Edinson Cavani er genginn til liðs við Napoli en þetta staðfesti Aurelio De Laurentiis forseti félagsins. Cavani sem að stóð sig vel með Úrúgvæ á HM í sumar kemur frá til liðsins frá Palermo.
„Cavani er leikmaður Napoli, önnur félög vildu hann en við fengum hann. Við höfum verið á eftir Cavani í rúman mánuð og get ég sagt að þetta var ekki auðveldur samningur því það voru önnur stór félög sem vildu fá hann í sínar raðir," sagði Aurelio De Laurentiis.
„En við vorum fyrstir til að loka því eftir að hafa komið okkur snemma að borðinu. Viðræður hófust fyrir Heimsmeistaramótið og ég hef lesið svo marga ranga hluti. Það voru aldrei vandamál vegna launa hans og ímyndarréttinda. Við höfum um nokkra stund haft samkomulag við Palermo og umboðsmann hans."
Cavani átti gott tímabil síðasta vetur en hann skoraði þá þrettán mörk í 34 leikjum. Hann stóð sig vel með landsliði sínu á HM í sumar en Úrúgvæ endaði í fjórða sæti á mótinu.
Edinson Cavani kominn til Napoli
Rafnar Orri Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn



FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn


Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Enski boltinn


