinn myndi enda og Blikar réðu alfarið ferðinni síðustu mínúturnar. Virkilega mikilvægur sigur hjá Breiðablik sem eru komnar í annað sæti deildarinnar þegar fjórar umferðir eru búnar. KR-ingar verða aftur á móti að spýta heldur betur í lófana ef þær ætla ekki að missa af lestinni.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira