Eitt samfélag fyrir alla 14. maí 2010 09:32 Við Íslendingar höfum mátt búa við grófar blekkingar og mikið ranglæti undanfarin ár. Fjármálajöfrar notuðu tálmyndir til að fá aðgang að lífeyrissjóðum, tryggingarsjóðum og innistæðureikningum almennings, hér heima og erlendis. Þeim var leyft að sölsa nánast allt undir sig; banka, fjölmiðla, matvöruverslanir, upplýsinga- og tæknifyrirtæki og heilu hverfin í borginni. Þeir hikuðu ekki við að veðsetja traust og gömul fyrirtæki nánast út úr heiminum. Stofnanir, sem áttu að gæta hagsmuna okkar almennra borgara í landinu, brugðust: Seðlabanki, fjármálaeftirlit, ráðuneyti, Alþingi, ríkisstjórnir. Skýringarinnar er fyrst og fremst að leita í ábyrgðarlausri efnahagsstjórn, sem skreytti sig nafni frjálshyggjunnar, og gamalgróinni pólitískri menningu hér á landi. Stjórnmálaflokkar á atkvæðaveiðum yfirspiluðu hver annan með skrumi. Kosningaloforð um skattalækkanir og 90% íbúðarlán á tímum hættulegrar þenslu vorið 2003, virkuðu eins og olíu væri hellt á bál. Við þessu var varað en allar gagnrýnisraddir voru kveðnar í kútinn af dæmalausum hroka og talsverðu magni af smjörklípum. Allt er þetta tekið fyrir í Rannsóknarskýrslu Alþingis og fær falleinkunn; stjórnsýslan, pólitíski kúltúrinn og efnahagsstjórnin.Ójöfnuður Ekki nóg með það. Frá árinu 1995 og fram að efnahagshruni virðist ójöfnuður á Íslandi hafa vaxið meir en í nokkru öðru vestrænu landi. Virtir íslenskir fræðimenn, prófessorarnir Stefán Ólafsson og Þorvaldur Gylfason, bentu á það í greinum og skýrslum ár eftir ár. Í rannsókn Arnaldar Sölva Kristjánssonar og Stefáns Ólafssonar frá síðasta ári um þróun tekjuskiptingar á Íslandi, er því lýst hvernig búið var til velferðarkerfi hátekjufólks hér á landi með niðurfellingu hátekjuskatts og róttækri lækkun fjármagnstekjuskatts niður í 13%. Niðurstaðan varð meðal annars sú að ríkustu 10 prósent fjölskyldna juku hlut sinn af heildartekjum fjölskyldna úr 22 prósentum árið 1993 í 40 prósent árið 2007. Tekjuhlutdeild 90 prósenta fjölskyldna minnkaði á þessum tíma úr 78 í rúm 60 prósent. Auk þess, segir í greininni, rýrðu stjórnvöld barna- og vaxtabætur til ungra fjölskyldna á árunum 1995 til 2006.Hjálmar SveinssonVið erum jafnaðarmenn. Okkur blöskrar hvernig ójöfnuðurinn hefur verið aukinn kerfisbundið ár eftir ár. Við tókum það skref, sem hvorugur okkar hafði nokkru sinni ætlað sér, að ganga til liðs við stjórnmálaflokk. Samfylkingin hefur gert mörg mistök undanfarin ár og á stundum virkað tækifærissinnuð. Flokksforustan sá ekki í gegnum tálmyndir, hlustaði ekki á viðvaranir og gagnrýni en gekk til liðs við spilltan valdaflokk í ríkisstjórnarsamstarfi vorið 2007. Við erum engu að síður sannfærðir um að hin klassíska jafnaðarstefna, sem er grunnstefið í stefnuskrá Samfylkingarinnar, er eina færa leiðin fyrir okkur Íslendinga að vinna okkur út úr vandanum. Skorinorðasta tjáning jafnaðarstefnunnar er kjörorð frönsku stjórnarbyltingarinnar. Að okkar mati er enginn annar vegur fær til að skapa hið nýja Ísland, sem svo margir þrá, en vegurinn sem er varðaður frelsi, jafnrétti og bræðralagi.Vanmáttur Bankahrun má bæta og hagvöxtur gengur í bylgjum en vöxtur þjóðar er flókið og viðkvæmt ferli. Þjóðfélag þiggur ekki líf af eigum sínum jafnvel þótt það sé auðugt. Rætur þess standa dýpra í veruleikanum. Íslandshrunið er ekki fyrst og síðast fjárhagslegt heldur stöndum við nú frammi fyrir siðferðislegu og félagslegu tapi sem m.a. birtist í því að stór hópur fólks í landi okkar er í þann mund að festa þá tilfinningu í vitund sinni að samfélagið