Webber fullur eldmóðs fyrir 2011 15. desember 2010 13:34 Mark Webber á verðlaunaafhendingu FIA á föstudaginn. Mynd: Getty Images/Handout Mark Webber hjá Red Bull ætlar að takast á við Formúlu 1 meistarakeppnina 2011 af fullu kappi, en hann átti eins og fjórir aðrir ökumenn möguleika á meistaratitlinum í ár. "Það gerðist margt á þessu ári sem var nýjung fyrir liðið. Sebastian er heimsmeistari og ég þarf að koma mér í þá stöðu að geta unnið hann sem oftast á ný. Það sama á við um Button, Hamilton, Alonso, alla þá sem eiga möguleika", sagði Webber í frétt á autosport.com þar sem vitnað er í ítarlegt viðtal á útvarpsstöðinni BBC Radio 5 sem má finna á vefnum. "Það er búið að núllstilla. Svo eru nýjar reglur sem þarf að aðlagast. Ég var í stöðu að gera eitthvað mjög sérstakt, en ævintýrið var ekki til staðar. En ég hef lært margt jákvætt sem ég tek með mér inn í nýtt tímabil, fullu orku til að reyna á ný. Ég er með gott lið í kringum mig og þetta er stefna okkar." Um tíma var umræða um það í fjölmiðlum að Webber væri ósáttur við Red Bull, en það var aldrei í hans huga að hætta með liðinu. Hann lét heyra í sér og var opinskár í málinu þegar hann taldi Vettel fá betri þjónustu í kringum breska kappaksturinn, en mikil keppni var á milli hans og Vettel, eins og annarra toppökumanna í titilslagnum á árinu. "Ég hugði aldrei að fara til annað. Ég vissi að ég þurfti að gera hreint fyrir mínum dyrum innan míns teymis. Ég hef sagt það nokkrum sinnum, ég og liðið lærðum margt á þessu ári um hvernig á að keppa á toppnum á reglubundinn hátt." "Ferrari og McLaren hafa upplifað tár með tveimur samkeppnisfærum ökumönnum og ég er ekki að tala um Lewis og Alonso fyrir nokkrum árum. Ferrari hefur verið í áratugi í bransanum og Red Bull í 5 mínútur, þannig að við höfum lært mikið. Ég vissi að það yrðu vaxtaverkir í ár." "Það kom mér því aldrei í hug að fara eitthvað annað. Og hvað liðið varðar? Þeirra viðbrögð voru harkaleg, þar sem liðið hafði gert vel í því að færa okkur báðum gott tækifæri til árangurs og þegar svona gerist, sem er sjaldgæft, þá eru viðbrögðin eins og þau voru", sagði Webber. Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Mark Webber hjá Red Bull ætlar að takast á við Formúlu 1 meistarakeppnina 2011 af fullu kappi, en hann átti eins og fjórir aðrir ökumenn möguleika á meistaratitlinum í ár. "Það gerðist margt á þessu ári sem var nýjung fyrir liðið. Sebastian er heimsmeistari og ég þarf að koma mér í þá stöðu að geta unnið hann sem oftast á ný. Það sama á við um Button, Hamilton, Alonso, alla þá sem eiga möguleika", sagði Webber í frétt á autosport.com þar sem vitnað er í ítarlegt viðtal á útvarpsstöðinni BBC Radio 5 sem má finna á vefnum. "Það er búið að núllstilla. Svo eru nýjar reglur sem þarf að aðlagast. Ég var í stöðu að gera eitthvað mjög sérstakt, en ævintýrið var ekki til staðar. En ég hef lært margt jákvætt sem ég tek með mér inn í nýtt tímabil, fullu orku til að reyna á ný. Ég er með gott lið í kringum mig og þetta er stefna okkar." Um tíma var umræða um það í fjölmiðlum að Webber væri ósáttur við Red Bull, en það var aldrei í hans huga að hætta með liðinu. Hann lét heyra í sér og var opinskár í málinu þegar hann taldi Vettel fá betri þjónustu í kringum breska kappaksturinn, en mikil keppni var á milli hans og Vettel, eins og annarra toppökumanna í titilslagnum á árinu. "Ég hugði aldrei að fara til annað. Ég vissi að ég þurfti að gera hreint fyrir mínum dyrum innan míns teymis. Ég hef sagt það nokkrum sinnum, ég og liðið lærðum margt á þessu ári um hvernig á að keppa á toppnum á reglubundinn hátt." "Ferrari og McLaren hafa upplifað tár með tveimur samkeppnisfærum ökumönnum og ég er ekki að tala um Lewis og Alonso fyrir nokkrum árum. Ferrari hefur verið í áratugi í bransanum og Red Bull í 5 mínútur, þannig að við höfum lært mikið. Ég vissi að það yrðu vaxtaverkir í ár." "Það kom mér því aldrei í hug að fara eitthvað annað. Og hvað liðið varðar? Þeirra viðbrögð voru harkaleg, þar sem liðið hafði gert vel í því að færa okkur báðum gott tækifæri til árangurs og þegar svona gerist, sem er sjaldgæft, þá eru viðbrögðin eins og þau voru", sagði Webber.
Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira