ESB og lýðræðið Ögmundur Jónasson alþingismaður skrifar 15. júlí 2010 06:00 Hannes Pétursson, rithöfundur, skrifaði nýlega grein í Fréttablaðið. Þótt greinin sé vel skrifuð byggir hún að mínu mati á rökleysum. Hugsun Hannesar virðist vera sú að margir vinstri sinnar og hægri sinnar hafi sameinast í andstöðu við aðild að Evrópusambandinu á forsendum sem séu í senn „kómískar" og „fyrirlitlegar" og vitnar hann í ummæli Árna Pálssonar frá 1926 um „reigingslegan þjóðarmetnað" sem endurspegli ágætlega hið nýja „blágræna" bandalag hægri og vinstri manna í Evrópumálum. Minnir Hannes á svikabrigslatal frá því við undirgengumst regluverk hins Evrópska efnahagssvæðis 1994. Og hann bætir því við að nú tengi enginn lengur EES við svikráð. Inn í þennan málatilbúnað fléttar Hannes svo hrun nýfrjálshyggjunnar og vísar þar sérstaklega í Davíð Oddsson, sem hann kallar fallinn „Móses Sjálfstæðisflokksins". Grein sína botnar skáldið með því að horfa á eftir Lilju Mósesdóttur og þessum meinta Móses þeirra Sjálfstæðismanna ganga „hönd í hönd inn í hamingjunnar lönd" í nýju blágrænu bandalagi! Í tilefni þessara skrifa langar mig til að víkja að nokkrum atriðum. Ég er þeirrar skoðunar að EES aðildin á sínum tíma hafi ekki verið í samræmi við stjórnarskrá Íslands og því tal um svik við hana ekki út í hött. Ég er einnig enn þeirrar skoðunar að hyggilegra hefði verið að fara svissnesku leiðina með tvíhliða samningum við Evrópusambandið í stað þess að undirgangast allt regluverk sambandsins með aðildinni að hinu Evrópska efnahagssvæði eins og við gerðum. Hvers vegna? Vegna „reigingslegs þjóðarmetnaðar"? Nei, vegna þess að málið snerist þá - og gerir enn - ekki um reiging og mont heldur um lýðræði. Hvort við sem samfélag viljum fá því ráðið hvernig við skipuleggjum okkur, orkubúskapinn, landbúnaðinn, velferðarkerfið eða hvort það skuli gert samkvæmt tilskipunum frá Brussel. Þetta er ég reiðubúinn að taka ítarlega umræðu um - og hef reyndar oft gert. Aldrei hefur verið brýnna en einmitt nú að efna til markvissrar umræðu um handfasta hluti í stað þess að blanda í einn kokteil alls óskyldum málum í óljósu líkingatali einsog sá mæti maður Hannes Pétursson óneitanlega gerir í grein sinni. Það má vel vera að Davíð Oddsson og Lilja Mósesdóttir deili ýmsum skoðunum, einsog þeirri að hafa efasemdir um aðild Íslands að Evrópusambandinu. En að gera þau að pólitísku kærustupari til framtíðar ber ekki vott um skarpa greiningu á þeim hræringum sem nú eiga sér stað í íslenskum stjórnmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Hannes Pétursson, rithöfundur, skrifaði nýlega grein í Fréttablaðið. Þótt greinin sé vel skrifuð byggir hún að mínu mati á rökleysum. Hugsun Hannesar virðist vera sú að margir vinstri sinnar og hægri sinnar hafi sameinast í andstöðu við aðild að Evrópusambandinu á forsendum sem séu í senn „kómískar" og „fyrirlitlegar" og vitnar hann í ummæli Árna Pálssonar frá 1926 um „reigingslegan þjóðarmetnað" sem endurspegli ágætlega hið nýja „blágræna" bandalag hægri og vinstri manna í Evrópumálum. Minnir Hannes á svikabrigslatal frá því við undirgengumst regluverk hins Evrópska efnahagssvæðis 1994. Og hann bætir því við að nú tengi enginn lengur EES við svikráð. Inn í þennan málatilbúnað fléttar Hannes svo hrun nýfrjálshyggjunnar og vísar þar sérstaklega í Davíð Oddsson, sem hann kallar fallinn „Móses Sjálfstæðisflokksins". Grein sína botnar skáldið með því að horfa á eftir Lilju Mósesdóttur og þessum meinta Móses þeirra Sjálfstæðismanna ganga „hönd í hönd inn í hamingjunnar lönd" í nýju blágrænu bandalagi! Í tilefni þessara skrifa langar mig til að víkja að nokkrum atriðum. Ég er þeirrar skoðunar að EES aðildin á sínum tíma hafi ekki verið í samræmi við stjórnarskrá Íslands og því tal um svik við hana ekki út í hött. Ég er einnig enn þeirrar skoðunar að hyggilegra hefði verið að fara svissnesku leiðina með tvíhliða samningum við Evrópusambandið í stað þess að undirgangast allt regluverk sambandsins með aðildinni að hinu Evrópska efnahagssvæði eins og við gerðum. Hvers vegna? Vegna „reigingslegs þjóðarmetnaðar"? Nei, vegna þess að málið snerist þá - og gerir enn - ekki um reiging og mont heldur um lýðræði. Hvort við sem samfélag viljum fá því ráðið hvernig við skipuleggjum okkur, orkubúskapinn, landbúnaðinn, velferðarkerfið eða hvort það skuli gert samkvæmt tilskipunum frá Brussel. Þetta er ég reiðubúinn að taka ítarlega umræðu um - og hef reyndar oft gert. Aldrei hefur verið brýnna en einmitt nú að efna til markvissrar umræðu um handfasta hluti í stað þess að blanda í einn kokteil alls óskyldum málum í óljósu líkingatali einsog sá mæti maður Hannes Pétursson óneitanlega gerir í grein sinni. Það má vel vera að Davíð Oddsson og Lilja Mósesdóttir deili ýmsum skoðunum, einsog þeirri að hafa efasemdir um aðild Íslands að Evrópusambandinu. En að gera þau að pólitísku kærustupari til framtíðar ber ekki vott um skarpa greiningu á þeim hræringum sem nú eiga sér stað í íslenskum stjórnmálum.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun