Íslendingar færa Bretum ekkert annað en tóm leiðindi 17. apríl 2010 15:29 Blaðamaðurinn Georgia Graham veltir upp spurningunni: Hvað hefur Ísland gert fyrir Bretland að undanförnu - í pistli í breska dagblaðinu The Telegraph. Íslendingar hafa eiginlega fært Bretum ekkert annað en tóm leiðindi að mati bresks blaðamanns. Við fórum í stríð við þá vegna þorsks, stálum sparifé þeirra og núna eru allar samgöngur lamaðar vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Það er óhætt að fullyrða að íslenska þjóðin sé ekki efst á vinsældalista margra Breta, en það er sennilega gagnkvæmt eftir atburði bankahrunsins. Blaðamaðurinn Georgia Graham veltir upp spurningunni: Hvað hefur Ísland gert fyrir Bretland að undanförnu - í pistli í breska dagblaðinu The Telegraph. Íslendingar fóru í stríð við Breta vegna þorsks, þeir stálu peningum breskra sparifjáreigenda með Icesave-reikningunum og eyðilögðu næstum því knattspyrnufélagið West Ham. Þá stýra Íslendingar, eða réttara sagt þrotabú Landsbankans, leikfangaversluninni Hamley's sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna sem koma til Lundúna í þeim erindagjörðum að versla. Þá virðist það fara í taugarnar á Graham að nær ómögulegt sé að innleiða breska kurteisi í íslenska málið, því Íslendingar eigi ekkert orð fyrir enska orðið please. Flestir myndi sennilega telja Íslendingum það til tekna að hafa fært bresku þjóðinni Björk, Latabæ og fyrir það að hafa komið lopapeysunum í tísku, en Graham er ekki sammála því. Því hún virðist þeirrar skoðunar að lopapeysurnar séu ólögulegar og aðeins ellilífeyrisþegum sæmandi. Velta má fyrir sér hvort pistlahöfundurinn hjá Telegraph hafi farið öfugu megin fram úr rúminu áður en hún settist niður við lyklaborðið til að rita framangreint, en að sjálfsögðu verður ekki lagður dómur á það í þessum pistli. Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Íslendingar hafa eiginlega fært Bretum ekkert annað en tóm leiðindi að mati bresks blaðamanns. Við fórum í stríð við þá vegna þorsks, stálum sparifé þeirra og núna eru allar samgöngur lamaðar vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Það er óhætt að fullyrða að íslenska þjóðin sé ekki efst á vinsældalista margra Breta, en það er sennilega gagnkvæmt eftir atburði bankahrunsins. Blaðamaðurinn Georgia Graham veltir upp spurningunni: Hvað hefur Ísland gert fyrir Bretland að undanförnu - í pistli í breska dagblaðinu The Telegraph. Íslendingar fóru í stríð við Breta vegna þorsks, þeir stálu peningum breskra sparifjáreigenda með Icesave-reikningunum og eyðilögðu næstum því knattspyrnufélagið West Ham. Þá stýra Íslendingar, eða réttara sagt þrotabú Landsbankans, leikfangaversluninni Hamley's sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna sem koma til Lundúna í þeim erindagjörðum að versla. Þá virðist það fara í taugarnar á Graham að nær ómögulegt sé að innleiða breska kurteisi í íslenska málið, því Íslendingar eigi ekkert orð fyrir enska orðið please. Flestir myndi sennilega telja Íslendingum það til tekna að hafa fært bresku þjóðinni Björk, Latabæ og fyrir það að hafa komið lopapeysunum í tísku, en Graham er ekki sammála því. Því hún virðist þeirrar skoðunar að lopapeysurnar séu ólögulegar og aðeins ellilífeyrisþegum sæmandi. Velta má fyrir sér hvort pistlahöfundurinn hjá Telegraph hafi farið öfugu megin fram úr rúminu áður en hún settist niður við lyklaborðið til að rita framangreint, en að sjálfsögðu verður ekki lagður dómur á það í þessum pistli.
Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira