Hamleys í útrás á Balkanskaganum 12. mars 2010 09:14 Leikfangaverslanakeðjan Hamleys er komin í mikla útrás á Balkanskaganum. Hefur Hamleys gert saminga um notkun á nafni keðjunnar í verslunum á níu markaðssvæðum í löndum sem tilheyra Balkanskaganum að því er segir í frétt á Retailweek. Skilanefnd Landsbankans fer nú með 65% hlut í Hamleys en hann var áður í eigu Baugs. Breska blaðið Indepentant birti í gærdag ítarlegt viðtal við Guðjón Reynisson forstjóra Hamleys þar sem m.a. var rætt um stöðuna hjá keðjunni og tvær nýjar búðir sem Hamleys er að opna í Dubai og Mumbai á Indlandi. Sem stendur rekur Hamleys verslanir í 14 löndum víða um heiminn. Fjármálakreppan kom við kaunin í rekstri Hamleys en eftir mikla endurskipulagningu á síðasta ári og met jólavertíð í fyrra er reksturinn kominn á gott skrið að sögn Guðjóns. Hann nefnir að eignarhald Landsbankans á Hamleys hafi skapað þann stöðugleika sem þurfti til að endurskipulagningin tókst svo vel sem raun ber vitni. „Þetta er að mestu því að þakka að Landsbankinn hefur frið í fimm til sjö ár frá kröfuhöfum til að hámarka eignasafn sitt," segir Guðjón. Þar sem skuldir Hamleys eru nú aðeins tvöföld Ebitda keðjunnar segir Guðjón að Hamleys sé í mjög góðu formi þessa dagana. Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Leikfangaverslanakeðjan Hamleys er komin í mikla útrás á Balkanskaganum. Hefur Hamleys gert saminga um notkun á nafni keðjunnar í verslunum á níu markaðssvæðum í löndum sem tilheyra Balkanskaganum að því er segir í frétt á Retailweek. Skilanefnd Landsbankans fer nú með 65% hlut í Hamleys en hann var áður í eigu Baugs. Breska blaðið Indepentant birti í gærdag ítarlegt viðtal við Guðjón Reynisson forstjóra Hamleys þar sem m.a. var rætt um stöðuna hjá keðjunni og tvær nýjar búðir sem Hamleys er að opna í Dubai og Mumbai á Indlandi. Sem stendur rekur Hamleys verslanir í 14 löndum víða um heiminn. Fjármálakreppan kom við kaunin í rekstri Hamleys en eftir mikla endurskipulagningu á síðasta ári og met jólavertíð í fyrra er reksturinn kominn á gott skrið að sögn Guðjóns. Hann nefnir að eignarhald Landsbankans á Hamleys hafi skapað þann stöðugleika sem þurfti til að endurskipulagningin tókst svo vel sem raun ber vitni. „Þetta er að mestu því að þakka að Landsbankinn hefur frið í fimm til sjö ár frá kröfuhöfum til að hámarka eignasafn sitt," segir Guðjón. Þar sem skuldir Hamleys eru nú aðeins tvöföld Ebitda keðjunnar segir Guðjón að Hamleys sé í mjög góðu formi þessa dagana.
Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira