Schumacher: Frábært að vinna í fjórða sinn 28. nóvember 2010 10:08 Michael Schumacher vann keppni þjóða í gær með Sebastian Vettel í kappakstursmóti meistaranna. Hann keppir sem einstaklingur í dag. Mynd: Getty Images Michael Schumacher og Sebastian Vettel aka fyrir framan landa sína í Dusseldorf í Þýskalandi í dag að nýju í kappakstursmóti ökumanna, en keppa sem einstaklingar, ekki þjóð eins og í gær. Schumacher og Vettel tryggðu Þýsklandi fjórða þjóðarbikarinn á fjórum árum. Mótið í dag er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst hún kl. 11.45. Keppa 16 ökumenn, fyrst í riðalkeppni og síðan í útsláttarkeppni á malbikaðri braut, sem er að hluta til samhliða. "Að vinna í fjórða skipti og það í Þýskalandi var frábært, ekki síst í ljósi þess að við lá að við féllum úr leik í undnariðlinum. Áhorfendur studdu okkur vel og hvöttu okkur alla leið", sagði Schumacher, sem tryggði bikarinn með því að leggja Andy Pirlaux í hreinni úrslitaumferð eftir að staðan var jöfn. Hann gantaðist með það í beinni útsendingu að enn hefði Þýskaland unnið England og enskir ökumenn geta svarað fyrir sig í dag. "Það eru forréttindi að fá að keppa gegn Michael Schumacher og við vorum lagðir af tveimur góðum ökumönnum", sagði Pirlaux. "Ég átti góða spretti, sérstaklega á móti Sebastian Vettel, núverandi Formúlu 1 meistara, sem er ekki slæm frammistaða hjá gömlum kappaksturskappa úr sportbílakappakstri (World Touring Cars). Þetta er í þriðja árið í röð sem ég hef tapað fyrir Þýskalandi í úrslitum. Fyrst gerðist það á Wembley og svo í Bejing. Ég vildi ná þessu núna, en það er frábært að vera hér og við gerðum góða hluti", sagði Pirlaux. Jason Plato ók með Pirlaux fyrir hönd Breta í gær. Sebastian Vettel mun aka Formúlu 1 bíl sínum í sýningaratriði á mótssvæðinu í dag. "Það varð allt vitlaust þegar ég keyrði út á brautina og þetta var skemmtilegt kvöld fyrir alla, líka Michael og mig að finna þennan stuðning. En ég var heppinn að Michael var með mér í liði og skemmttileg reynsla að vinna á heimavelli", sagði Vettel. Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Michael Schumacher og Sebastian Vettel aka fyrir framan landa sína í Dusseldorf í Þýskalandi í dag að nýju í kappakstursmóti ökumanna, en keppa sem einstaklingar, ekki þjóð eins og í gær. Schumacher og Vettel tryggðu Þýsklandi fjórða þjóðarbikarinn á fjórum árum. Mótið í dag er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst hún kl. 11.45. Keppa 16 ökumenn, fyrst í riðalkeppni og síðan í útsláttarkeppni á malbikaðri braut, sem er að hluta til samhliða. "Að vinna í fjórða skipti og það í Þýskalandi var frábært, ekki síst í ljósi þess að við lá að við féllum úr leik í undnariðlinum. Áhorfendur studdu okkur vel og hvöttu okkur alla leið", sagði Schumacher, sem tryggði bikarinn með því að leggja Andy Pirlaux í hreinni úrslitaumferð eftir að staðan var jöfn. Hann gantaðist með það í beinni útsendingu að enn hefði Þýskaland unnið England og enskir ökumenn geta svarað fyrir sig í dag. "Það eru forréttindi að fá að keppa gegn Michael Schumacher og við vorum lagðir af tveimur góðum ökumönnum", sagði Pirlaux. "Ég átti góða spretti, sérstaklega á móti Sebastian Vettel, núverandi Formúlu 1 meistara, sem er ekki slæm frammistaða hjá gömlum kappaksturskappa úr sportbílakappakstri (World Touring Cars). Þetta er í þriðja árið í röð sem ég hef tapað fyrir Þýskalandi í úrslitum. Fyrst gerðist það á Wembley og svo í Bejing. Ég vildi ná þessu núna, en það er frábært að vera hér og við gerðum góða hluti", sagði Pirlaux. Jason Plato ók með Pirlaux fyrir hönd Breta í gær. Sebastian Vettel mun aka Formúlu 1 bíl sínum í sýningaratriði á mótssvæðinu í dag. "Það varð allt vitlaust þegar ég keyrði út á brautina og þetta var skemmtilegt kvöld fyrir alla, líka Michael og mig að finna þennan stuðning. En ég var heppinn að Michael var með mér í liði og skemmttileg reynsla að vinna á heimavelli", sagði Vettel.
Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira