Samhæfa þarf viðbrögð við áföllum 16. september 2010 02:30 Í Andrews-ráðstefnusalnum að Ásbrú Ótal sérfræðingar frá fjölda stofnana og fyrirtækja sem koma að flugiðnaði, ræða lærdóm þann sem draga má af eldgosinu í Eyjafjallajökli snemmsumars á ráðstefnu Keilis á Keflavíkurflugvelli. Fréttablaðið/GVA Eldgosið í Eyjafjallajökli snemmsumars ýtir á að hrundið verði í framkvæmd áætlunum um samhæfðari reglusetningu og flugumferðarstjórn í Evrópu, að sögn Daniels Calleja, sem fer með málefni flugumferðar hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Calleja, ásamt fjölda sérfræðinga á sviði flugmála víðs vegar að úr heiminum, er gestur á yfirstandandi ráðstefnu Keilis um hvaða lærdóm megi draga af eldgosinu í Eyjafjallajökli og áhrif öskufalls á flugrekstur. Um 250 manns sitja ráðstefnuna, sem haldin er í samvinnu við forsetaembættið, ráðuneyti og stofnanir innanlands sem tengjast flugiðnaði, háskóla og félagasamtök, auk fjölda evrópskra og alþjóðlegra stofnana. Ráðstefnan hófst í gær og henni lýkur í dag, en í grófri samantekt gærdagsins mætti segja að margir sérfræðinganna hafi verið sammála um að nokkuð vel hafi tekist til á erfiðum tímum þegar gosið hófst. Miklum gögnum hafi verið safnað og nú sé unnið að úrvinnslu þeirra með enn frekari umbætur fyrir augum. Í erindi sínu kvað Daniel Calleja ætlun sína að draga upp mynd af viðbrögðum Evrópusambandsins vegna öskuvárinnar frá Íslandi í sumar. Um leið lagði hann áherslu á að einnig þyrfti að bregðast við til þess að vera búinn undir önnur eldgos sem kunni að verða. Benti hann á að vegna gossins og flugbanns í Evrópu frá 15. til 21. apríl hafi þurft að aflýsa yfir 100 þúsund flugferðum sem hafi haft áhrif á um það bil tíu milljónir farþega. Tekjutap flugfélaga vegna þessa sé áætlað 1,7 milljarðar Bandaríkjadala. Upphæðin nemur tæpum 200 milljörðum íslenskra króna. Hann segir samgönguráðherra Evrópusambandsríkja hafa í apríl staðið frammi fyrir þremur leiðum til að bregðast við. Ein var að breyta engu og vona það besta. Önnur að eftirláta flugfélögum ákvörðunina um hvort flogið yrði. Og sú þriðja að grípa til nýrrar nálgunar. Sá kostur varð ofan á og því voru samræmdar lokanir flugsvæða og eftirlits teknar upp. Hömlum á flugumferð var svo aflétt 20. apríl. Calleja segir að gripið hafi verið til margvíslegra úrbóta á sviði flugumferðarstjórnar í Evrópu í kjölfar gossins, en þar þurfi enn að bæta svo sem með stofnun samráðshóps vegna áfalla í flugrekstri (EACCC), þróun nýrrar aðferðafræði við áhættumat og með því að flýta áætlunum um Evrópu sem eitt flugumferðarsvæði (e. Single European Sky). olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Eldgosið í Eyjafjallajökli snemmsumars ýtir á að hrundið verði í framkvæmd áætlunum um samhæfðari reglusetningu og flugumferðarstjórn í Evrópu, að sögn Daniels Calleja, sem fer með málefni flugumferðar hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Calleja, ásamt fjölda sérfræðinga á sviði flugmála víðs vegar að úr heiminum, er gestur á yfirstandandi ráðstefnu Keilis um hvaða lærdóm megi draga af eldgosinu í Eyjafjallajökli og áhrif öskufalls á flugrekstur. Um 250 manns sitja ráðstefnuna, sem haldin er í samvinnu við forsetaembættið, ráðuneyti og stofnanir innanlands sem tengjast flugiðnaði, háskóla og félagasamtök, auk fjölda evrópskra og alþjóðlegra stofnana. Ráðstefnan hófst í gær og henni lýkur í dag, en í grófri samantekt gærdagsins mætti segja að margir sérfræðinganna hafi verið sammála um að nokkuð vel hafi tekist til á erfiðum tímum þegar gosið hófst. Miklum gögnum hafi verið safnað og nú sé unnið að úrvinnslu þeirra með enn frekari umbætur fyrir augum. Í erindi sínu kvað Daniel Calleja ætlun sína að draga upp mynd af viðbrögðum Evrópusambandsins vegna öskuvárinnar frá Íslandi í sumar. Um leið lagði hann áherslu á að einnig þyrfti að bregðast við til þess að vera búinn undir önnur eldgos sem kunni að verða. Benti hann á að vegna gossins og flugbanns í Evrópu frá 15. til 21. apríl hafi þurft að aflýsa yfir 100 þúsund flugferðum sem hafi haft áhrif á um það bil tíu milljónir farþega. Tekjutap flugfélaga vegna þessa sé áætlað 1,7 milljarðar Bandaríkjadala. Upphæðin nemur tæpum 200 milljörðum íslenskra króna. Hann segir samgönguráðherra Evrópusambandsríkja hafa í apríl staðið frammi fyrir þremur leiðum til að bregðast við. Ein var að breyta engu og vona það besta. Önnur að eftirláta flugfélögum ákvörðunina um hvort flogið yrði. Og sú þriðja að grípa til nýrrar nálgunar. Sá kostur varð ofan á og því voru samræmdar lokanir flugsvæða og eftirlits teknar upp. Hömlum á flugumferð var svo aflétt 20. apríl. Calleja segir að gripið hafi verið til margvíslegra úrbóta á sviði flugumferðarstjórnar í Evrópu í kjölfar gossins, en þar þurfi enn að bæta svo sem með stofnun samráðshóps vegna áfalla í flugrekstri (EACCC), þróun nýrrar aðferðafræði við áhættumat og með því að flýta áætlunum um Evrópu sem eitt flugumferðarsvæði (e. Single European Sky). olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira