Hamleys í útrás á Balkanskaganum 12. mars 2010 09:14 Leikfangaverslanakeðjan Hamleys er komin í mikla útrás á Balkanskaganum. Hefur Hamleys gert saminga um notkun á nafni keðjunnar í verslunum á níu markaðssvæðum í löndum sem tilheyra Balkanskaganum að því er segir í frétt á Retailweek. Skilanefnd Landsbankans fer nú með 65% hlut í Hamleys en hann var áður í eigu Baugs. Breska blaðið Indepentant birti í gærdag ítarlegt viðtal við Guðjón Reynisson forstjóra Hamleys þar sem m.a. var rætt um stöðuna hjá keðjunni og tvær nýjar búðir sem Hamleys er að opna í Dubai og Mumbai á Indlandi. Sem stendur rekur Hamleys verslanir í 14 löndum víða um heiminn. Fjármálakreppan kom við kaunin í rekstri Hamleys en eftir mikla endurskipulagningu á síðasta ári og met jólavertíð í fyrra er reksturinn kominn á gott skrið að sögn Guðjóns. Hann nefnir að eignarhald Landsbankans á Hamleys hafi skapað þann stöðugleika sem þurfti til að endurskipulagningin tókst svo vel sem raun ber vitni. „Þetta er að mestu því að þakka að Landsbankinn hefur frið í fimm til sjö ár frá kröfuhöfum til að hámarka eignasafn sitt," segir Guðjón. Þar sem skuldir Hamleys eru nú aðeins tvöföld Ebitda keðjunnar segir Guðjón að Hamleys sé í mjög góðu formi þessa dagana. Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Leikfangaverslanakeðjan Hamleys er komin í mikla útrás á Balkanskaganum. Hefur Hamleys gert saminga um notkun á nafni keðjunnar í verslunum á níu markaðssvæðum í löndum sem tilheyra Balkanskaganum að því er segir í frétt á Retailweek. Skilanefnd Landsbankans fer nú með 65% hlut í Hamleys en hann var áður í eigu Baugs. Breska blaðið Indepentant birti í gærdag ítarlegt viðtal við Guðjón Reynisson forstjóra Hamleys þar sem m.a. var rætt um stöðuna hjá keðjunni og tvær nýjar búðir sem Hamleys er að opna í Dubai og Mumbai á Indlandi. Sem stendur rekur Hamleys verslanir í 14 löndum víða um heiminn. Fjármálakreppan kom við kaunin í rekstri Hamleys en eftir mikla endurskipulagningu á síðasta ári og met jólavertíð í fyrra er reksturinn kominn á gott skrið að sögn Guðjóns. Hann nefnir að eignarhald Landsbankans á Hamleys hafi skapað þann stöðugleika sem þurfti til að endurskipulagningin tókst svo vel sem raun ber vitni. „Þetta er að mestu því að þakka að Landsbankinn hefur frið í fimm til sjö ár frá kröfuhöfum til að hámarka eignasafn sitt," segir Guðjón. Þar sem skuldir Hamleys eru nú aðeins tvöföld Ebitda keðjunnar segir Guðjón að Hamleys sé í mjög góðu formi þessa dagana.
Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira