Við hittum Emilíu Tómasdóttur, eiganda hárgreiðslustofunnar Emóra í Árbænum, en hún sér til þess að hárið á Heru Björk sé í góðu standi öllum stundum í Osló.
Ekki nóg með að Emilía greiði Heru heldur er hún nauðalík henni.

Margir hafa ruglast á þeim stöllum enda eru þær ekkert ósvipaðar í útliti.
„Ég hef verið að gefa eiginhandaráritanir og svona. Mjög skemmtilegt," svarar Emilía spurð út í ruglinginn.
Skoða má myndir af Heru og Emilíu í myndasafni sem teknar voru í dag á hótelinu sem íslenski Eurovisionhópurinn dvelur á.