Hanna Birna: Allir hafa tekið á sig niðurskurð, líka golfklúbburinn 6. apríl 2010 15:58 Hanna Birna Kristjánsdóttir. Mynd úr safni. „Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þegar hún var borgarstjóri, skrifaði undir sjö íþróttasamninga fyrir yfir tvo milljarða króna, nokkrum vikum fyrir kosningar 2006," sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri á fundi borgarstjórnar nú fyrir stundu. Hún gagnrýndi Dag B. Eggertsson fyrir að gera mál úr 230 milljóna króna framlögum til Golfklúbbs Reykjavíkur og kallaði spuna. Ef það ætti að kalla slíkt kosningagjörninga þyrfti að fara rækilega yfir samninga Steinunnar Valdísar. Yfir 300 þúsund manns færu á umræddan golfvöll árlega, bæði börn, unglingar og gamalt fólk. Hanna Birna sagði leitt að Dagur B. væri haldinn „kosningaskjálfta" og hefði ekkert betra til að berja á meirihlutanum heldur en Golfklúbb Reykjavíkur. Vond og óverjandi forgangsröðun „Nú er býsna lágt lagst, ég get bara ekki sagt annað," sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, Hönnu Birnu hafi mistekist að slá sig til riddara hjá golfáhugamönnum. Allir samningar við íþróttafélög eigi það sameiginlegt að hafa verið settir á ís, eftir hrun bankanna. Dagur nefndi samning við Fylki upp á 350 milljónir, samning við ÍR upp á 800 milljónir, auk samninga við Fjölni og Fram, sem hefðu verið settir til hliðar vegna kreppunnar í samráði við forystumenn íþróttafélaganna. „Það var farið í að skera niður alls staðar. Hversu margir starfsmenn Reykjavíkur borgar hafa ekki tekið á sig launalækkanir," spurði Dagur. „Þetta er vond óverjandi forgangsröðun við þær aðstæður þegar verið að skerða sérkennslu við börn og kennurum er bannað að fjölrita námsgögn." Allir taka „kött" Hanna Birna veitti Degi andsvar og mótmælti því harðlega að hér væri um einhver kosningatrix að ræða. Allir tækju á sig skerðingar, og málflutningur Dags væri ósanngjarn gagnvart. „Allir hafa tekið á sig „kött", líka golfklúbburinn." Dagur sagði að það væri gerviskjól og skollaleikur hjá Hönnu Birnu að skýla sér á bak við samninga sem áður hefðu verið gerðir. Tekjufall hefði orðið og þá yrði að forgangsraða. Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira
„Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þegar hún var borgarstjóri, skrifaði undir sjö íþróttasamninga fyrir yfir tvo milljarða króna, nokkrum vikum fyrir kosningar 2006," sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri á fundi borgarstjórnar nú fyrir stundu. Hún gagnrýndi Dag B. Eggertsson fyrir að gera mál úr 230 milljóna króna framlögum til Golfklúbbs Reykjavíkur og kallaði spuna. Ef það ætti að kalla slíkt kosningagjörninga þyrfti að fara rækilega yfir samninga Steinunnar Valdísar. Yfir 300 þúsund manns færu á umræddan golfvöll árlega, bæði börn, unglingar og gamalt fólk. Hanna Birna sagði leitt að Dagur B. væri haldinn „kosningaskjálfta" og hefði ekkert betra til að berja á meirihlutanum heldur en Golfklúbb Reykjavíkur. Vond og óverjandi forgangsröðun „Nú er býsna lágt lagst, ég get bara ekki sagt annað," sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, Hönnu Birnu hafi mistekist að slá sig til riddara hjá golfáhugamönnum. Allir samningar við íþróttafélög eigi það sameiginlegt að hafa verið settir á ís, eftir hrun bankanna. Dagur nefndi samning við Fylki upp á 350 milljónir, samning við ÍR upp á 800 milljónir, auk samninga við Fjölni og Fram, sem hefðu verið settir til hliðar vegna kreppunnar í samráði við forystumenn íþróttafélaganna. „Það var farið í að skera niður alls staðar. Hversu margir starfsmenn Reykjavíkur borgar hafa ekki tekið á sig launalækkanir," spurði Dagur. „Þetta er vond óverjandi forgangsröðun við þær aðstæður þegar verið að skerða sérkennslu við börn og kennurum er bannað að fjölrita námsgögn." Allir taka „kött" Hanna Birna veitti Degi andsvar og mótmælti því harðlega að hér væri um einhver kosningatrix að ræða. Allir tækju á sig skerðingar, og málflutningur Dags væri ósanngjarn gagnvart. „Allir hafa tekið á sig „kött", líka golfklúbburinn." Dagur sagði að það væri gerviskjól og skollaleikur hjá Hönnu Birnu að skýla sér á bak við samninga sem áður hefðu verið gerðir. Tekjufall hefði orðið og þá yrði að forgangsraða.
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira