Hamilton harðskeyttur en sigrar ekki 21. apríl 2010 11:04 Jenson Button er þrepi ofar Hamilton hvað sigra í mótum varðar. Hann vann í Kína á sunnudaginn og Hamilton varð annar. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton hefur verið mjög harðskeyttur í þeim fjórum mótum sem hann hefur keppt í og hefur svifið framúr keppinautum sínum 32 sinnum. En Hamilton er að skoða að breyta aðeins um akstursstíl, þar sem Jenson Button, liðsfélagi hans hefur unnið tvö mót en hann ekkert. "Ég hef ekið af kappi, en hef ekki landað sigrum, en Jenson er með tvo, sem er frábært fyrir hann. Ég hef farið erfiðu leiðina og hann þá auðveldu", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. "Mér finnst ég hafa ekið vel, en hann hefur tekið réttar ákvarðanir og farið léttu leiðina. Ég hef farið erfiðu leiðina og náð góðum árangri, en brátt mun ég fara auðveldu leiðina. Við eigum báðir möguleika á titlinum." "Það góða við okkur Jenson er að við viljum báðir vinna, en hann er mjög klár og er ekki aggresívur karakter, né heldur ég. Hvorugur okkar vill lenda í óhappi og skemma sigurmöguleika okkar. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd." "Ég átti alltaf von á því að Jenson næði árangri og veit að hann mun samgleðjast mér þegar allt gengur upp. Það er mikilvægt að landa sigrum og Jenson er með tvo, en ég er bara 11 stigum á eftir. Ég hef náð góðum stigum. Ég mun þrýsta á stráknna sem vinna með mér næstu tvær vikurnar fyrir mótið á Spáni. Bíllinn ætti að virka vel þar." Margir spáðu í það að Hamilton myndi vera í fyrirrúmi hjá McLaren, þegar Button gekk til liðs við McLaren. En það hefur ekki verið raunin, þeir fá sömu þjónustu og Button fékk meira að segja nokkra tæknimenn sem höfðu starfað með Hamilton í fyrra. Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton hefur verið mjög harðskeyttur í þeim fjórum mótum sem hann hefur keppt í og hefur svifið framúr keppinautum sínum 32 sinnum. En Hamilton er að skoða að breyta aðeins um akstursstíl, þar sem Jenson Button, liðsfélagi hans hefur unnið tvö mót en hann ekkert. "Ég hef ekið af kappi, en hef ekki landað sigrum, en Jenson er með tvo, sem er frábært fyrir hann. Ég hef farið erfiðu leiðina og hann þá auðveldu", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. "Mér finnst ég hafa ekið vel, en hann hefur tekið réttar ákvarðanir og farið léttu leiðina. Ég hef farið erfiðu leiðina og náð góðum árangri, en brátt mun ég fara auðveldu leiðina. Við eigum báðir möguleika á titlinum." "Það góða við okkur Jenson er að við viljum báðir vinna, en hann er mjög klár og er ekki aggresívur karakter, né heldur ég. Hvorugur okkar vill lenda í óhappi og skemma sigurmöguleika okkar. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd." "Ég átti alltaf von á því að Jenson næði árangri og veit að hann mun samgleðjast mér þegar allt gengur upp. Það er mikilvægt að landa sigrum og Jenson er með tvo, en ég er bara 11 stigum á eftir. Ég hef náð góðum stigum. Ég mun þrýsta á stráknna sem vinna með mér næstu tvær vikurnar fyrir mótið á Spáni. Bíllinn ætti að virka vel þar." Margir spáðu í það að Hamilton myndi vera í fyrirrúmi hjá McLaren, þegar Button gekk til liðs við McLaren. En það hefur ekki verið raunin, þeir fá sömu þjónustu og Button fékk meira að segja nokkra tæknimenn sem höfðu starfað með Hamilton í fyrra.
Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira