Hamilton trúir á titilmöguleika sína 26. október 2010 15:10 Lewis Hamilton á verðlaunapallinum í Suður Kóreu ásamt Chris Dyer, Fernando Alonso og Felipe Massa hjá Ferrari. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Lewis Hamilton hjá McLaren hefur enn trú á því að hann geti orðið heimsmeistari í Formúlu 1, þó Fernando Alonso hjá Ferrari hafi náð forystu í stigamóti ökumanna með sigri í Suður Kóreu á sunnudaginn. Alonso er með 231 stig, Mark Webber hjá Red Bull 220, Hamilton 210 og Sebastian Vettel hjá Red Bull 206. Þessir fjórir ökumenn eiga mesta möguleika á titli þegar tveimur mótum er ólokið, en Jenson Button hjá McLaren á einnig tölfræðilega möguleika. Hann er með 189 stig og 50 stig í pottinum fyrir sigur og líkurnar því ekki miklar hjá Button á titli. Öllum keppinautum hans þarf að ganga fremur illa til að hann gatið varið titilinn sem hann vann í fyrra. Þrjú lið eiga möguleika á titli bílasmiða. Red Bull er efst með 426 stig, McLaren er með 399 og Ferrari 374. Hamilton sagði eftir keppnina í Suður Kóreu í tilkynningu frá McLaren að aðstæður hefðu verið mjög erfiðar. Hann varð í öðru sæti á eftir Alonso. "Þetta var mjög vandasamt, sérstaklega í lokin. Það var svartamyrkur og ég sá ekki mikið. Þá voru dekkin búinn. Það kom mjög á óvart að báðir Red Bull bílarnir féllu úr leik. Fernando ók mjög vel og ég er ánægður að hafa náð í stig eftir tvö slök mót", sagði Hamilton. Hamilton sagði að McLaren bíllinn hefði ekki verið eins fljótur og Ferrari bíllinn, en liðið myndi vinna hörðum höndum að því að laga það fram að næsta móti, sem er í Brasilíu um aðra helgi. Lokamótið verður í Abu Dhabi. "Það eru tvö mót framundan og það býr meira í bílnum. Liðið er að gera frábæra hluti í bækistöðinni. Það eru allir mjög áhugasamir og pressa fram veginn. Titilinn er ekki gengin okkur úr greipum, við getum þetta ennþá", sagði Hamilton eftir mótið á sunnudaginn. Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Lewis Hamilton hjá McLaren hefur enn trú á því að hann geti orðið heimsmeistari í Formúlu 1, þó Fernando Alonso hjá Ferrari hafi náð forystu í stigamóti ökumanna með sigri í Suður Kóreu á sunnudaginn. Alonso er með 231 stig, Mark Webber hjá Red Bull 220, Hamilton 210 og Sebastian Vettel hjá Red Bull 206. Þessir fjórir ökumenn eiga mesta möguleika á titli þegar tveimur mótum er ólokið, en Jenson Button hjá McLaren á einnig tölfræðilega möguleika. Hann er með 189 stig og 50 stig í pottinum fyrir sigur og líkurnar því ekki miklar hjá Button á titli. Öllum keppinautum hans þarf að ganga fremur illa til að hann gatið varið titilinn sem hann vann í fyrra. Þrjú lið eiga möguleika á titli bílasmiða. Red Bull er efst með 426 stig, McLaren er með 399 og Ferrari 374. Hamilton sagði eftir keppnina í Suður Kóreu í tilkynningu frá McLaren að aðstæður hefðu verið mjög erfiðar. Hann varð í öðru sæti á eftir Alonso. "Þetta var mjög vandasamt, sérstaklega í lokin. Það var svartamyrkur og ég sá ekki mikið. Þá voru dekkin búinn. Það kom mjög á óvart að báðir Red Bull bílarnir féllu úr leik. Fernando ók mjög vel og ég er ánægður að hafa náð í stig eftir tvö slök mót", sagði Hamilton. Hamilton sagði að McLaren bíllinn hefði ekki verið eins fljótur og Ferrari bíllinn, en liðið myndi vinna hörðum höndum að því að laga það fram að næsta móti, sem er í Brasilíu um aðra helgi. Lokamótið verður í Abu Dhabi. "Það eru tvö mót framundan og það býr meira í bílnum. Liðið er að gera frábæra hluti í bækistöðinni. Það eru allir mjög áhugasamir og pressa fram veginn. Titilinn er ekki gengin okkur úr greipum, við getum þetta ennþá", sagði Hamilton eftir mótið á sunnudaginn.
Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira