Lærisveinar Jose Mourinho hjá Inter misstígu sig aðeins í kvöld er liðið gerði markalaust jafntefli við Genoa á heimavelli.
Inter missti þar með af gullnu tækifæri til þess að ná góðu forskoti á AC Milan.
Inter hefur nú fjögurra stiga forskot á Milan.
Roma er í þriðja sæti einum sjö stigum á eftir Inter.