Þó svo David Beckham sé að verða uppiskroppa með skinn til þess að láta húðflúra á sig er hann ekki hættur að bæta við listaverkum á líkama sinn.
Hann frumsýndi nýjasta húðflúrið eftir sigur AC Milan á Juventus. Þá píndi Beckham sig í að fara úr að ofan og lyfti upp höndunum svo ljósmyndarar næðu góðum myndum af húðflúrinu.
Það er nefnilega á síðunni. Húðflúrið er mynd af sjálfum frelsaranum Jesú Kristi en húðflúrið er nákvæm eftirmynd málverksins "The man of sorrows" eftir Matthew R. Brooks.