Briatore vill stuðning Red Bull við Webber í titilslagnum 7. október 2010 16:41 HjónakorninElisabetta Gregoraci og Flavio Briatore. Mynd: Getty Images Flavio Briatore, fyrrum framkvæmdarstjóri Renault Formúlu 1 liðsins segist ekki skilja afhverju Red Bull liðið styðji ekki Mark Webber umfram Sebastian Vettel í titilslagnum í Formúlu1. Fimm ökumenn eiga möguleika á titlinum og Webber er efstur að stigum, ellefu stigum á undan Fernando Alonso hjá Ferrari. "Ég skil ekki ýmislegt. Vettel tók stig af Webber í Singapúr, sem var gjöf til Ferrari. Jafnvel þó Webber hafi ekki verið með á nótunum í síðustu keppni og klikkaði í startinu, þá finnst mér það sem er að gerast með ólíkindum", sagði Briatore í frétt á autosport.com, en vitnað er í Gazetta dello Sport á Ítalíu. Briatore hefur mikið álit á Webber og hæfileikum hans. "Hann er stórkostlegur maður og fínn ökumaður. Hvernig sem fer, þá hefur hann komið á óvart. Hann var ekki meðal þeirra sem voru taldir líklegir, nema hjá mér og ég þekki hæfileika hans og vinnusemi. Hann hefur gripið hvert tækifæri sem hefur gefist og ég býst við honum í sóknarhug um helgina í Japan., sagði Briatore. Briatore telur Alonso besta ökumanninum á ráslínunni, þrátt fyrir hrós í garð Webbers. "Hann er öflugastur og veit í hvaða átt á að fara með liðið. Án hans hefði Renault ekki náð tveimur meistaratitlum. Alonso er í heimsklassa og það hefur skinið í gegn hjá Ferrari í síðustu tveimur mótum. Alonso lagði sitt fram, en þjónustumennirnir bættu við hæfileikum sínum varðandi þjónustuhlé og tæknimennirnir lagt fram góðan bíl. Briatore telur að Massa eigi að leika stuðningshlutverk með Ferrari í þeim mótum sem eftir eru. "Felipe er góður og fljótur, en hann verður að skilja að það er sérstakur ökumaður við hliðina á honum. Ég myndi anda rólega í hans sporum." Um Lewis Hamilton sem hefur fallið úr leik í tveimur mótum sagði Briatore. "Hamilton gerði þetta allt sjálfur og framúraksturinn sem hann reyndi í Singapúr hefði ekki getað endað á anna hátt. Að falla úr leik í tvígang í tveimru mótum er þungbært og ekki hægt að henda svona frá sér. Þetta er í annað skiptið sem þetta gerist, því hann gerði mistök árið 2007 (þá í titilslagnum). Ef hann hefði verið rólegur og beðið, þá væri hann enn í baráttunni núna. Og með Button sé ég ekki að hann eigi enn möguleika", sagði Briatore. Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Flavio Briatore, fyrrum framkvæmdarstjóri Renault Formúlu 1 liðsins segist ekki skilja afhverju Red Bull liðið styðji ekki Mark Webber umfram Sebastian Vettel í titilslagnum í Formúlu1. Fimm ökumenn eiga möguleika á titlinum og Webber er efstur að stigum, ellefu stigum á undan Fernando Alonso hjá Ferrari. "Ég skil ekki ýmislegt. Vettel tók stig af Webber í Singapúr, sem var gjöf til Ferrari. Jafnvel þó Webber hafi ekki verið með á nótunum í síðustu keppni og klikkaði í startinu, þá finnst mér það sem er að gerast með ólíkindum", sagði Briatore í frétt á autosport.com, en vitnað er í Gazetta dello Sport á Ítalíu. Briatore hefur mikið álit á Webber og hæfileikum hans. "Hann er stórkostlegur maður og fínn ökumaður. Hvernig sem fer, þá hefur hann komið á óvart. Hann var ekki meðal þeirra sem voru taldir líklegir, nema hjá mér og ég þekki hæfileika hans og vinnusemi. Hann hefur gripið hvert tækifæri sem hefur gefist og ég býst við honum í sóknarhug um helgina í Japan., sagði Briatore. Briatore telur Alonso besta ökumanninum á ráslínunni, þrátt fyrir hrós í garð Webbers. "Hann er öflugastur og veit í hvaða átt á að fara með liðið. Án hans hefði Renault ekki náð tveimur meistaratitlum. Alonso er í heimsklassa og það hefur skinið í gegn hjá Ferrari í síðustu tveimur mótum. Alonso lagði sitt fram, en þjónustumennirnir bættu við hæfileikum sínum varðandi þjónustuhlé og tæknimennirnir lagt fram góðan bíl. Briatore telur að Massa eigi að leika stuðningshlutverk með Ferrari í þeim mótum sem eftir eru. "Felipe er góður og fljótur, en hann verður að skilja að það er sérstakur ökumaður við hliðina á honum. Ég myndi anda rólega í hans sporum." Um Lewis Hamilton sem hefur fallið úr leik í tveimur mótum sagði Briatore. "Hamilton gerði þetta allt sjálfur og framúraksturinn sem hann reyndi í Singapúr hefði ekki getað endað á anna hátt. Að falla úr leik í tvígang í tveimru mótum er þungbært og ekki hægt að henda svona frá sér. Þetta er í annað skiptið sem þetta gerist, því hann gerði mistök árið 2007 (þá í titilslagnum). Ef hann hefði verið rólegur og beðið, þá væri hann enn í baráttunni núna. Og með Button sé ég ekki að hann eigi enn möguleika", sagði Briatore.
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira