Umfjöllun: Stjörnustúlkur börðust vel í jafnteflisleik Kristinn Páll Teitsson skrifar 1. júní 2010 23:11 Mynd/Anton Valur og Stjarnan gerðu í kvöld 1-1 jafntefli í spennandi leik á Vodafone-vellinum. Bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn undir lokin en þurftu að sætta sig við skiptan hlut. Fyrir leikinn voru Valskonur með fullt hús stiga, tvö mörk fengin á sig og nítján skoruð. Stjörnustúlkur voru hinsvegar með sex stig í fimmta sæti en þær byrjuðu mótið vel með tveimur sigrum gegn Aftureldingu og Stjörnuni en því fylgdi tapleikir gegn Breiðabliki og Haukum. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað og litu fá marktækifæri dagsins ljós. Þær fáu marktilraunir sem komu hittu oftast ekki á markið. Valsstúlkur fengu þó hættulegasta færi fyrri hálfleiks eftir hornspyrnu. Sandra Sigurðardóttir, markvörður Stjörnunnar, missti boltann frá sér en Kristrún Kristjánsdóttir náði að bjarga á marklínu frá Katrínu Jónsdóttur. Síðari hálfleikur átti þó eftir að reynast mun líflegri. Rakel Logadóttir fékk dauðafæri um miðbik hálfleiksins en Sandra varði vel frá henni í markinu. Rakel náði frákastinu en brenndi af. Aðeins tveimur m´niútum síðar kom fyrsta mark leiksins. Þá var það varamaðurinn Inga Birna Friðjónsdóttir sem lék vel á varnarmenn Valsara og skoraði með góðu skoti í fjærhornið. Hún fékk annað tækifæri skömmu síðar en þá varði María Björg Ágústsdóttir vel í marki Valsmanna. Jöfnunarmark Valsara kom svo undir lokin leiksins. Dagný Brynjarsdóttir skoraði það með skalla eftir góða sendingu Hallberu Gísladóttur frá vinstri kantinum. Næstu mínútur reyndust svo afar spennandi. Fyrst skallaði Málfríður Sigurðadóttir í slána og Sandra Sigurðadóttir í marki Stjörnunar gerði vel með að koma boltanum frá. Strax í næstu sókn lék Inga Birna afar vel á Maríu í marki Vals aftur hafnaði boltinn í slánni. Fljótlega eftir þetta flautaði Vilhjálmur Alvar Þórarinsson leikinn af. Bæði lið geta verið sátt með stigið en vonsvikin að ná ekki að hafa ekki landað sigrinum. Stjörnustúlkur sýndu góðan karakter á heimavelli Íslandsmeistarana eftir tvo tapleiki í röð og spiluðu vel. Valsstúlkur sýndu að þær gefast ekki upp fyrr en leikurinn er flautaður af.Valur - Stjarnan 1-1 0-1 Inga Birna Friðjónsdóttir (70.) 1-1 Dagný Brynjarsdóttir (89.) Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson 6Skot (á mark): 12-11 (6-3)Varin skot: María Björg 2 - Sandra 4Horn: 6-3Aukaspyrnur fengnar: 8-9Rangstöður: 3-2 Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Valur og Stjarnan gerðu í kvöld 1-1 jafntefli í spennandi leik á Vodafone-vellinum. Bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn undir lokin en þurftu að sætta sig við skiptan hlut. Fyrir leikinn voru Valskonur með fullt hús stiga, tvö mörk fengin á sig og nítján skoruð. Stjörnustúlkur voru hinsvegar með sex stig í fimmta sæti en þær byrjuðu mótið vel með tveimur sigrum gegn Aftureldingu og Stjörnuni en því fylgdi tapleikir gegn Breiðabliki og Haukum. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað og litu fá marktækifæri dagsins ljós. Þær fáu marktilraunir sem komu hittu oftast ekki á markið. Valsstúlkur fengu þó hættulegasta færi fyrri hálfleiks eftir hornspyrnu. Sandra Sigurðardóttir, markvörður Stjörnunnar, missti boltann frá sér en Kristrún Kristjánsdóttir náði að bjarga á marklínu frá Katrínu Jónsdóttur. Síðari hálfleikur átti þó eftir að reynast mun líflegri. Rakel Logadóttir fékk dauðafæri um miðbik hálfleiksins en Sandra varði vel frá henni í markinu. Rakel náði frákastinu en brenndi af. Aðeins tveimur m´niútum síðar kom fyrsta mark leiksins. Þá var það varamaðurinn Inga Birna Friðjónsdóttir sem lék vel á varnarmenn Valsara og skoraði með góðu skoti í fjærhornið. Hún fékk annað tækifæri skömmu síðar en þá varði María Björg Ágústsdóttir vel í marki Valsmanna. Jöfnunarmark Valsara kom svo undir lokin leiksins. Dagný Brynjarsdóttir skoraði það með skalla eftir góða sendingu Hallberu Gísladóttur frá vinstri kantinum. Næstu mínútur reyndust svo afar spennandi. Fyrst skallaði Málfríður Sigurðadóttir í slána og Sandra Sigurðadóttir í marki Stjörnunar gerði vel með að koma boltanum frá. Strax í næstu sókn lék Inga Birna afar vel á Maríu í marki Vals aftur hafnaði boltinn í slánni. Fljótlega eftir þetta flautaði Vilhjálmur Alvar Þórarinsson leikinn af. Bæði lið geta verið sátt með stigið en vonsvikin að ná ekki að hafa ekki landað sigrinum. Stjörnustúlkur sýndu góðan karakter á heimavelli Íslandsmeistarana eftir tvo tapleiki í röð og spiluðu vel. Valsstúlkur sýndu að þær gefast ekki upp fyrr en leikurinn er flautaður af.Valur - Stjarnan 1-1 0-1 Inga Birna Friðjónsdóttir (70.) 1-1 Dagný Brynjarsdóttir (89.) Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson 6Skot (á mark): 12-11 (6-3)Varin skot: María Björg 2 - Sandra 4Horn: 6-3Aukaspyrnur fengnar: 8-9Rangstöður: 3-2
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira