Thiago Motta skoraði tvö mörk þegar Inter Milan vann 3-0 heimasigur á
Bologna í ítölsku deildinni í dag og hélt því toppsætinu. Roma og AC Milan unnu bæði sína leiki og fylgja meisturunum eftir.
Mario Balotelli skoraði þriðja mark Inter í leiknum en liðið er þvíáfram með stigi meira en Roma sem vann 1-0 sigur á Bari þökk sé sigurmarki frá Mirko Vucinic.
AC Milan vann 3-2 sigur á útivelli á móti Cagliari og er í þriðja sætinu þremur stigum á eftir nágrönnunum í Inter. Marco Borriello og Klaas Jan Huntelaar skoruðu fyrstu tvö mörk Milan en sigurmarkið var sjálfsmark.
Toppliðin unnu öll á Ítalíu - Inter heldur eins stigs forustu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu
Enski boltinn

Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn





