Handbolti

Einar: Allt getur gerst í bikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Einar Jónsson, þjálfari Fram.
Einar Jónsson, þjálfari Fram. Mynd/Anton
Dregið var í fjórðungsúrslit Eimskipsbikarkeppni kvenna í dag og neitaði Einar Jónsson, þjálfari Fram, því ekki að niðurstaðan hafi verið góð fyrir keppnina sjálfa.

Fjögur efstu lið N1-deildar kvenna - Stjarnan, Valur, Fylkir og Fram -  forðuðust hvert annað en yfirburðir þessara liða í deildinni hafa verið miklir í haust.

„Jú, með fullri virðingu fyrir hinum liðunum þá held ég að markaðsmennirnir hjá HSÍ séu ánægðir með þessa niðurstöðu," sagði Einar Jónsson, þjálfari bikarmeistara Fram. „Ef allt er eðlilegt ættu þessi fjögur lið að komast áfram í undandúrslit og mætast þar innbyrðis."

„HK gæti alveg reyndar tekið upp á því að vinna Stjörnuna og það getur auðvitað allt gerst í bikarnum. Það má ekki afskrifa neitt af þessum liðum fyrirfram."

Fram er með fullt hús stiga í N1-deild kvenna og er komið áfram í 16-liða úrslit EHF-bikarkeppninnar en Fram sló út lið frá Úkraínu um helgina.

„Ég hef verið mjög ánægður með mitt lið og við höfum verið mjög sannfærandi í haust. Nú hefst bikarinn og þar höfum við titil að verja. Við ætlum okkur að gera það."

Fjórðungsúrslitin:

HK - Stjarnan

ÍBV - Valur

Fjölnir/Afturelding - Fylkir

Valur 2 - Fram

Leikirnir fara fram 18. og 19. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×