Handbolti

U18 leikur um ellefta sætið á HM

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Guðmundur Hólmar Helgason.
Guðmundur Hólmar Helgason. Heimasíða Akureyrar
U-18 ára landslið karla tapaði í gær fyrir Póllandi 36-32 í krossspili um sæti 9-12 á lokakeppni EM. Staðan í hálfleik var 16-15 fyrir Íslandi.

Jafnt var á með liðunum megnið af fyrri hálfleiknum en þegar um tíu mínútur voru eftir af hálfleiknum þá kom góður kafli hjá íslenska liðnu og náði liðið að skora síðasta mark hálfleiksins.

Í þeim síðari skiptust liðin á að hafa forystu en þegar um tíu mínútur voru eftir að snérust lukkudísirnar með pólska liðinu og náðu þeir því að síga fram úr á lokasprettinum, að því er segir af vefsíðu HSÍ.

Íslenska liðið leikur því um ellefta sætið en þar mætir liðið Tékkum kl 15:30 að íslenskum tíma á morgun.

Mörk Íslands:

Guðmundur Helgason 9, Geir Guðmundsson 7, Sveinn Sveinsson 6, Ísak Rafnsson 4, Arnar Birkir Hálfdánarson 2, Pétur Júníusson 2, Leó Pétursson 1 og Víglundur Þórsson 1.

Brynjar Darri Baldursson stóð vaktina í markinu og varði 17 skot.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×