Handbolti

Stelpurnar töpuðu með átta mörkum fyrir Hollandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir.
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir.

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði í kvöld með átta mark mun fyrir Hollandi, 24-32, í fyrsta leik liðsins á æfingarmóti sem fram fer í Hollandi um helgina. Staðan í hálfleik var 15-10 fyrir Hollandi.

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með fimm mörk en þær Karen Knútsdóttir og Harpa Sif Eyjólfsdóttir skoruðu fjögur mörk hvor. Berglind Íris Hansdóttir stóð í markinu fyrstu 44 mínúturnar og varði 14 bolta og Íris Björk Símonardóttir varði 5 bolta.

Á morgun leikur liðið við Svartfjallaland en lokaleikur mótsins er síðan á móti Brasilíu á sunnudaginn.

Ísland-Holland 24-32 (10-15)

Mörk Íslands: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 5, Karen Knútsdóttir 4, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 4, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 2, Rut Jónsdóttir 2, Rebekka Rut Skúladóttir 2, Arna Sif Pálsdóttir 1, Stella Sigurðardóttir 1, Rakel Dögg Bragadóttir 1, Hrafnhildur Skúladóttir 1 og Hildur Þorgeirsdóttir 1.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×