Hanna Birna: Allir hafa tekið á sig niðurskurð, líka golfklúbburinn 6. apríl 2010 15:58 Hanna Birna Kristjánsdóttir. Mynd úr safni. „Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þegar hún var borgarstjóri, skrifaði undir sjö íþróttasamninga fyrir yfir tvo milljarða króna, nokkrum vikum fyrir kosningar 2006," sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri á fundi borgarstjórnar nú fyrir stundu. Hún gagnrýndi Dag B. Eggertsson fyrir að gera mál úr 230 milljóna króna framlögum til Golfklúbbs Reykjavíkur og kallaði spuna. Ef það ætti að kalla slíkt kosningagjörninga þyrfti að fara rækilega yfir samninga Steinunnar Valdísar. Yfir 300 þúsund manns færu á umræddan golfvöll árlega, bæði börn, unglingar og gamalt fólk. Hanna Birna sagði leitt að Dagur B. væri haldinn „kosningaskjálfta" og hefði ekkert betra til að berja á meirihlutanum heldur en Golfklúbb Reykjavíkur. Vond og óverjandi forgangsröðun „Nú er býsna lágt lagst, ég get bara ekki sagt annað," sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, Hönnu Birnu hafi mistekist að slá sig til riddara hjá golfáhugamönnum. Allir samningar við íþróttafélög eigi það sameiginlegt að hafa verið settir á ís, eftir hrun bankanna. Dagur nefndi samning við Fylki upp á 350 milljónir, samning við ÍR upp á 800 milljónir, auk samninga við Fjölni og Fram, sem hefðu verið settir til hliðar vegna kreppunnar í samráði við forystumenn íþróttafélaganna. „Það var farið í að skera niður alls staðar. Hversu margir starfsmenn Reykjavíkur borgar hafa ekki tekið á sig launalækkanir," spurði Dagur. „Þetta er vond óverjandi forgangsröðun við þær aðstæður þegar verið að skerða sérkennslu við börn og kennurum er bannað að fjölrita námsgögn." Allir taka „kött" Hanna Birna veitti Degi andsvar og mótmælti því harðlega að hér væri um einhver kosningatrix að ræða. Allir tækju á sig skerðingar, og málflutningur Dags væri ósanngjarn gagnvart. „Allir hafa tekið á sig „kött", líka golfklúbburinn." Dagur sagði að það væri gerviskjól og skollaleikur hjá Hönnu Birnu að skýla sér á bak við samninga sem áður hefðu verið gerðir. Tekjufall hefði orðið og þá yrði að forgangsraða. Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
„Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þegar hún var borgarstjóri, skrifaði undir sjö íþróttasamninga fyrir yfir tvo milljarða króna, nokkrum vikum fyrir kosningar 2006," sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri á fundi borgarstjórnar nú fyrir stundu. Hún gagnrýndi Dag B. Eggertsson fyrir að gera mál úr 230 milljóna króna framlögum til Golfklúbbs Reykjavíkur og kallaði spuna. Ef það ætti að kalla slíkt kosningagjörninga þyrfti að fara rækilega yfir samninga Steinunnar Valdísar. Yfir 300 þúsund manns færu á umræddan golfvöll árlega, bæði börn, unglingar og gamalt fólk. Hanna Birna sagði leitt að Dagur B. væri haldinn „kosningaskjálfta" og hefði ekkert betra til að berja á meirihlutanum heldur en Golfklúbb Reykjavíkur. Vond og óverjandi forgangsröðun „Nú er býsna lágt lagst, ég get bara ekki sagt annað," sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, Hönnu Birnu hafi mistekist að slá sig til riddara hjá golfáhugamönnum. Allir samningar við íþróttafélög eigi það sameiginlegt að hafa verið settir á ís, eftir hrun bankanna. Dagur nefndi samning við Fylki upp á 350 milljónir, samning við ÍR upp á 800 milljónir, auk samninga við Fjölni og Fram, sem hefðu verið settir til hliðar vegna kreppunnar í samráði við forystumenn íþróttafélaganna. „Það var farið í að skera niður alls staðar. Hversu margir starfsmenn Reykjavíkur borgar hafa ekki tekið á sig launalækkanir," spurði Dagur. „Þetta er vond óverjandi forgangsröðun við þær aðstæður þegar verið að skerða sérkennslu við börn og kennurum er bannað að fjölrita námsgögn." Allir taka „kött" Hanna Birna veitti Degi andsvar og mótmælti því harðlega að hér væri um einhver kosningatrix að ræða. Allir tækju á sig skerðingar, og málflutningur Dags væri ósanngjarn gagnvart. „Allir hafa tekið á sig „kött", líka golfklúbburinn." Dagur sagði að það væri gerviskjól og skollaleikur hjá Hönnu Birnu að skýla sér á bak við samninga sem áður hefðu verið gerðir. Tekjufall hefði orðið og þá yrði að forgangsraða.
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira