Segir VÍS hafa verið strípað af eigendum sínum Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 14. september 2010 18:37 Vátryggingarfélag Íslands var strípað af eigendum sínum segir löggiltur endurskoðandi. Eignir fyrir um þrjátíu milljarða króna voru teknar út úr félaginu á þriggja ára tímabili. Endurskoðandinn efast um lögmæti þess gjörnings og um starfshætti Fjármálaeftirlitsins sem lagði blessun sína yfir hann. Tryggingafélagið segir ekkert hæft í þessu. Vorið 2006 eignaðist Exista, félag í meirihluta eigu bræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssona, Vátryggingarfélag Íslands en fyrir átti það 20%. Eftir kaupin urðu bræðurnir stærstu eigendur VÍS. Kaupverðið var rúmlega 53 milljarðar króna sem var greitt með hlutabréfum í Existu. Í kringum innkomu Existu í félagið hófst atburðarrás sem virðist sýna markvissan flutning eigna úr félaginu í móðurfélagið. Á árunum 2005 og 6 var hafist handa við að skipta félaginu upp. Öll dóttur- og hlutdeildarfélög, t.a.m. Lýsing og Lífis voru sett í nýtt félag, Vís eignarhaldsfélag. Þetta auk arðgreiðslna varð til þess að eigið fé Vís lækkaði um 7,3 milljarða króna á þessum tveimur árum. Eignarhaldsfélagið var svo sameinað Existu í lok maí 2006. Skiptingingarferlið hélt áfram árið 2007 en þá voru fjárhæðirnar öllu hærri. Um mitt ár fóru 31 milljarður út úr VÍS og inn í eignarhaldsfélagið VÍS 3 sem var í eigu Existu í Hollandi. Samkvæmt upplýsingum frá Existu var um að ræða hlutabréf í Kaupþingi. Á sama ári og peningarnir streymdu inn í Vís 3 lánaði félagið ónefndum aðila rúmlega 30 milljarða. Engar upplýsingar eru í ársreikningi hver lánþeginn var en fullyrt er við fréttastofu að lánið hafi farið til Existu í Hollandi. Við þessa eignaskiptingu varð eigið fé Vátryggingarfélags Íslands neikvætt um 1,8 milljarða króna. Á hluthafafundi 2. Október er skiptingin endanlega samþykkt . Þá er lagt til að hlutafé Vís verði aukið um 11,2 milljarða króna. „Félagið var í reynd strípað. Ég vil meina að þetta sé andstætt lögum," segir endurskoðandinn Gunnlaugur Kristinsson um málið. Alls fóru því um 30 milljarðar, nettó, út úr VÍS á árunum 2005 til 8 í formi uppskiptingar eigna og arðgreiðslna. „þetta er kannski lýsandi fyrir þá græðgishugsun sem átti sér stað á þeim árum og öll góð fyrirtæki sem einhverja stöðu höfðu voru skilin eftir með sviðna jörðu," segir Gunnlaugur. Í svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að Exista hafi sótt um þessa skiptingaráætlun í febrúar 2007. Aðgerðin hafi ekki gefið tilefni til athugasemda af hálfu FME. Efnahagsreikningur VÍS hafi dregist saman við þessa breytingu en félögin hefðu þó áfram uppfyllt kröfur um lágmarksgjaldþol. „Mér finnst skrýtið að þeir hafi lagt blessun sína yfir skiptingaferli sem skilur fyrirtækið eftir í 1,8 milljarð í mínus," segir hann. VÍS mótmælir þessum fullyrðingum harðlega og telur þær tilhæfulausar með öllu. Allar ákvarðanir hafi verið teknar í samráði við og/eða undir eftirliti FME og miðuðu að því að draga úr áhættu í fjárfestingum og rekstri VÍS. Sú ákvörðun að færa hlutabréf VÍS í Kaupþingi yfir til móðurfélagsins hafi reynst VÍS ákaflega heilladrúg og sé meginskýring þeirrar yfirburða fjárhagstöðu sem VÍS njóti í dag. „Það má kannski segja það, þarna losuðu þeir sig við áhættusama fjárfestingu og komu félaginu í var, en það var algjör heppni að mínu mati því hefði þetta gerst seinna er ég ekki viss um að þeir hefðu verið svona heppnir," segir Gunnlaugur að lokum. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Vátryggingarfélag Íslands var strípað af eigendum sínum segir löggiltur endurskoðandi. Eignir fyrir um þrjátíu milljarða króna voru teknar út úr félaginu á þriggja ára tímabili. Endurskoðandinn efast um lögmæti þess gjörnings og um starfshætti Fjármálaeftirlitsins sem lagði blessun sína yfir hann. Tryggingafélagið segir ekkert hæft í þessu. Vorið 2006 eignaðist Exista, félag í meirihluta eigu bræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssona, Vátryggingarfélag Íslands en fyrir átti það 20%. Eftir kaupin urðu bræðurnir stærstu eigendur VÍS. Kaupverðið var rúmlega 53 milljarðar króna sem var greitt með hlutabréfum í Existu. Í kringum innkomu Existu í félagið hófst atburðarrás sem virðist sýna markvissan flutning eigna úr félaginu í móðurfélagið. Á árunum 2005 og 6 var hafist handa við að skipta félaginu upp. Öll dóttur- og hlutdeildarfélög, t.a.m. Lýsing og Lífis voru sett í nýtt félag, Vís eignarhaldsfélag. Þetta auk arðgreiðslna varð til þess að eigið fé Vís lækkaði um 7,3 milljarða króna á þessum tveimur árum. Eignarhaldsfélagið var svo sameinað Existu í lok maí 2006. Skiptingingarferlið hélt áfram árið 2007 en þá voru fjárhæðirnar öllu hærri. Um mitt ár fóru 31 milljarður út úr VÍS og inn í eignarhaldsfélagið VÍS 3 sem var í eigu Existu í Hollandi. Samkvæmt upplýsingum frá Existu var um að ræða hlutabréf í Kaupþingi. Á sama ári og peningarnir streymdu inn í Vís 3 lánaði félagið ónefndum aðila rúmlega 30 milljarða. Engar upplýsingar eru í ársreikningi hver lánþeginn var en fullyrt er við fréttastofu að lánið hafi farið til Existu í Hollandi. Við þessa eignaskiptingu varð eigið fé Vátryggingarfélags Íslands neikvætt um 1,8 milljarða króna. Á hluthafafundi 2. Október er skiptingin endanlega samþykkt . Þá er lagt til að hlutafé Vís verði aukið um 11,2 milljarða króna. „Félagið var í reynd strípað. Ég vil meina að þetta sé andstætt lögum," segir endurskoðandinn Gunnlaugur Kristinsson um málið. Alls fóru því um 30 milljarðar, nettó, út úr VÍS á árunum 2005 til 8 í formi uppskiptingar eigna og arðgreiðslna. „þetta er kannski lýsandi fyrir þá græðgishugsun sem átti sér stað á þeim árum og öll góð fyrirtæki sem einhverja stöðu höfðu voru skilin eftir með sviðna jörðu," segir Gunnlaugur. Í svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að Exista hafi sótt um þessa skiptingaráætlun í febrúar 2007. Aðgerðin hafi ekki gefið tilefni til athugasemda af hálfu FME. Efnahagsreikningur VÍS hafi dregist saman við þessa breytingu en félögin hefðu þó áfram uppfyllt kröfur um lágmarksgjaldþol. „Mér finnst skrýtið að þeir hafi lagt blessun sína yfir skiptingaferli sem skilur fyrirtækið eftir í 1,8 milljarð í mínus," segir hann. VÍS mótmælir þessum fullyrðingum harðlega og telur þær tilhæfulausar með öllu. Allar ákvarðanir hafi verið teknar í samráði við og/eða undir eftirliti FME og miðuðu að því að draga úr áhættu í fjárfestingum og rekstri VÍS. Sú ákvörðun að færa hlutabréf VÍS í Kaupþingi yfir til móðurfélagsins hafi reynst VÍS ákaflega heilladrúg og sé meginskýring þeirrar yfirburða fjárhagstöðu sem VÍS njóti í dag. „Það má kannski segja það, þarna losuðu þeir sig við áhættusama fjárfestingu og komu félaginu í var, en það var algjör heppni að mínu mati því hefði þetta gerst seinna er ég ekki viss um að þeir hefðu verið svona heppnir," segir Gunnlaugur að lokum.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira