Umfjöllun: Bæði lið fögnuðu á Ásvöllum Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 8. apríl 2010 22:22 Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar. Mynd/Stefán Haukar fögnuðu deildarmeistaratitlinum í kvöld en þeir voru ekki þeir einu sem höfðu ástæðu til að fagna því Akureyringar sigruðu Hauka og tryggðu sér þar með þátttökurétt í úrslitakeppninni. Leiknum lauk með fjögurra marka sigri Akureyrar, 30-34. Heimamenn byrjuðu vel með Aron Rafn Eðvarðsson í stuði í markinu. Haukaliðið virtist miklu tilbúnara í verkefnið en gestirnir að norðan. Haukar fóru auðveldlega í gegnum þunna vörn Akureyringa og komu sér strax í þægilega stöðu. Akureyringar virkuðu slappir og þreyttir eða hreinlega bara ekki tilbúnir í slaginn. Árni Þór Sigtryggsson og Heimir Örn Árnason voru duglegir að skjóta á markið en áttu í stökustu vandræðum með að koma boltanum framhjá þeim Aroni Rafni Eðvarðssyni og Stefáni Stefánssyni sem að vörðu með tilþrifum í marki Hauka. Staðan var 16-10 í hálfleik og Akureyringar ólíklegir til að breyta gangi mála. Það kom þó smá neisti með Akureyringum út á völlinn í síðari hálfleik. Þeir voru miklu ákveðnari og greinilega fengu smá trú á verkefninu er þeir ræddu saman í búningsklefanum. Í kjölfarið fóru heimamenn að missa sjálfstraustið og norðanmenn gengu á lagið. Jónatan Þór Magnússon vaknaði til lífsins og raðaði inn mörkum. Það gaf liðinu enn meira sjálfstraust og eftir aðeins níu mínútur voru gestirnir búnir að jafna leikinn, 20-20. Allt gat gerst og loksins spenna komin í leikinn á Ásvöllum. Það voru margir lykilmenn Hauka hvíldir í kvöld og það virtist setja strik í reikninginn. Gestirnir tóku leikinn í sínar hendur og ætluðu greinilega að tryggja sér síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Það var líkt og nýtt lið væri inn á vellinum. Akureyri var með fjögurra marka forystu er fimm mínútur voru eftir. Spiluðu góða vörn og voru vel skipulagðir. Það tryggði þeim mikilvægan sigur og þar með sæti í úrslitakeppninni. Árni Þór Sigtryggson fór mikinn í liði gestana og skoraði 10 mörk. Jónatan Þór Magnússon spilað i vel í síðari hálfleik og það munaði um minna. Stemningin sem kom út með liðinu í seinni hálfleik skilaði sér að lokum og gátu þeir farið brosandi norður á land með tryggt sæti í úrslitakeppninni sem framundan er.Haukar-Akureyri 30-34 (16-10) Mörk Hauka (skot): Þórður Rafn Guðmundsson 7 (11), Stefán Rafn Sigurmannssson 5 (9), Heimir Óli Heimisson 4 (4), Pétur Pálsson 4 (5), Gísli Jón Þórisson 4 (8), Björgvin Þór Hólmgeirsson 3 (4), Guðmundur Árni Ólafsson 3/2 (6/3). Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 11 skot varin. Stefán Huldar Stefánsson 11/1 skot varin. Hraðaupphlaup: 2 (Stefán, Þórður) Fiskuð víti: 3 (Heimir 2, Þórður,) Utan vallar: 6 min. Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 10 (15), Jónatan Þór Magnússon 7/1 (10/2), Oddur Gretarsson 6/1 (8/2), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (5), Rúnar Sigtryggsson 2 (2), Heimir Örn Árnason 2 (6), Halldór Árnason 1 (1). Varin skot: Hafþór Einarsson 11 skot varin. Hraðaupphlaup: 6 (Árni Þór 3, Rúnar, Hörður 2) Fiskuð víti: 4 ( Oddur 2, Guðlaugur, Hörður) Utan vallar: 6 min. Dómarar: Svavar Pétursson og Arnar Sigurjónsson, áttu fínan dag. Olís-deild karla Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Haukar fögnuðu deildarmeistaratitlinum í kvöld en þeir voru ekki þeir einu sem höfðu ástæðu til að fagna því Akureyringar sigruðu Hauka og tryggðu sér þar með þátttökurétt í úrslitakeppninni. Leiknum lauk með fjögurra marka sigri Akureyrar, 30-34. Heimamenn byrjuðu vel með Aron Rafn Eðvarðsson í stuði í markinu. Haukaliðið virtist miklu tilbúnara í verkefnið en gestirnir að norðan. Haukar fóru auðveldlega í gegnum þunna vörn Akureyringa og komu sér strax í þægilega stöðu. Akureyringar virkuðu slappir og þreyttir eða hreinlega bara ekki tilbúnir í slaginn. Árni Þór Sigtryggsson og Heimir Örn Árnason voru duglegir að skjóta á markið en áttu í stökustu vandræðum með að koma boltanum framhjá þeim Aroni Rafni Eðvarðssyni og Stefáni Stefánssyni sem að vörðu með tilþrifum í marki Hauka. Staðan var 16-10 í hálfleik og Akureyringar ólíklegir til að breyta gangi mála. Það kom þó smá neisti með Akureyringum út á völlinn í síðari hálfleik. Þeir voru miklu ákveðnari og greinilega fengu smá trú á verkefninu er þeir ræddu saman í búningsklefanum. Í kjölfarið fóru heimamenn að missa sjálfstraustið og norðanmenn gengu á lagið. Jónatan Þór Magnússon vaknaði til lífsins og raðaði inn mörkum. Það gaf liðinu enn meira sjálfstraust og eftir aðeins níu mínútur voru gestirnir búnir að jafna leikinn, 20-20. Allt gat gerst og loksins spenna komin í leikinn á Ásvöllum. Það voru margir lykilmenn Hauka hvíldir í kvöld og það virtist setja strik í reikninginn. Gestirnir tóku leikinn í sínar hendur og ætluðu greinilega að tryggja sér síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Það var líkt og nýtt lið væri inn á vellinum. Akureyri var með fjögurra marka forystu er fimm mínútur voru eftir. Spiluðu góða vörn og voru vel skipulagðir. Það tryggði þeim mikilvægan sigur og þar með sæti í úrslitakeppninni. Árni Þór Sigtryggson fór mikinn í liði gestana og skoraði 10 mörk. Jónatan Þór Magnússon spilað i vel í síðari hálfleik og það munaði um minna. Stemningin sem kom út með liðinu í seinni hálfleik skilaði sér að lokum og gátu þeir farið brosandi norður á land með tryggt sæti í úrslitakeppninni sem framundan er.Haukar-Akureyri 30-34 (16-10) Mörk Hauka (skot): Þórður Rafn Guðmundsson 7 (11), Stefán Rafn Sigurmannssson 5 (9), Heimir Óli Heimisson 4 (4), Pétur Pálsson 4 (5), Gísli Jón Þórisson 4 (8), Björgvin Þór Hólmgeirsson 3 (4), Guðmundur Árni Ólafsson 3/2 (6/3). Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 11 skot varin. Stefán Huldar Stefánsson 11/1 skot varin. Hraðaupphlaup: 2 (Stefán, Þórður) Fiskuð víti: 3 (Heimir 2, Þórður,) Utan vallar: 6 min. Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 10 (15), Jónatan Þór Magnússon 7/1 (10/2), Oddur Gretarsson 6/1 (8/2), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (5), Rúnar Sigtryggsson 2 (2), Heimir Örn Árnason 2 (6), Halldór Árnason 1 (1). Varin skot: Hafþór Einarsson 11 skot varin. Hraðaupphlaup: 6 (Árni Þór 3, Rúnar, Hörður 2) Fiskuð víti: 4 ( Oddur 2, Guðlaugur, Hörður) Utan vallar: 6 min. Dómarar: Svavar Pétursson og Arnar Sigurjónsson, áttu fínan dag.
Olís-deild karla Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira