Horfur á sögulegum Formúlu 1 spennutrylli 14. nóvember 2010 00:01 Christian Horner hjá meistaraliði Red Bull og Martin Whitmarsh ræða málin. Mynd: Getty Images Martin Whitmarsh framkvæmdarstjóri McLaren segir horfur á spennandi og einstakri Formúlu 1 keppni í Abu Dhabi á sunnudag þar sem fjórir ökumenn keppa til úrslita um heimsmeistaratitil ökumanna. Það hefur aldrei gerst í 60 ára sögu Formúlu 1 að fjórir ökumenn hafi átt möguleika í síðustu keppni ársins á titli. Síðan getur Sebastian Vettel orðið yngsti ökumaður sögunnar og tekið þá nafnbót af Lewis Hamilton hjá McLaren frá árinu 2008. "Þetta getur orðið einn mesti spennutryllir í sögu Formúlu 1 og ég er viss um að áhorfendur á staðnum og sjónvarpsáhorfendur verða allir á nálum. Þetta gæti orðið afar dramatísk íþróttakeppni", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com Sebastian Vettel á Red Bull er fremstur á ráslínu, Hamilton við hlið hans, þá koma Fernando Alonso á Ferrari, Jenson Button á McLaren og Mark Webber á Red Bull. Fjórir af fimm þeirra eiga möguleika á titlinum, en ekki Button. "Lewis og Jenson ók stórvel í tímatökunni og Hamilton tapaði fremsta stað á ráslínu með örfáum sekúndubrotum og það eru nokkur vonbrigði. Hann hefur aðeins eitt markmið, sigur og 25 stig. Hann varður með samkeppnisfæran bíl og verður í standi til að ná árangri. Þá gæti Jenson náð góðum árangri og tryggt McLaren annað sætið í keppni bílasmiða", sagði Whitmarsh. Bein útsending frá kappakstrinum í Abu Dhabi á sunnudag er í beinni útsendingu kl. 12.30 á sunnudag og þátturinn Endamarkið fylgir í kjölfarið, þar sem farið verður yfir allt sem gerðist í mótinu og það sem er framundan 2011. Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Martin Whitmarsh framkvæmdarstjóri McLaren segir horfur á spennandi og einstakri Formúlu 1 keppni í Abu Dhabi á sunnudag þar sem fjórir ökumenn keppa til úrslita um heimsmeistaratitil ökumanna. Það hefur aldrei gerst í 60 ára sögu Formúlu 1 að fjórir ökumenn hafi átt möguleika í síðustu keppni ársins á titli. Síðan getur Sebastian Vettel orðið yngsti ökumaður sögunnar og tekið þá nafnbót af Lewis Hamilton hjá McLaren frá árinu 2008. "Þetta getur orðið einn mesti spennutryllir í sögu Formúlu 1 og ég er viss um að áhorfendur á staðnum og sjónvarpsáhorfendur verða allir á nálum. Þetta gæti orðið afar dramatísk íþróttakeppni", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com Sebastian Vettel á Red Bull er fremstur á ráslínu, Hamilton við hlið hans, þá koma Fernando Alonso á Ferrari, Jenson Button á McLaren og Mark Webber á Red Bull. Fjórir af fimm þeirra eiga möguleika á titlinum, en ekki Button. "Lewis og Jenson ók stórvel í tímatökunni og Hamilton tapaði fremsta stað á ráslínu með örfáum sekúndubrotum og það eru nokkur vonbrigði. Hann hefur aðeins eitt markmið, sigur og 25 stig. Hann varður með samkeppnisfæran bíl og verður í standi til að ná árangri. Þá gæti Jenson náð góðum árangri og tryggt McLaren annað sætið í keppni bílasmiða", sagði Whitmarsh. Bein útsending frá kappakstrinum í Abu Dhabi á sunnudag er í beinni útsendingu kl. 12.30 á sunnudag og þátturinn Endamarkið fylgir í kjölfarið, þar sem farið verður yfir allt sem gerðist í mótinu og það sem er framundan 2011.
Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira