Niðurstöður þingmannanefndar fyrirferðarmestar 2. september 2010 05:45 Víst er að þingmenn munu hafa nóg fyrir stafni næstu tvær vikur. Þeirra bíða umræður um fjölda mála, en þyngst munu vega niðurstöður þingmannanefndar Atla Gíslasonar um skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Fréttablaðið/gva Fréttaskýring: Hvaða mál verður helst tekist á um á Alþingi næstu tvær vikur? Búist er við því að niðurstöður þingmannanefndar um rannsóknarskýrslu Alþingis verði fyrirferðarmesta umræðuefnið á tveggja vikna septemberþingi sem kemur saman í dag. Von er á fyrstu niðurstöðum nefndarinnar í næstu viku og í kjölfarið er áætlað að fram fari nokkurra daga umræða um efni hennar og hugsanlegar lagabreytingar sem nefndin leggur til. Septemberþinginu er að öðru leyti aðallega ætlað að taka fyrir og afgreiða eldri mál sem ekki komust á dagskrá á vor- og sumarþingum. Meðal þess sem rætt verður er lagabálkur dómsmálaráðherra um flóttamenn og útlendinga, en allsherjarnefnd hefur um nokkurt skeið haft þrjú frumvörp um bætta réttarstöðu þessara hópa til umfjöllunar. Þá stendur til að afgreiða frumvarp um breytingar á stjórnarráðinu, sameiningar ráðuneyta og tilfærslur verkefna þeirra á milli, sem og frumvarp til skipulagslaga sem ítrekað hefur verið lagt fram af umhverfisráðherrum undanfarinna ára. Frumvarp menntamálaráðherra til nýrra fjölmiðlalaga hefur verið afgreitt úr menntamálanefnd þingsins og kemur því til umræðu á septemberþinginu. Ekki er hins vegar víst að takist að afgreiða þau sem lög fyrr en á næsta þingi, sem sett verður í október. Tvö stór frumvörp hafa verið til umræðu í viðskiptanefnd í sumar. Annað snýr að breytingum á lögum um tryggingasjóð innstæðueigenda og hitt er endurskoðun á samkeppnislögum, sem veitir Samkeppniseftirlitinu mun víðtækari heimildir en áður til að taka á samþjöppun á markaði. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa verið mjög skiptar skoðanir um bæði frumvörpin í nefndinni. Fólk er á öndverðum meiði um það hvort rétt sé að veita Samkeppniseftirlitinu aukin völd til að grípa inn í á hinum frjálsa markaði, og þótt frumvarpið um innstæðutryggingasjóðinn sé ekki fullkomið eru margir á því að það feli í sér nægar umbætur til að það eigi að verða að lögum sem fyrst. Aðrir vilja bíða tillagna þar um frá þingmannanefnd um rannsóknarskýrsluna. Því er alls ekki víst að þessi tvö mál komi til kasta septemberþingsins. Hugsanlegt er að þingsályktunartillaga fulltrúa allra flokka nema Samfylkingar um að draga skuli til baka umsókn Íslands að Evrópusambandinu verði lögð fram á nýjan leik. Hún var lögð fram á sumarþinginu en ekki mælt fyrir henni. Önnur mál, svo sem breytingar á lögum um erlendar fjárfestingar, breytingar á skattkerfinu og tillaga Árna Þórs Sigurðssonar um fullan aðskilnað ríkis og kirkju, bíða næsta þings. stigur@frettabladid.is Alþingi Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Sjá meira
Fréttaskýring: Hvaða mál verður helst tekist á um á Alþingi næstu tvær vikur? Búist er við því að niðurstöður þingmannanefndar um rannsóknarskýrslu Alþingis verði fyrirferðarmesta umræðuefnið á tveggja vikna septemberþingi sem kemur saman í dag. Von er á fyrstu niðurstöðum nefndarinnar í næstu viku og í kjölfarið er áætlað að fram fari nokkurra daga umræða um efni hennar og hugsanlegar lagabreytingar sem nefndin leggur til. Septemberþinginu er að öðru leyti aðallega ætlað að taka fyrir og afgreiða eldri mál sem ekki komust á dagskrá á vor- og sumarþingum. Meðal þess sem rætt verður er lagabálkur dómsmálaráðherra um flóttamenn og útlendinga, en allsherjarnefnd hefur um nokkurt skeið haft þrjú frumvörp um bætta réttarstöðu þessara hópa til umfjöllunar. Þá stendur til að afgreiða frumvarp um breytingar á stjórnarráðinu, sameiningar ráðuneyta og tilfærslur verkefna þeirra á milli, sem og frumvarp til skipulagslaga sem ítrekað hefur verið lagt fram af umhverfisráðherrum undanfarinna ára. Frumvarp menntamálaráðherra til nýrra fjölmiðlalaga hefur verið afgreitt úr menntamálanefnd þingsins og kemur því til umræðu á septemberþinginu. Ekki er hins vegar víst að takist að afgreiða þau sem lög fyrr en á næsta þingi, sem sett verður í október. Tvö stór frumvörp hafa verið til umræðu í viðskiptanefnd í sumar. Annað snýr að breytingum á lögum um tryggingasjóð innstæðueigenda og hitt er endurskoðun á samkeppnislögum, sem veitir Samkeppniseftirlitinu mun víðtækari heimildir en áður til að taka á samþjöppun á markaði. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa verið mjög skiptar skoðanir um bæði frumvörpin í nefndinni. Fólk er á öndverðum meiði um það hvort rétt sé að veita Samkeppniseftirlitinu aukin völd til að grípa inn í á hinum frjálsa markaði, og þótt frumvarpið um innstæðutryggingasjóðinn sé ekki fullkomið eru margir á því að það feli í sér nægar umbætur til að það eigi að verða að lögum sem fyrst. Aðrir vilja bíða tillagna þar um frá þingmannanefnd um rannsóknarskýrsluna. Því er alls ekki víst að þessi tvö mál komi til kasta septemberþingsins. Hugsanlegt er að þingsályktunartillaga fulltrúa allra flokka nema Samfylkingar um að draga skuli til baka umsókn Íslands að Evrópusambandinu verði lögð fram á nýjan leik. Hún var lögð fram á sumarþinginu en ekki mælt fyrir henni. Önnur mál, svo sem breytingar á lögum um erlendar fjárfestingar, breytingar á skattkerfinu og tillaga Árna Þórs Sigurðssonar um fullan aðskilnað ríkis og kirkju, bíða næsta þings. stigur@frettabladid.is
Alþingi Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Sjá meira