sé andsnúið þeim. Þar horfum við ekki síst á þau nokkur þúsund ungmenni í borginni, og á landinu öllu, sem hvorki hafa fundið sig í skóla né fengið atvinnu við hæfi. Þetta er unga fólkið sem sér enga sérstaka ástæðu til annars en að sofa á daginn og vaka á nóttunni vegna þess að samfélagið sem það tilheyrir reiknar ekki með kröftum þess á nokkurn hátt. Vikurnar líða og mánuðirnir og niðurstaðan í lífi þessa fjölmenna hóps er vanmáttur, lærður vanmáttur sem virka mun eins og tæring á þjóðarlíkamann ef ekki verður komið til móts við hann. Þó er þar ljós í myrkri þegar litið er til þess átaks sem Vinnumálastofnun hefur staðið að gagnvart þessum hópi og sannað með einstökum árangri að böl má bæta. Annar hópur fólks nokkru ofar í aldri stendur jafnframt illa, en það er allt duglega unga fólkið sem fyrir fimmtán til tíu árum valdi sér námsbrautir í skólum, lauk prófum, stofnaði fjölskyldu, eignaðist börn og tók lán fyrir húsnæði sem síðan stökkbreyttust og urðu að skuldagildrum. Þetta er kynslóðin sem trúði á hið nýja og ríka Ísland af því að þeim var kennt að gera það allt frá unglingsárum. Þetta er sú kynslóð Íslendinga sem verst hefur verið svikin. Á þetta fólk að vilja byggja upp samfélag sem heldur þeim í heljargreipum skulda? Hversu reiður er þessi hópur? Og hvar mun reiðin lenda þegar hún hefur alið afkvæmi sín? Við bendum á þessa tvo hópa, unga óvirka fólkið og reiðu kynslóðina með börnin og skuldaklafana.Jöfnuður skapar stöðugleika Við lofum hvorki styttum né skattalækkunum. Við lofum engu nema því að leggja okkur alla fram við að skapa hér réttlátara samfélag. Við höfnum ójöfnuði. Ójöfnuður leiðir til sundrungar en jöfnuður skapar stöðugleika. Við viljum tryggja öllum tækifæri. Við viljum eitt samfélag fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum mátt búa við grófar blekkingar og mikið ranglæti undanfarin ár. Fjármálajöfrar notuðu tálmyndir til að fá aðgang að lífeyrissjóðum, tryggingarsjóðum og innistæðureikningum almennings, hér heima og erlendis. Þeim var leyft að sölsa nánast allt undir sig; banka, fjölmiðla, matvöruverslanir, upplýsinga- og tæknifyrirtæki og heilu hverfin í borginni. Þeir hikuðu ekki við að veðsetja traust og gömul fyrirtæki nánast út úr heiminum. Stofnanir, sem áttu að gæta hagsmuna okkar almennra borgara í landinu, brugðust: Seðlabanki, fjármálaeftirlit, ráðuneyti, Alþingi, ríkisstjórnir. Skýringarinnar er fyrst og fremst að leita í ábyrgðarlausri efnahagsstjórn, sem skreytti sig nafni frjálshyggjunnar, og gamalgróinni pólitískri menningu hér á landi. Stjórnmálaflokkar á atkvæðaveiðum yfirspiluðu hver annan með skrumi. Kosningaloforð um skattalækkanir og 90% íbúðarlán á tímum hættulegrar þenslu vorið 2003, virkuðu eins og olíu væri hellt á bál. Við þessu var varað en allar gagnrýnisraddir voru kveðnar í kútinn af dæmalausum hroka og talsverðu magni af smjörklípum. Allt er þetta tekið fyrir í Rannsóknarskýrslu Alþingis og fær falleinkunn; stjórnsýslan, pólitíski kúltúrinn og efnahagsstjórnin.Ójöfnuður Ekki nóg með það. Frá árinu 1995 og fram að efnahagshruni virðist ójöfnuður á Íslandi hafa vaxið meir en í nokkru öðru vestrænu landi. Virtir íslenskir fræðimenn, prófessorarnir Stefán Ólafsson og Þorvaldur Gylfason, bentu á það í greinum og skýrslum ár eftir ár. Í rannsókn Arnaldar Sölva Kristjánssonar og Stefáns Ólafssonar frá síðasta ári um þróun tekjuskiptingar á Íslandi, er því lýst hvernig búið var til velferðarkerfi hátekjufólks hér á landi með niðurfellingu hátekjuskatts og róttækri lækkun fjármagnstekjuskatts niður í 13%. Niðurstaðan varð meðal annars sú að ríkustu 10 prósent fjölskyldna juku hlut sinn af heildartekjum fjölskyldna úr 22 prósentum árið 1993 í 40 prósent árið 2007. Tekjuhlutdeild 90 prósenta fjölskyldna minnkaði á þessum tíma úr 78 í rúm 60 prósent. Auk þess, segir í greininni, rýrðu stjórnvöld barna- og vaxtabætur til ungra fjölskyldna á árunum 1995 til 2006.Hjálmar SveinssonVið erum jafnaðarmenn. Okkur blöskrar hvernig ójöfnuðurinn hefur verið aukinn kerfisbundið ár eftir ár. Við tókum það skref, sem hvorugur okkar hafði nokkru sinni ætlað sér, að ganga til liðs við stjórnmálaflokk. Samfylkingin hefur gert mörg mistök undanfarin ár og á stundum virkað tækifærissinnuð. Flokksforustan sá ekki í gegnum tálmyndir, hlustaði ekki á viðvaranir og gagnrýni en gekk til liðs við spilltan valdaflokk í ríkisstjórnarsamstarfi vorið 2007. Við erum engu að síður sannfærðir um að hin klassíska jafnaðarstefna, sem er grunnstefið í stefnuskrá Samfylkingarinnar, er eina færa leiðin fyrir okkur Íslendinga að vinna okkur út úr vandanum. Skorinorðasta tjáning jafnaðarstefnunnar er kjörorð frönsku stjórnarbyltingarinnar. Að okkar mati er enginn annar vegur fær til að skapa hið nýja Ísland, sem svo margir þrá, en vegurinn sem er varðaður frelsi, jafnrétti og bræðralagi.Vanmáttur Bankahrun má bæta og hagvöxtur gengur í bylgjum en vöxtur þjóðar er flókið og viðkvæmt ferli. Þjóðfélag þiggur ekki líf af eigum sínum jafnvel þótt það sé auðugt. Rætur þess standa dýpra í veruleikanum. Íslandshrunið er ekki fyrst og síðast fjárhagslegt heldur stöndum við nú frammi fyrir siðferðislegu og félagslegu tapi sem m.a. birtist í því að stór hópur fólks í landi okkar er í þann mund að festa þá tilfinningu í vitund sinni að samfélagið sé andsnúið þeim. Þar horfum við ekki síst á þau nokkur þúsund ungmenni í borginni, og á landinu öllu, sem hvorki hafa fundið sig í skóla né fengið atvinnu við hæfi. Þetta er unga fólkið sem sér enga sérstaka ástæðu til annars en að sofa á daginn og vaka á nóttunni vegna þess að samfélagið sem það tilheyrir reiknar ekki með kröftum þess á nokkurn hátt. Vikurnar líða og mánuðirnir og niðurstaðan í lífi þessa fjölmenna hóps er vanmáttur, lærður vanmáttur sem virka mun eins og tæring á þjóðarlíkamann ef ekki verður komið til móts við hann. Þó er þar ljós í myrkri þegar litið er til þess átaks sem Vinnumálastofnun hefur staðið að gagnvart þessum hópi og sannað með einstökum árangri að böl má bæta. Annar hópur fólks nokkru ofar í aldri stendur jafnframt illa, en það er allt duglega unga fólkið sem fyrir fimmtán til tíu árum valdi sér námsbrautir í skólum, lauk prófum, stofnaði fjölskyldu, eignaðist börn og tók lán fyrir húsnæði sem síðan stökkbreyttust og urðu að skuldagildrum. Þetta er kynslóðin sem trúði á hið nýja og ríka Ísland af því að þeim var kennt að gera það allt frá unglingsárum. Þetta er sú kynslóð Íslendinga sem verst hefur verið svikin. Á þetta fólk að vilja byggja upp samfélag sem heldur þeim í heljargreipum skulda? Hversu reiður er þessi hópur? Og hvar mun reiðin lenda þegar hún hefur alið afkvæmi sín? Við bendum á þessa tvo hópa, unga óvirka fólkið og reiðu kynslóðina með börnin og skuldaklafana.Jöfnuður skapar stöðugleika Við lofum hvorki styttum né skattalækkunum. Við lofum engu nema því að leggja okkur alla fram við að skapa hér réttlátara samfélag. Við höfnum ójöfnuði. Ójöfnuður leiðir til sundrungar en jöfnuður skapar stöðugleika. Við viljum tryggja öllum tækifæri. Við viljum eitt samfélag fyrir alla.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun