Endurskoða ætti lögin 27. janúar 2010 04:30 Erindið kallaði Guðni: „Þeir fólar sem frelsi vort svíkja“ og fjallaði um lög, ásakanir og dóma um landráð á Íslandi.fréttablaðið/stefán Nota ætti hugtakið landráð varlega í samhengi við aðdraganda og hrun íslenska efnahagskerfisins, er mat sagnfræðingsins Guðna Th. Jóhannessonar, lektors við laga- og viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Í erindi sem hann flutti í vikunni á vegum lagadeildarinnar sagði hann lítið hægt að græða á sögunni í þeirri viðleitni að meta hvort landráð hafi verið framin á allra síðustu árum. Strax eftir efnahagshrunið á Íslandi haustið 2008 heyrðust þær ásakanir að landráð hefðu verið framin í aðdraganda þess; að bankamenn, stjórnmálamenn og embættismenn hefðu gerst sekir um glæpi eða gáleysi sem jafngiltu landráðum. Vegna þessa skrifaði Guðni grein í tímaritið Sögu. Í erindinu var saga landráða á Íslandi rakin í stuttu máli og mat lagt á landráðatal síðustu mánaða. „Í athugasemd við frumvarpið segir að efnahagslegt tjón væri ekki landráð í eiginlegri merkingu, en hefði engu að síður þótt heppilegt að hafa þetta ákvæði innan landráðakaflans. Þegar þeir sem voru að semja kaflann um landráð voru að vinna sína vinnu fannst þeim sem sagt á grensunni að efnahagslegt tjón ætti við. Þeir voru að hugsa um stríð, svik, njósnir, byltingu og þess háttar. Þeir höfðu ekki ímyndunarafl til þess að sjá fram á hrun íslensks efnahagslífs sextíu árum síðar,“ sagði Guðni um landráðakafla almennra hegningarlaga. Hann er þeirrar skoðunar að ástæða sé til að endurskoða landráðakaflann frekar en að „reyna að teygja það sem gerðist hér á landi á allra síðustu árum yfir á eitthvað sem var samið fyrir sextíu árum.“ Tekist er á við stórar spurningar vegna þeirra atburða sem hér hafa gerst. Landráð eru ekki endilega það sama í hugskoti þjóðarinnar og hvernig landráð eru skilgreind í lögum. Sagan geymir svo þriðju útgáfuna. Ef landráðahugtakið er tengt hruninu þarf að fá svör við því sem hér gerðist í raun, og þess vegna er skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og niðurstöðum úr rannsókn sérstaks saksóknara beðið af eins mikilli óþreyju og raun ber vitni. Sagði Guðni að ef sagan kennir okkur eitthvað þá fáist ekki svör við þessum stóru spurningum fyrr en að nokkrum tíma liðnum. Guðni sagði jafnframt að samkvæmt lögum og í almennum skilningi væri um svívirðilegan glæp að ræða. Þess vegna væri eðlilegt að spyrja sig hvort það væri í lagi að slá því fram að einhver sé landráðamaður, eins og reyndar hefur verið gert. Guðni sagði að glæpir hefðu án efa verið framdir í aðdraganda hrunsins og margir hefðu hagað sér með óábyrgum hætti. „En mér finnst að við eigum að halda hugtakinu landráðum utan við það,” sagði hann. Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við lagadeild HR, sagði við lok fundarins að ástæða væri til að beina þeim tilmælum til sagnfræðinga, lögfræðinga jafnt sem tungumálafólks að fylgja fjölmörgum álitamálum eftir sem tengjast lögum um landráð og orðanotkun. svavar@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Nota ætti hugtakið landráð varlega í samhengi við aðdraganda og hrun íslenska efnahagskerfisins, er mat sagnfræðingsins Guðna Th. Jóhannessonar, lektors við laga- og viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Í erindi sem hann flutti í vikunni á vegum lagadeildarinnar sagði hann lítið hægt að græða á sögunni í þeirri viðleitni að meta hvort landráð hafi verið framin á allra síðustu árum. Strax eftir efnahagshrunið á Íslandi haustið 2008 heyrðust þær ásakanir að landráð hefðu verið framin í aðdraganda þess; að bankamenn, stjórnmálamenn og embættismenn hefðu gerst sekir um glæpi eða gáleysi sem jafngiltu landráðum. Vegna þessa skrifaði Guðni grein í tímaritið Sögu. Í erindinu var saga landráða á Íslandi rakin í stuttu máli og mat lagt á landráðatal síðustu mánaða. „Í athugasemd við frumvarpið segir að efnahagslegt tjón væri ekki landráð í eiginlegri merkingu, en hefði engu að síður þótt heppilegt að hafa þetta ákvæði innan landráðakaflans. Þegar þeir sem voru að semja kaflann um landráð voru að vinna sína vinnu fannst þeim sem sagt á grensunni að efnahagslegt tjón ætti við. Þeir voru að hugsa um stríð, svik, njósnir, byltingu og þess háttar. Þeir höfðu ekki ímyndunarafl til þess að sjá fram á hrun íslensks efnahagslífs sextíu árum síðar,“ sagði Guðni um landráðakafla almennra hegningarlaga. Hann er þeirrar skoðunar að ástæða sé til að endurskoða landráðakaflann frekar en að „reyna að teygja það sem gerðist hér á landi á allra síðustu árum yfir á eitthvað sem var samið fyrir sextíu árum.“ Tekist er á við stórar spurningar vegna þeirra atburða sem hér hafa gerst. Landráð eru ekki endilega það sama í hugskoti þjóðarinnar og hvernig landráð eru skilgreind í lögum. Sagan geymir svo þriðju útgáfuna. Ef landráðahugtakið er tengt hruninu þarf að fá svör við því sem hér gerðist í raun, og þess vegna er skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og niðurstöðum úr rannsókn sérstaks saksóknara beðið af eins mikilli óþreyju og raun ber vitni. Sagði Guðni að ef sagan kennir okkur eitthvað þá fáist ekki svör við þessum stóru spurningum fyrr en að nokkrum tíma liðnum. Guðni sagði jafnframt að samkvæmt lögum og í almennum skilningi væri um svívirðilegan glæp að ræða. Þess vegna væri eðlilegt að spyrja sig hvort það væri í lagi að slá því fram að einhver sé landráðamaður, eins og reyndar hefur verið gert. Guðni sagði að glæpir hefðu án efa verið framdir í aðdraganda hrunsins og margir hefðu hagað sér með óábyrgum hætti. „En mér finnst að við eigum að halda hugtakinu landráðum utan við það,” sagði hann. Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við lagadeild HR, sagði við lok fundarins að ástæða væri til að beina þeim tilmælum til sagnfræðinga, lögfræðinga jafnt sem tungumálafólks að fylgja fjölmörgum álitamálum eftir sem tengjast lögum um landráð og orðanotkun. svavar@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira