Skoski landsliðsmaðurinn Kenny Miller hjá Glasgow Rangers er orðaður við ítalska stórveldið AC Milan. Miller er þrítugur sóknarmaður og hefur verið funheitur á yfirstandandi tímabili.
Talið er að Miller gæti farið til Milan í janúar en ítalska félagið er í leit að manni til að fylla skarðið sem Filippo Inzaghi skyldi eftir sig þegar hann fór á meiðslalistann.
Miller hefur einnig leikið fyrir Hibernian, Stenhousemuir, Wolves, Celtic og Derby County.