Erlendar fjárfestingar og Evrópa Össur Skarphéðinsson skrifar 27. október 2010 06:00 Erlendar fjárfestingar á Möltu, Kýpur, Slóvakíu og Slóveníu tvöfölduðust fyrstu fjögur árin eftir að ríkin gengu í Evrópusambandið árið 2004. Öll nota þau evru. Í Eistlandi jukust erlendar fjárfestingar um helming á sama tíma, en Eistar taka ekki upp evruna fyrr en um næstu áramót. Þetta sýnir, að þegar smáríki ganga í Evrópusambandið stóreykur það erlendar fjárfestingar í viðkomandi ríkjum. Athyglisvert er, að langstærsti hluti erlendrar fjárfestingar í þessum fimm nýju aðildarlöndum kemur frá öðrum ríkjum sambandsins. Smáríki, sem hafa búið við sjálfstæða mynt og sveiflukenndan efnahag, einsog við Íslendingar, eru ekki sjálfsagður fjárfestingakostur í augum alþjóðlegra fjárfesta. Þeim fylgir áhætta, einsog birtist varðandi Ísland 2008. Reynsla ríkjanna fimm sýnir hins vegar að um leið og ríkin verða hluti af traustu og stöðugu efnahagsumhverfi Evrópusambandsins, þá opnast fyrir flæði erlendra fjárfestinga frá ríkjum, sem eru fyrir í sambandinu. Það er engin ástæða til að ætla, að sama verði ekki uppi á teningnum ef Ísland gengi í Evrópusambandið og hefði skýra stefnu um upptöku evrunnar. Við þurfum á erlendum fjárfestingum að halda til að vinna gegn atvinnuleysinu. Það ógnar framtíð fjölmargra fjölskyldna, og þarmeð framtíð Íslands. Þó atvinnuleysi á Íslandi fari að sönnu minnkandi eru ennþá um 15 þúsund manns án atvinnu. Árlega munu ríflega tvö þúsund manns hið minnsta bætast við á vinnumarkaðnum. Á næsta áratug þurfum við því að skapa fleiri en 30 þúsund störf til að eyða atvinnuleysinu. Ég tel að Evrópuleiðin sé besta leiðin til þess. Aðild Íslands að ESB er raunar besta einstaka aðgerð til endurreisnar ímyndar Íslands sem álitlegs fjárfestingarkosts. Evrópuleiðin mun skapa stöðugleika, færa okkur Evrópuvexti og stórlækka þannig greiðslubyrði fjölskyldna og fyrirtækja, gera okkur fært að skera frá verðtrygginguna, og síðast en ekki síst losna við gjaldeyrishöftin. Króna í viðjum gjaldeyrishafta mun ella koma í veg fyrir að Ísland geti keppt við aðrar þjóðir í viðskiptum á jafnræðisgrundvelli. Þessu til viðbótar sýnir nú reynsla smáþjóða, að erlendar fjárfestingar stóraukast þegar þær verða hluti af Evrópusambandinu. Andspænis atvinnuleysi hafa íslenskar fjölskyldur ekki efni á að hafna þeirri framtíðarleið sem liggur gegnum Evrópusambandið. Menn verða þá að sýna fram á betri leið til að eyða atvinnuleysi á Íslandi. Það hefur enginn gert ennþá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Erlendar fjárfestingar á Möltu, Kýpur, Slóvakíu og Slóveníu tvöfölduðust fyrstu fjögur árin eftir að ríkin gengu í Evrópusambandið árið 2004. Öll nota þau evru. Í Eistlandi jukust erlendar fjárfestingar um helming á sama tíma, en Eistar taka ekki upp evruna fyrr en um næstu áramót. Þetta sýnir, að þegar smáríki ganga í Evrópusambandið stóreykur það erlendar fjárfestingar í viðkomandi ríkjum. Athyglisvert er, að langstærsti hluti erlendrar fjárfestingar í þessum fimm nýju aðildarlöndum kemur frá öðrum ríkjum sambandsins. Smáríki, sem hafa búið við sjálfstæða mynt og sveiflukenndan efnahag, einsog við Íslendingar, eru ekki sjálfsagður fjárfestingakostur í augum alþjóðlegra fjárfesta. Þeim fylgir áhætta, einsog birtist varðandi Ísland 2008. Reynsla ríkjanna fimm sýnir hins vegar að um leið og ríkin verða hluti af traustu og stöðugu efnahagsumhverfi Evrópusambandsins, þá opnast fyrir flæði erlendra fjárfestinga frá ríkjum, sem eru fyrir í sambandinu. Það er engin ástæða til að ætla, að sama verði ekki uppi á teningnum ef Ísland gengi í Evrópusambandið og hefði skýra stefnu um upptöku evrunnar. Við þurfum á erlendum fjárfestingum að halda til að vinna gegn atvinnuleysinu. Það ógnar framtíð fjölmargra fjölskyldna, og þarmeð framtíð Íslands. Þó atvinnuleysi á Íslandi fari að sönnu minnkandi eru ennþá um 15 þúsund manns án atvinnu. Árlega munu ríflega tvö þúsund manns hið minnsta bætast við á vinnumarkaðnum. Á næsta áratug þurfum við því að skapa fleiri en 30 þúsund störf til að eyða atvinnuleysinu. Ég tel að Evrópuleiðin sé besta leiðin til þess. Aðild Íslands að ESB er raunar besta einstaka aðgerð til endurreisnar ímyndar Íslands sem álitlegs fjárfestingarkosts. Evrópuleiðin mun skapa stöðugleika, færa okkur Evrópuvexti og stórlækka þannig greiðslubyrði fjölskyldna og fyrirtækja, gera okkur fært að skera frá verðtrygginguna, og síðast en ekki síst losna við gjaldeyrishöftin. Króna í viðjum gjaldeyrishafta mun ella koma í veg fyrir að Ísland geti keppt við aðrar þjóðir í viðskiptum á jafnræðisgrundvelli. Þessu til viðbótar sýnir nú reynsla smáþjóða, að erlendar fjárfestingar stóraukast þegar þær verða hluti af Evrópusambandinu. Andspænis atvinnuleysi hafa íslenskar fjölskyldur ekki efni á að hafna þeirri framtíðarleið sem liggur gegnum Evrópusambandið. Menn verða þá að sýna fram á betri leið til að eyða atvinnuleysi á Íslandi. Það hefur enginn gert ennþá.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun