Spurning um raunsæi 19. júní 2010 06:00 Atvinnuleysi á Suðurnesjum er það mesta á landinu öllu. Fjöldi fólks nýtur ekki þeirra sjálfsögðu mannréttinda að geta gengið til vinnu sinnar og séð sér farborða. Það fólk er upp á ríki og sveitarfélög komið með framfærslu sína. Allir sjá að ástandið er alvarlegt og þörf á samstöðu allra. Nú duga hvorki stórkarlalegar yfirlýsingar né heldur leit að hugsanlegum sökudólgum, sem sumir stjórnmálamenn og verkalýðsleiðtogar vilja meina að standi í vegi fyrir framkvæmdum. Nú þarf að finna lausnir sem byggja á stöðunni eins og hún er. Draumóranir geta beðið betri tíma. Öllum á Suðunesjum er ljóst að hér hafa verið gefnar út svonefndar viljayfirlýsingar sem ýtt hafa undir væntingar um betri tíma. Við höfum séð stál-, stól- og spikverksmiðjur koma og fara. Kröftunum, getunni og athyglinni hefur verið dreift svo menn hafa haldið að hér fyndist fyriheitna landið. Það hefur ekki ræst. Nú þurfum við að einbeita okkur og ná samstöðu um þau verkefni sem þó geta orðið að veruleika. Og eru raunhæf. Álver í Helguvík hefur nú í mörg ár verið helsta von Suðurnesjamanna hvað atvinnusköpun varðar. Fyrsti áfangi álversins hefur þegar verið samþykktur og bygging á kerskálum er langt komin. Norðurál segir fjármögnun tryggða. Orkuöflun og orkuverð virðast nú vera helsti hemillinn á veginum. Krafan um tryggingu orku til 360 þúsund tonna álvers setur þar strik í reikninginn. Á þeim kröfum þarf að slaka og betra að sníða sér stakk eftir vexti. Gagnaver á Ásbrú og svonefnt EC-verkefni ásamt ýmsum verkefnum tengdum ferðaþjónustu, virðast við fyrstu sýn vera álitlegustu kostirnir í atvinnumálum. Og eftir miklu að slægjast nái þessi verkefni að verða að veruleika. Öll þau verkefni sem hér hafa verið talin flokkast undir það sem kalla má stórframkvæmdir, og krefjast mikils fjámagns. En við megum ekki gleyma því smáa. Það vekur athygli þegar atvinnumál á Suðurnesjum eru skoðuð að stuðningur við atvinnusköpun minni fyrirtækja á vegum sveitarfélaganna er lítill. Starfsmaður í hlutastarfi sinnir þeim málaflokk á vegum sveitarfélaganna, og atvinnumál í Reykjanesbæ eru vistuð hjá hafnarverðinum. Kadeco sinnir uppbyggingu atvinnulífs á Ásbrú. Hér þarf að gera átak til úrbóta. Leiða saman krafta þeirra sem vinna að atvinnusköpun á Suðurnesjum. Virkja hverja þá góðu hugmynd upp kemur og markvisst gera þær að veruleika. Það er okkur öllum ljóst sem á Suðurnesjum búa að framtíðin er undir okkur komin. Við eigum að hætta að berjast við ímyndaða andstæðinga og leggja okkar mál þannig fram að þau séu raunhæf og í takt við stöðuna. Öðruvísi náum við ekki þeim árangri sem vinnur bug á því atvinnuleysisböli sem hér ríkir. Þetta er ekki spurning um bjartsýni eða kjark. Þetta er spurning um raunsæi og samstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Atvinnuleysi á Suðurnesjum er það mesta á landinu öllu. Fjöldi fólks nýtur ekki þeirra sjálfsögðu mannréttinda að geta gengið til vinnu sinnar og séð sér farborða. Það fólk er upp á ríki og sveitarfélög komið með framfærslu sína. Allir sjá að ástandið er alvarlegt og þörf á samstöðu allra. Nú duga hvorki stórkarlalegar yfirlýsingar né heldur leit að hugsanlegum sökudólgum, sem sumir stjórnmálamenn og verkalýðsleiðtogar vilja meina að standi í vegi fyrir framkvæmdum. Nú þarf að finna lausnir sem byggja á stöðunni eins og hún er. Draumóranir geta beðið betri tíma. Öllum á Suðunesjum er ljóst að hér hafa verið gefnar út svonefndar viljayfirlýsingar sem ýtt hafa undir væntingar um betri tíma. Við höfum séð stál-, stól- og spikverksmiðjur koma og fara. Kröftunum, getunni og athyglinni hefur verið dreift svo menn hafa haldið að hér fyndist fyriheitna landið. Það hefur ekki ræst. Nú þurfum við að einbeita okkur og ná samstöðu um þau verkefni sem þó geta orðið að veruleika. Og eru raunhæf. Álver í Helguvík hefur nú í mörg ár verið helsta von Suðurnesjamanna hvað atvinnusköpun varðar. Fyrsti áfangi álversins hefur þegar verið samþykktur og bygging á kerskálum er langt komin. Norðurál segir fjármögnun tryggða. Orkuöflun og orkuverð virðast nú vera helsti hemillinn á veginum. Krafan um tryggingu orku til 360 þúsund tonna álvers setur þar strik í reikninginn. Á þeim kröfum þarf að slaka og betra að sníða sér stakk eftir vexti. Gagnaver á Ásbrú og svonefnt EC-verkefni ásamt ýmsum verkefnum tengdum ferðaþjónustu, virðast við fyrstu sýn vera álitlegustu kostirnir í atvinnumálum. Og eftir miklu að slægjast nái þessi verkefni að verða að veruleika. Öll þau verkefni sem hér hafa verið talin flokkast undir það sem kalla má stórframkvæmdir, og krefjast mikils fjámagns. En við megum ekki gleyma því smáa. Það vekur athygli þegar atvinnumál á Suðurnesjum eru skoðuð að stuðningur við atvinnusköpun minni fyrirtækja á vegum sveitarfélaganna er lítill. Starfsmaður í hlutastarfi sinnir þeim málaflokk á vegum sveitarfélaganna, og atvinnumál í Reykjanesbæ eru vistuð hjá hafnarverðinum. Kadeco sinnir uppbyggingu atvinnulífs á Ásbrú. Hér þarf að gera átak til úrbóta. Leiða saman krafta þeirra sem vinna að atvinnusköpun á Suðurnesjum. Virkja hverja þá góðu hugmynd upp kemur og markvisst gera þær að veruleika. Það er okkur öllum ljóst sem á Suðurnesjum búa að framtíðin er undir okkur komin. Við eigum að hætta að berjast við ímyndaða andstæðinga og leggja okkar mál þannig fram að þau séu raunhæf og í takt við stöðuna. Öðruvísi náum við ekki þeim árangri sem vinnur bug á því atvinnuleysisböli sem hér ríkir. Þetta er ekki spurning um bjartsýni eða kjark. Þetta er spurning um raunsæi og samstöðu.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar