Frestur til að ákæra ráðherra rennur út í lok ársins Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. mars 2010 18:45 Frestur til að sækja ráðherra til saka vegna vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins rennur út í lok þessa árs. Á meðal þeirra sem fengu bréf frá rannsóknarnefnd Alþingis vegn meintrar vanrækslu í starfi eru fyrrverandi ráðherrar sem voru í embætti haustið 2008. Hafi ráðherra bakað almenningi tjón með vanrækslu í starfi skal hann dæmdur til refsingar samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð, en Alþingi þarf að samþykkja ályktun um málshöfðun gegn einstökum ráðherrum. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota og formaður Ákærendafélags Íslands, segir að lög um ráðherraábyrgð séu barn síns tíma en ekkkert sé því til fyrirstöðu að þeim verði beitt. Lögrétta, félag laganema við Háskólann í Reykjavík, stóð fyrir sérstakri málstofu um ráðherraábyrgð í dag, en Helgi Magnús var meðal framsögumanna á málstofunni. Þingmannanefnd sem Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, er í forsvari fyrir hefur það hlutverk að fjalla um niðurstöður skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Eftir að hún hefur tekið ákvörðun um ákæru með þingsályktunartillögu sem er bindandi um það sakarefni sem verður til meðferðar, ef það kemur nú allt til, kýs Alþingi saksóknara og fimm manna saksóknarnefnd sem verður honum til aðstoðar. Og þá kæmi til þess að málin yrði rannsökuð sem sakamál. Þá myndi ég telja eðlilegt að lögregla kæmi að því að aðstoða saksóknarann og þingið við að yfirheyra menn með réttarstöðu samkvæmt lögum um meðferð sakamála," segir Helgi Magnús. Og lögregla mun aðstoða saksóknara Alþingis við rannsókn þessara brota sem þýðir þá að ráðherrar verða yfirheyrðir af lögreglunni? „Ég tel að það hljóti að koma til." Það er Landsdómur sem fer með og dæmir í málum gegn ráðherrum, en Landsdómur hefur aldrei verið kallaður saman. Samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð fyrnast brot ráðherra á þremur árum. Hvað hefur þingmannanefndin sem á að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis langan tíma til að mæla með málshöfðun? „Skipun Alþingis á sérstakri rannsóknarnefnd [...] hún í rauninni rýfur fyrningarfrestinn. Hann miðast við þrjú ár og ábyrgðin ætti að öllu jöfnu að ná til ársbyrjunar 2007. Nefndin hefur því ár til að komast að niðurstöðu um hvort saksókn fari fram eða ekki og ætti því að hafa þetta ár til þess eins og ég skil lögin," segir Helgi Magnús. Út þett ár semsagt? „Já." Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Frestur til að sækja ráðherra til saka vegna vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins rennur út í lok þessa árs. Á meðal þeirra sem fengu bréf frá rannsóknarnefnd Alþingis vegn meintrar vanrækslu í starfi eru fyrrverandi ráðherrar sem voru í embætti haustið 2008. Hafi ráðherra bakað almenningi tjón með vanrækslu í starfi skal hann dæmdur til refsingar samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð, en Alþingi þarf að samþykkja ályktun um málshöfðun gegn einstökum ráðherrum. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota og formaður Ákærendafélags Íslands, segir að lög um ráðherraábyrgð séu barn síns tíma en ekkkert sé því til fyrirstöðu að þeim verði beitt. Lögrétta, félag laganema við Háskólann í Reykjavík, stóð fyrir sérstakri málstofu um ráðherraábyrgð í dag, en Helgi Magnús var meðal framsögumanna á málstofunni. Þingmannanefnd sem Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, er í forsvari fyrir hefur það hlutverk að fjalla um niðurstöður skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Eftir að hún hefur tekið ákvörðun um ákæru með þingsályktunartillögu sem er bindandi um það sakarefni sem verður til meðferðar, ef það kemur nú allt til, kýs Alþingi saksóknara og fimm manna saksóknarnefnd sem verður honum til aðstoðar. Og þá kæmi til þess að málin yrði rannsökuð sem sakamál. Þá myndi ég telja eðlilegt að lögregla kæmi að því að aðstoða saksóknarann og þingið við að yfirheyra menn með réttarstöðu samkvæmt lögum um meðferð sakamála," segir Helgi Magnús. Og lögregla mun aðstoða saksóknara Alþingis við rannsókn þessara brota sem þýðir þá að ráðherrar verða yfirheyrðir af lögreglunni? „Ég tel að það hljóti að koma til." Það er Landsdómur sem fer með og dæmir í málum gegn ráðherrum, en Landsdómur hefur aldrei verið kallaður saman. Samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð fyrnast brot ráðherra á þremur árum. Hvað hefur þingmannanefndin sem á að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis langan tíma til að mæla með málshöfðun? „Skipun Alþingis á sérstakri rannsóknarnefnd [...] hún í rauninni rýfur fyrningarfrestinn. Hann miðast við þrjú ár og ábyrgðin ætti að öllu jöfnu að ná til ársbyrjunar 2007. Nefndin hefur því ár til að komast að niðurstöðu um hvort saksókn fari fram eða ekki og ætti því að hafa þetta ár til þess eins og ég skil lögin," segir Helgi Magnús. Út þett ár semsagt? „Já."
Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira