Umfjöllun: Valskonur í lykilstöðu eftir öruggan sigur á Þór/KA Elvar Geir Magnússon skrifar 6. ágúst 2010 21:00 Valskonur stigu stórt skref í átt að titlinum í kvöld þegar þær unnu stórsigur á Þór/KA á Vodafone-vellinum. Valur er með sex stiga forystu í Pepsi-deild kvenna eftir leiki kvöldsins. Valskonur unnu öruggan sigur á Þór/KA 3-0 á Vodafone-vellinum og þurfa að misstíga sig hressilega í þeim umferðum sem eftir eru til að missa af Íslandsmeistaratitlinum. Það var þungt yfir að líta á Hlíðarenda í kvöld, rigning og rökkur. Akureyrarliðið byrjaði leikinn ágætlega en svo tók heimaliðið völdin og vann á endanum verulega verðskuldaðan sigur. Vesna Smiljkovic átti fyrsta skot leiksins fyrir Þór/KA en yfir fór boltinn. Hinumegin átti Rakel Logadóttir svipaða marktilraun sem einnig endaði yfir. Valskonur voru mun betri og Björg Gunnarsdóttir fékk flott færi eftir góðan undirbúning Kristínar Ýr Bjarnadóttur en Berglind Magnúsdóttir í marki Þórs/KA varði vel. Kristín fékk síðan dauðafæri skömmu síðar eftir Berglind fékk sendingu til baka og vissi ekki hvað hún átti að gera. Berglind var stálheppin að boltinn endaði yfir markinu. Það var svo eftir hálftíma leik sem Valur náði forystunni verðskuldað. Rakel Logadóttir skoraði þá með skoti rétt fyrir utan markteiginn eftir mistök í vörn Þórs/KA. Rétt fyrir hálfleik bætti Helga Sjöfn Jóhannesdóttir svo við öðru marki í kjölfarið á fyrirgjöf Thelmu Einarsdóttur. Staðan 2-0 fyrir Val í hálfleik og liðið var aldrei líklegt til að tapa niður þeirri forystu í seinni hálfleiknum. Mateja Zver fékk reyndar tvö dauðafæri til að minnka muninn, var ein gegn Maríu Björg Ágústsdóttur en í bæði skiptin varði María meistaralega. Zver var verulega ósátt við sig í bæði skiptin og lá svekkt í grasinu. Björk Gunnarsdóttir átti stangarskot fyrir Val áður en liðið bætti við þriðja markinu. Þar var að verki Hallbera Guðný Gísladóttir með marki beint úr aukaspyrnu. Þetta reyndist síðasta mark leiksins en Valsliðið var líklegra til að bæta við í lokin en gestirnir að jafna.Valur - Þór/KA 3-01-0 Rakel Logadóttir (30.) 2-0 Helga Sjöfn Jóhannesdóttir (45.) 3-0 Hallbera Guðný Gísladóttir (72.)Lið Vals: María Björg Ágústsdóttir (m) Pála Marie Einarsdóttir (84. Heiða Dröfn Antonsdóttir) Rakel Logadóttir (78. Katrín Gylfadóttir) Katrín Jónsdóttir (f) Kristín Ýr Bjarnadóttir (68. Dagný Brynjarsdóttir) Dóra María Lárusdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Thelma Björk Einarsdóttir Helga Sjöfn Jóhannesdóttir Embla Sigríður Grétarsdóttir Björk GunnarsdóttirLið Þórs/KA: Berglind Magnúsdóttir (m) Gígja Valgerður Harðardóttir Silvía Rán Sigurðardóttir Rakel Hinriksdóttir Vesna Smiljkovic Rakel Hönnudóttir (f) Mateja Zver (88. Arna Harðardóttir) Bojana Besic Brynja Dögg Sigurpálsdóttir (46. Karen Nóadóttir) Eva Hafdís Ásgrímsdóttir Danka Podovac (78. Lára Einarsdóttir) Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Valur er með sex stiga forystu í Pepsi-deild kvenna eftir leiki kvöldsins. Valskonur unnu öruggan sigur á Þór/KA 3-0 á Vodafone-vellinum og þurfa að misstíga sig hressilega í þeim umferðum sem eftir eru til að missa af Íslandsmeistaratitlinum. Það var þungt yfir að líta á Hlíðarenda í kvöld, rigning og rökkur. Akureyrarliðið byrjaði leikinn ágætlega en svo tók heimaliðið völdin og vann á endanum verulega verðskuldaðan sigur. Vesna Smiljkovic átti fyrsta skot leiksins fyrir Þór/KA en yfir fór boltinn. Hinumegin átti Rakel Logadóttir svipaða marktilraun sem einnig endaði yfir. Valskonur voru mun betri og Björg Gunnarsdóttir fékk flott færi eftir góðan undirbúning Kristínar Ýr Bjarnadóttur en Berglind Magnúsdóttir í marki Þórs/KA varði vel. Kristín fékk síðan dauðafæri skömmu síðar eftir Berglind fékk sendingu til baka og vissi ekki hvað hún átti að gera. Berglind var stálheppin að boltinn endaði yfir markinu. Það var svo eftir hálftíma leik sem Valur náði forystunni verðskuldað. Rakel Logadóttir skoraði þá með skoti rétt fyrir utan markteiginn eftir mistök í vörn Þórs/KA. Rétt fyrir hálfleik bætti Helga Sjöfn Jóhannesdóttir svo við öðru marki í kjölfarið á fyrirgjöf Thelmu Einarsdóttur. Staðan 2-0 fyrir Val í hálfleik og liðið var aldrei líklegt til að tapa niður þeirri forystu í seinni hálfleiknum. Mateja Zver fékk reyndar tvö dauðafæri til að minnka muninn, var ein gegn Maríu Björg Ágústsdóttur en í bæði skiptin varði María meistaralega. Zver var verulega ósátt við sig í bæði skiptin og lá svekkt í grasinu. Björk Gunnarsdóttir átti stangarskot fyrir Val áður en liðið bætti við þriðja markinu. Þar var að verki Hallbera Guðný Gísladóttir með marki beint úr aukaspyrnu. Þetta reyndist síðasta mark leiksins en Valsliðið var líklegra til að bæta við í lokin en gestirnir að jafna.Valur - Þór/KA 3-01-0 Rakel Logadóttir (30.) 2-0 Helga Sjöfn Jóhannesdóttir (45.) 3-0 Hallbera Guðný Gísladóttir (72.)Lið Vals: María Björg Ágústsdóttir (m) Pála Marie Einarsdóttir (84. Heiða Dröfn Antonsdóttir) Rakel Logadóttir (78. Katrín Gylfadóttir) Katrín Jónsdóttir (f) Kristín Ýr Bjarnadóttir (68. Dagný Brynjarsdóttir) Dóra María Lárusdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Thelma Björk Einarsdóttir Helga Sjöfn Jóhannesdóttir Embla Sigríður Grétarsdóttir Björk GunnarsdóttirLið Þórs/KA: Berglind Magnúsdóttir (m) Gígja Valgerður Harðardóttir Silvía Rán Sigurðardóttir Rakel Hinriksdóttir Vesna Smiljkovic Rakel Hönnudóttir (f) Mateja Zver (88. Arna Harðardóttir) Bojana Besic Brynja Dögg Sigurpálsdóttir (46. Karen Nóadóttir) Eva Hafdís Ásgrímsdóttir Danka Podovac (78. Lára Einarsdóttir)
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira