Alþjóðadagur um sykursýki 11. nóvember 2010 06:00 Miklar framfarir hafa verið í meðferð við sykursýki undanfarna áratugi og þeir sem greinast með sykursýki í dag hafa mun meiri líkur á að lifa góðu lífi en þeir sem greindust um miðja síðustu öld. Á móti kemur að tíðni sykursýki hefur aukist mikið undanfarin ár, svo mikið að Sameinuðu þjóðirnar ákváðu árið 2006 að taka frá einn dag á ári og tileinka hann sykursýki. Ályktun SÞ leggur þær skyldur á þjóðir heims að sameina krafta sína og upplýsa almenning um eina mestu heilbrigðisógn nútímans. Sykursýki er skipt upp í tvo flokka, tegund 1 og 2. Flestir með tegund 1 greinast þegar þeir eru yngri en 20 ára og fljótlega eftir greiningu hættir brisið að framleiða insúlín, því verður fólk háð daglegum skömmtum af insúlíni. Fólk með tegund 2 greinist yfirleitt eldra og er yfirleitt með skerta starfsemi í brisinu. Mismunandi er hvort fólk með tegund 2 þurfi að gefa sér insúlín daglega. Meðferð við báðum tegundum byggist á hollu mataræði, reglulegri hreyfingu og lyfjagjöf. Þeir sem fylgja þessum lífsgildum hafa alla möguleika á að lifa heilbrigðu lífi eins og aðrir. Aukin þjóðfélagsvitund um sykursýki skiptir miklu máli fyrir samfélagið í heild. Bæði til að koma í veg fyrir fáfræði sem getur leitt til ranghugmynda um sykursýki og einnig til að fólk geti brugðist rétt við ef einhver nákominn fær einkenni sykursýki. Rétt viðbrögð byggjast á því að fólk þekki einkennin sem helst eru: Þorsti, tíð þvaglát, þreyta, lystarleysi, þyngdartap. Einkenni vegna tegundar 1 koma fram á nokkrum vikum en þróun einkenna hjá tegund 2 á sér yfirleitt lengri aðdraganda, jafnvel nokkur ár. Ég hvet alla til að taka frá nokkrar mínútur og fræðast um einkenni og meðferð við sykursýki. Það er okkur öllum í hag. Nú stendur yfir átak í tengslum við Alþjóðadaginn 14. nóvember og er hægt að kaupa Bláa hringinn, sem er alþjóðlegt tákn sykursýki, í flestum apótekum til styrktar Samtökum sykursjúkra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Miklar framfarir hafa verið í meðferð við sykursýki undanfarna áratugi og þeir sem greinast með sykursýki í dag hafa mun meiri líkur á að lifa góðu lífi en þeir sem greindust um miðja síðustu öld. Á móti kemur að tíðni sykursýki hefur aukist mikið undanfarin ár, svo mikið að Sameinuðu þjóðirnar ákváðu árið 2006 að taka frá einn dag á ári og tileinka hann sykursýki. Ályktun SÞ leggur þær skyldur á þjóðir heims að sameina krafta sína og upplýsa almenning um eina mestu heilbrigðisógn nútímans. Sykursýki er skipt upp í tvo flokka, tegund 1 og 2. Flestir með tegund 1 greinast þegar þeir eru yngri en 20 ára og fljótlega eftir greiningu hættir brisið að framleiða insúlín, því verður fólk háð daglegum skömmtum af insúlíni. Fólk með tegund 2 greinist yfirleitt eldra og er yfirleitt með skerta starfsemi í brisinu. Mismunandi er hvort fólk með tegund 2 þurfi að gefa sér insúlín daglega. Meðferð við báðum tegundum byggist á hollu mataræði, reglulegri hreyfingu og lyfjagjöf. Þeir sem fylgja þessum lífsgildum hafa alla möguleika á að lifa heilbrigðu lífi eins og aðrir. Aukin þjóðfélagsvitund um sykursýki skiptir miklu máli fyrir samfélagið í heild. Bæði til að koma í veg fyrir fáfræði sem getur leitt til ranghugmynda um sykursýki og einnig til að fólk geti brugðist rétt við ef einhver nákominn fær einkenni sykursýki. Rétt viðbrögð byggjast á því að fólk þekki einkennin sem helst eru: Þorsti, tíð þvaglát, þreyta, lystarleysi, þyngdartap. Einkenni vegna tegundar 1 koma fram á nokkrum vikum en þróun einkenna hjá tegund 2 á sér yfirleitt lengri aðdraganda, jafnvel nokkur ár. Ég hvet alla til að taka frá nokkrar mínútur og fræðast um einkenni og meðferð við sykursýki. Það er okkur öllum í hag. Nú stendur yfir átak í tengslum við Alþjóðadaginn 14. nóvember og er hægt að kaupa Bláa hringinn, sem er alþjóðlegt tákn sykursýki, í flestum apótekum til styrktar Samtökum sykursjúkra.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar