Ítalska úrvalsdeildarfélagið Inter hefur staðfest að Makedóníumaðurinn Goran Pandev hafi skrifað undir fjögurra ára samning við félagið. Pandev var áður á mála hjá Lazio.
Eftir að Lazio hafnaði boði upp á nítján milljónir evra í Pandev í sumar fór hann fram á að samningi hans við félagið yrði rift og vann hann málið í gerðardómi. Hann hefur því ekkert spilað með Lazio í haust en lék alls 159 leiki með félaginu á ferlinum og skoraði í þeim 48 mörk.
Pandev var á mála hjá Inter frá 2002 til 2004 en hann stóðst læknisskoðun hjá félaginu í morgun.