
Þingmannanefnd sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur saman núna klukkan tíu þar sem tilnefningarnar verða ræddar. Alþingi mun svo kjósa saksóknara. Til stendur að sami háttur verði hafður á við kjörið og þegar að Umboðsmaður Alþingis verður kosinn.
Sigríður Friðjónsdóttir er vararíkissaksóknari en Helgi Magnús Gunnarsson er saksóknari hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra.