Kirkjustarf í anda Krists Svana Helen Björnsdóttir skrifar 24. september 2010 06:00 Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um þjóðkirkjuna í fjölmiðlum. Kröfur stjórnvalda um aukinn niðurskurð í starfsemi kirkjunnar voru ræddar á aukakirkjuþingi í ágúst. Þá strax heyrðust raddir í fjölmiðlum sem drógu mikilvægi þjóðkirkjunnar í efa og raddir þeirra sem lýsa sig trúlausa sögðu að hún væri tímaskekkja. Stuttu síðar komu frásagnir kvenna af hörmulegu ofbeldi prests er síðar varð biskup. Þjóðin öll fylltist sorg yfir þeim óheillaverkum, vitandi að kirkjan er fólki í eðli sínu og alla jafna skjól og samfélag elsku og umhyggju. Harmað var líka að hún skyldi bregðast seint og klaufalega við. Á ný var veist að þjóðkirkjunni og nú af meira offorsi en áður. Sjálfskipaður dómstóll götunnar krafðist afsagnar hins heiðvirða núverandi biskups og hvatt var til úrsagna fólks úr þjóðkirkjunni. Umfjöllun fjölmiðla um þjóðkirkjuna undanfarnar vikur hefur verið óvægin og orsakað óeiningu. Hún hefur haft mikil áhrif á allt fólk innan kirkjunnar og það hefur jafnvel örlað á óeiningu meðal presta þjóðkirkjunnar. Lítið sem ekkert hefur farið fyrir umræðu um mikilvægi þjóðkirkjunnar í íslensku samfélagi. Kristin kirkja er samofin sögu lands og þjóðar allt frá landnámi. Hún er samofin menningu okkar og máli, hefðum og listum. Þjóðsöngur okkar er lofgjörð til Guðs og hvaða Íslendingur getur hugsað sér ferðalag um Ísland án þess að líta augum litla sveitakirkju sem lúrir undir fagurri fjallshlíð? Mörgum finnst ástæða til að endurskoða innviði kirkjunnar og starfshætti hennar. Það er vissulega verðugt skoðunar og verður væntanlega gert á næsta kirkjuþingi um miðjan nóvember næstkomandi. Í þeirri umræðu er mikilvægast að gleyma ekki grundvelli kirkjunnar og hlutverki hennar. Kristur kenndi um guðdómlegan sannleika sem helgar og lífgar. Hann boðaði kærleika Guðs og kenndi að mennirnir skyldu elska hann gegnum kærleika til náunga síns. Nú sem fyrr er þörf á að kirkjan sé djúp og tær í boðun á kærleiksboðskap Krists, auðmjúk og djörf, staðföst og sveigjanleg, baráttuglöð og friðflytjandi. Kirkjan samanstendur ekki aðeins af prestum heldur öllu kristnu fólki. Þar þurfa allir að vera virkir í kærleika og vakandi fyrir neyð annarra. Kirkjan þarf að vera úrræðagóð, fús og viðbragðsfljót til hjálpar. Eining innan kirkjunnar er afar mikilvæg. Í bréfi Páls postula til Efesusmanna áminnir Páll hinn kristna söfnuð um að hegða sér svo sem samboðið er þeirri köllun sem söfnuðurinn hefur hlotið. Hann segir: „Verið í hvívetna lítillát og hógvær. Verið þolinmóð, langlynd, umberið og elskið hvert annað. Kappkostið að varðveita einingu andans í bandi friðarins." Kristnu fólki ber að styrkja kirkjuna til að gegna sem best mikilvægu hlutverki sínu í þjóðfélaginu. Því ber að verja einingu kirkjunnar fyrir áföllum og skaða sem stafað geta m.a. af sundrungu, átökum og ósamhljómi. Sú eining byggist á því að sérhver kristinn einstaklingur reyni að lifa og starfa í anda Krists; láta gott af sér leiða hvar sem hann fer. Það er margt sem kristinn einstaklingur getur gert í daglegu lífi sínu til að stuðla að kærleika og einingu. Láti hann sér annt um kirkjuna og kristið samfélag getur hann t.d. tekið virkan þátt í starfi safnaðar síns, með börnum jafnt sem fullorðnum og öldruðum. Í kirkjum landsins fer fram ótrúlega fjölbreytt starf sem allt of fáir vita um og njóta. Það er mikilvægt að styðja presta og aðra leiðtoga í slíku starfi. Mikilvægt er að einblína á það sem sameinar, en ekki það sem sundrar. Það er einnig mikilvægt að hvetja fremur en að gagnrýna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um þjóðkirkjuna í fjölmiðlum. Kröfur stjórnvalda um aukinn niðurskurð í starfsemi kirkjunnar voru ræddar á aukakirkjuþingi í ágúst. Þá strax heyrðust raddir í fjölmiðlum sem drógu mikilvægi þjóðkirkjunnar í efa og raddir þeirra sem lýsa sig trúlausa sögðu að hún væri tímaskekkja. Stuttu síðar komu frásagnir kvenna af hörmulegu ofbeldi prests er síðar varð biskup. Þjóðin öll fylltist sorg yfir þeim óheillaverkum, vitandi að kirkjan er fólki í eðli sínu og alla jafna skjól og samfélag elsku og umhyggju. Harmað var líka að hún skyldi bregðast seint og klaufalega við. Á ný var veist að þjóðkirkjunni og nú af meira offorsi en áður. Sjálfskipaður dómstóll götunnar krafðist afsagnar hins heiðvirða núverandi biskups og hvatt var til úrsagna fólks úr þjóðkirkjunni. Umfjöllun fjölmiðla um þjóðkirkjuna undanfarnar vikur hefur verið óvægin og orsakað óeiningu. Hún hefur haft mikil áhrif á allt fólk innan kirkjunnar og það hefur jafnvel örlað á óeiningu meðal presta þjóðkirkjunnar. Lítið sem ekkert hefur farið fyrir umræðu um mikilvægi þjóðkirkjunnar í íslensku samfélagi. Kristin kirkja er samofin sögu lands og þjóðar allt frá landnámi. Hún er samofin menningu okkar og máli, hefðum og listum. Þjóðsöngur okkar er lofgjörð til Guðs og hvaða Íslendingur getur hugsað sér ferðalag um Ísland án þess að líta augum litla sveitakirkju sem lúrir undir fagurri fjallshlíð? Mörgum finnst ástæða til að endurskoða innviði kirkjunnar og starfshætti hennar. Það er vissulega verðugt skoðunar og verður væntanlega gert á næsta kirkjuþingi um miðjan nóvember næstkomandi. Í þeirri umræðu er mikilvægast að gleyma ekki grundvelli kirkjunnar og hlutverki hennar. Kristur kenndi um guðdómlegan sannleika sem helgar og lífgar. Hann boðaði kærleika Guðs og kenndi að mennirnir skyldu elska hann gegnum kærleika til náunga síns. Nú sem fyrr er þörf á að kirkjan sé djúp og tær í boðun á kærleiksboðskap Krists, auðmjúk og djörf, staðföst og sveigjanleg, baráttuglöð og friðflytjandi. Kirkjan samanstendur ekki aðeins af prestum heldur öllu kristnu fólki. Þar þurfa allir að vera virkir í kærleika og vakandi fyrir neyð annarra. Kirkjan þarf að vera úrræðagóð, fús og viðbragðsfljót til hjálpar. Eining innan kirkjunnar er afar mikilvæg. Í bréfi Páls postula til Efesusmanna áminnir Páll hinn kristna söfnuð um að hegða sér svo sem samboðið er þeirri köllun sem söfnuðurinn hefur hlotið. Hann segir: „Verið í hvívetna lítillát og hógvær. Verið þolinmóð, langlynd, umberið og elskið hvert annað. Kappkostið að varðveita einingu andans í bandi friðarins." Kristnu fólki ber að styrkja kirkjuna til að gegna sem best mikilvægu hlutverki sínu í þjóðfélaginu. Því ber að verja einingu kirkjunnar fyrir áföllum og skaða sem stafað geta m.a. af sundrungu, átökum og ósamhljómi. Sú eining byggist á því að sérhver kristinn einstaklingur reyni að lifa og starfa í anda Krists; láta gott af sér leiða hvar sem hann fer. Það er margt sem kristinn einstaklingur getur gert í daglegu lífi sínu til að stuðla að kærleika og einingu. Láti hann sér annt um kirkjuna og kristið samfélag getur hann t.d. tekið virkan þátt í starfi safnaðar síns, með börnum jafnt sem fullorðnum og öldruðum. Í kirkjum landsins fer fram ótrúlega fjölbreytt starf sem allt of fáir vita um og njóta. Það er mikilvægt að styðja presta og aðra leiðtoga í slíku starfi. Mikilvægt er að einblína á það sem sameinar, en ekki það sem sundrar. Það er einnig mikilvægt að hvetja fremur en að gagnrýna.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar