Persónulegt markmið Kobayashi að gera engin mistök 2011 24. nóvember 2010 11:39 Kamui Kobayashi á heimavelli í Formúlu 1 mótinu í Japan. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Japaninn Kamui Kobayashi hjá Sauber telur að hann hafi bætt sig á öllum sviðum hvað Formúlu 1 varðar í ár og segir að ein áhugaverðasta keppni hans hafi verið á heimavelli hans í Japan. Hann náði sjöunda sæti fyrir framan landa sína eftir góðan endasprett. Kobayashi sagði bestu upplifun ársins hafa verið í japanska kappakstrinum, en þá verstu þegar hann féll úr leik í fyrsta hring í Kanada. Kobayashi var að aka heilt keppnistímabil í fyrsta skipti á ferlinum í Formúlu 1. "Það gekk upp og niður hjá okkur á tímabilinu, en í heildina gekk vel. Í upphafi gekk erfiðlega, sem var erfiður tími og erfitt að ná tökum á hlutum þar sem æfingar eru bannaðar á keppnistímabilinu (utan mótshelga). Þrátt fyrir þetta þá vorum við sterkari í lok tímabilsins og liðið stóð sig vel að ná sér á strik og fyrir það er ég þakklátur mönnum hjá liðinu", sagði Kobayashi í frétt á autosport. com. Aðspurður um markmið fyrir næsta ár segir Kobayahsi í sömu frétt. "Mitt persónulega markmið er að gera engin mistök. Hvað liðið varðar vona ég að við verðum á góðum bíl og getum barist um stig reglulegu nótunum, til að bæta stöðuna í meistaramótinu." Í fréttatilkynningu Sauber í dag segist Kobayashi m.a. ætla að funda í Japan í vetrarfríinu, skreppa til Abu Dhabi á opnunarhátið Ferrari World skemmtigarðsins. "Ég ætla líka að vera tvær vikur á Bali og mun líka æfa. Það hjálpar líka hvað líkamann varðar að æfa á meðan keppnistímabilinu stendur og á reglulegan hátt", sagði Kobayashi. Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Japaninn Kamui Kobayashi hjá Sauber telur að hann hafi bætt sig á öllum sviðum hvað Formúlu 1 varðar í ár og segir að ein áhugaverðasta keppni hans hafi verið á heimavelli hans í Japan. Hann náði sjöunda sæti fyrir framan landa sína eftir góðan endasprett. Kobayashi sagði bestu upplifun ársins hafa verið í japanska kappakstrinum, en þá verstu þegar hann féll úr leik í fyrsta hring í Kanada. Kobayashi var að aka heilt keppnistímabil í fyrsta skipti á ferlinum í Formúlu 1. "Það gekk upp og niður hjá okkur á tímabilinu, en í heildina gekk vel. Í upphafi gekk erfiðlega, sem var erfiður tími og erfitt að ná tökum á hlutum þar sem æfingar eru bannaðar á keppnistímabilinu (utan mótshelga). Þrátt fyrir þetta þá vorum við sterkari í lok tímabilsins og liðið stóð sig vel að ná sér á strik og fyrir það er ég þakklátur mönnum hjá liðinu", sagði Kobayashi í frétt á autosport. com. Aðspurður um markmið fyrir næsta ár segir Kobayahsi í sömu frétt. "Mitt persónulega markmið er að gera engin mistök. Hvað liðið varðar vona ég að við verðum á góðum bíl og getum barist um stig reglulegu nótunum, til að bæta stöðuna í meistaramótinu." Í fréttatilkynningu Sauber í dag segist Kobayashi m.a. ætla að funda í Japan í vetrarfríinu, skreppa til Abu Dhabi á opnunarhátið Ferrari World skemmtigarðsins. "Ég ætla líka að vera tvær vikur á Bali og mun líka æfa. Það hjálpar líka hvað líkamann varðar að æfa á meðan keppnistímabilinu stendur og á reglulegan hátt", sagði Kobayashi.
Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira