Handbolti

Ísland spilar á Evrópumeistaraslóðum á EM í kvöld

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Ásgeir Örn varð markahæstur á EM U-18 ára árið 2003.
Ásgeir Örn varð markahæstur á EM U-18 ára árið 2003. Fréttablaðið
Íslenska ungmennalandsliðið, U20 ára, spilar sinn fyrsta leik á EM í Slóvakíu gegn heimamönnum klukkan 18 í kvöld. Frábært U18 ára lið Íslands varð Evrópumeistari í sama landi fyrir sjö árum.

Lykilmaður í liðinu þá var Ásgeir Örn Hallgrímsson sem varð markahæstur á mótinu. Arnór Atlason var einnig í liðinu líkt og Björgvin Páll Gústavsson.

Fleiri kunnir kappar og landsliðsmenn eru í leikmannahópnum fra 2003 sem má sjá hér fyrir neðan.

Íslenska liðið sem spilar í kvöld á góða möguleika á að ná langt, það vann silfurverðlaun á HM á síðasta ári.

Leikmannahópurinn sem varð Evrópumeistari 2003:

Kári Kristján Kristjánsson, Andri Stefan, Árni Þór Sigtryggsson, Arnór Atlason, Hrafn Ingvarsson, Einar Ingi Hrafnsson, Jóhann Gunnar Einarsson, Árni Björn Þórarinsson, Ragnar Hjaltested, Pálmar Pétursson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Björgvin Páll Gústavsson, Þórður Þórðarson, Sigfús Páll Sigfússon og Ívar Grétarsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×