Drillo: Þurfum að ná fram hefndnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. september 2010 08:45 Egil Drillo Olsen á landsliðsæfingu á Fylkisvelli. Fréttablaðið/Pjetur Undankeppni EM 2012 hefst á morgun. Ísland mætir Noregi á Laugardalsvelli í fyrsta leik en þessi tvö lið mættust einmitt í síðasta leik Íslands í undankeppni HM 2010. Þá gerðu liðin 1-1 jafntefli og Noregur tapaði dýrmætum stigum í baráttunni um að komast í umspil í undankeppninni. „Við þurfum að ná fram hefndum fyrir síðasta leik," sagði Egil „Drillo" Olsen, landsliðsþjálfari Noregs, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þetta var í raun okkar síðasti alvöru keppnisleikur. Eftir það hefur okkur gengið nokkuð vel og ég hef verið ánægður með þróun liðsins. Við höfum náð góðum úrslitum og aðeins tapað einum leik. Það var fyrir Úkraínu, 1-0, þó svo að við hefðum fengið tíu góð færi í leiknum. Hann á von á erfiðum leik gegn Íslandi, jafnvel þótt nokkrir sterkir leikmenn séu fjarverandi hjá liðinu nú. „Við vitum að þetta verður erfiður leikur sem mun taka mikið á. Það eru íslenskir leikmenn í mörgum sterkum deildum og ég er viss um að leikurinn verður bæði jafn og spennandi," segir Olsen. „Ísland á þar að auki marga góða unga leikmenn og ég á von á að þeir muni láta mikið að sér kveða, sérstaklega þar sem U-21 landsliðið vann 4-1 sigur á Þýskalandi sem eru hreint ótrúleg úrslit." Noregur vann Frakkland í síðasta æfingaleik fyrir undankeppnina en Ísland gerði 1-1 jafntefli við Liechtenstein á sama tíma. „Ég sá þann leik og nei, hann var ekki mjög góður. En ég fylltist ekki sjálfstrausti því ég veit að Ísland getur miklu betur." Olsen segist vera sæmilega bjartsýnn fyrir komandi undankeppni en riðillinn sé vissulega erfiður. Auk Íslands og Noregs eru þar Portúgal, Danmörk og Kýpur. „Ég hef áður sagt að við eigum helmningslíkur á því að komast áfram. En það verða engir auðveldir leikir og liðin í 4. og 5. styrkleikaflokki - Kýpur og Ísland - munu líka hala inn stigum." Hann segir að það verði enginn dauðadómur fyrir Noreg ef liðið nær ekki þremur stigum á morgun. „Ég held ekki. Sviss hóf síðustu undankeppni á því að tapa fyrir Lúxemborg á heimavelli en vann svo riðilinn," benti hann á. „Þetta er erfiður riðill og ég á von á að öll lið muni fá einhver stig." Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Undankeppni EM 2012 hefst á morgun. Ísland mætir Noregi á Laugardalsvelli í fyrsta leik en þessi tvö lið mættust einmitt í síðasta leik Íslands í undankeppni HM 2010. Þá gerðu liðin 1-1 jafntefli og Noregur tapaði dýrmætum stigum í baráttunni um að komast í umspil í undankeppninni. „Við þurfum að ná fram hefndum fyrir síðasta leik," sagði Egil „Drillo" Olsen, landsliðsþjálfari Noregs, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þetta var í raun okkar síðasti alvöru keppnisleikur. Eftir það hefur okkur gengið nokkuð vel og ég hef verið ánægður með þróun liðsins. Við höfum náð góðum úrslitum og aðeins tapað einum leik. Það var fyrir Úkraínu, 1-0, þó svo að við hefðum fengið tíu góð færi í leiknum. Hann á von á erfiðum leik gegn Íslandi, jafnvel þótt nokkrir sterkir leikmenn séu fjarverandi hjá liðinu nú. „Við vitum að þetta verður erfiður leikur sem mun taka mikið á. Það eru íslenskir leikmenn í mörgum sterkum deildum og ég er viss um að leikurinn verður bæði jafn og spennandi," segir Olsen. „Ísland á þar að auki marga góða unga leikmenn og ég á von á að þeir muni láta mikið að sér kveða, sérstaklega þar sem U-21 landsliðið vann 4-1 sigur á Þýskalandi sem eru hreint ótrúleg úrslit." Noregur vann Frakkland í síðasta æfingaleik fyrir undankeppnina en Ísland gerði 1-1 jafntefli við Liechtenstein á sama tíma. „Ég sá þann leik og nei, hann var ekki mjög góður. En ég fylltist ekki sjálfstrausti því ég veit að Ísland getur miklu betur." Olsen segist vera sæmilega bjartsýnn fyrir komandi undankeppni en riðillinn sé vissulega erfiður. Auk Íslands og Noregs eru þar Portúgal, Danmörk og Kýpur. „Ég hef áður sagt að við eigum helmningslíkur á því að komast áfram. En það verða engir auðveldir leikir og liðin í 4. og 5. styrkleikaflokki - Kýpur og Ísland - munu líka hala inn stigum." Hann segir að það verði enginn dauðadómur fyrir Noreg ef liðið nær ekki þremur stigum á morgun. „Ég held ekki. Sviss hóf síðustu undankeppni á því að tapa fyrir Lúxemborg á heimavelli en vann svo riðilinn," benti hann á. „Þetta er erfiður riðill og ég á von á að öll lið muni fá einhver stig."
Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira