Sýnir Feneyjaverkin í New York og seldi MOMA alfrun@frettabladid.is skrifar 2. júlí 2010 07:00 Ragnar Kjartansson á sýningu sinni The End þegar hún var sett upp í Hafnarborg. „Þetta er bara alveg frábært og gaman að þeir skyldu sýna mínum verkum áhuga. Ég er þarna komin í hóp með mörgum af fyrirmyndum mínum í myndlistinni," segir Ragnar Kjartansson myndlistarmaður. Ragnar opnaði nýverið sýningu í Luhring Augustine galleríinu í New York. Á sýningunni, sem stendur yfir út júlí, eru málverk Ragnars sem hann málaði í Feneyjatvíæringnum á síðasta ári og eitt myndbandsverk í tengslum við það. Hið fræga listasafn MOMA, Museum Of Modern Arts, í New York festi nýlega kaup á myndbandsverkinu og bætist Ragnar þar í fámennan hóp Íslendinga sem hafa sýnt á safninu. „Jú, jú, ég er voðalega upp með mér og þetta er frekar stór upphefð fyrir mig sem listamann," segir Ragnar og bætir við að hann sé einnig búinn að fá heilmörg tilboð í myndirnar, sem eru 144 talsins, en hann vill einungis selja þær allar saman í einum pakka. „Ég væri orðin ríkur maður núna ef ég hefði selt allar myndirnar stakar. Mér finnst samt málverkin missa meiningu sínu ef þau eru skilin að." Á meðan Feneyjatvíæringurinn stóð yfir málaði hann eina mynd á dag af sömu fyrirsætunni. Bók með öllum 144 verkum Ragnars var að koma út á vegum Crymogeu og ber nafnið The End. Galleríið Luhring Augustine, er með þeim virtari í heiminum og Ragnar þar með kominn í hóp listamanna á borð við Andy Warhol, Jackson Pollock og Pablo Picasso sem einnig hanga á veggjum gallerísins. Eigendur gallerísins eru búnir að fylgjast með Ragnari í nokkur ár. „Þeir höfðu samband við mig fyrir um einu og hálfu ári og vildu gerast galleríið mitt í Bandaríkjunum. Þeir hafa verið æstir í að fá verkin mín til Bandaríkjanna lengi og vildu setja þessa sýningu upp sem fyrst," segir hann. Ragnar er staddur í Flórens með móður sinni Guðrúnu Ásmundsdóttur leikkonu, en yfirlitssýning á verkum hans var opnuð í gær . Á meðal verkanna er frumsýning á myndbandsverki hans Ég og móðir mín þar sem mæðginin leika saman. „Hún hrækir á mig í þessum þremur myndböndum," segir Ragnar og útskýrir að þetta sé eitt það ógeðfelldasta sem móðir getur gert við son sinn en áhorfendur geta túlkað verkin eins og þeir vilja. „Mamma er náttúrulega ýmsu vön af leiksviðinu svo hún átti ekki í erfiðleikum með að hrækja á mig." Lífið Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Sjá meira
„Þetta er bara alveg frábært og gaman að þeir skyldu sýna mínum verkum áhuga. Ég er þarna komin í hóp með mörgum af fyrirmyndum mínum í myndlistinni," segir Ragnar Kjartansson myndlistarmaður. Ragnar opnaði nýverið sýningu í Luhring Augustine galleríinu í New York. Á sýningunni, sem stendur yfir út júlí, eru málverk Ragnars sem hann málaði í Feneyjatvíæringnum á síðasta ári og eitt myndbandsverk í tengslum við það. Hið fræga listasafn MOMA, Museum Of Modern Arts, í New York festi nýlega kaup á myndbandsverkinu og bætist Ragnar þar í fámennan hóp Íslendinga sem hafa sýnt á safninu. „Jú, jú, ég er voðalega upp með mér og þetta er frekar stór upphefð fyrir mig sem listamann," segir Ragnar og bætir við að hann sé einnig búinn að fá heilmörg tilboð í myndirnar, sem eru 144 talsins, en hann vill einungis selja þær allar saman í einum pakka. „Ég væri orðin ríkur maður núna ef ég hefði selt allar myndirnar stakar. Mér finnst samt málverkin missa meiningu sínu ef þau eru skilin að." Á meðan Feneyjatvíæringurinn stóð yfir málaði hann eina mynd á dag af sömu fyrirsætunni. Bók með öllum 144 verkum Ragnars var að koma út á vegum Crymogeu og ber nafnið The End. Galleríið Luhring Augustine, er með þeim virtari í heiminum og Ragnar þar með kominn í hóp listamanna á borð við Andy Warhol, Jackson Pollock og Pablo Picasso sem einnig hanga á veggjum gallerísins. Eigendur gallerísins eru búnir að fylgjast með Ragnari í nokkur ár. „Þeir höfðu samband við mig fyrir um einu og hálfu ári og vildu gerast galleríið mitt í Bandaríkjunum. Þeir hafa verið æstir í að fá verkin mín til Bandaríkjanna lengi og vildu setja þessa sýningu upp sem fyrst," segir hann. Ragnar er staddur í Flórens með móður sinni Guðrúnu Ásmundsdóttur leikkonu, en yfirlitssýning á verkum hans var opnuð í gær . Á meðal verkanna er frumsýning á myndbandsverki hans Ég og móðir mín þar sem mæðginin leika saman. „Hún hrækir á mig í þessum þremur myndböndum," segir Ragnar og útskýrir að þetta sé eitt það ógeðfelldasta sem móðir getur gert við son sinn en áhorfendur geta túlkað verkin eins og þeir vilja. „Mamma er náttúrulega ýmsu vön af leiksviðinu svo hún átti ekki í erfiðleikum með að hrækja á mig."
Lífið Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Sjá meira