Ólíklegt að breyting verði á samstarfinu - fréttaskýring 29. desember 2010 06:00 Þungur róður Ríkisstjórnin stendur veik eftir hjásetu stjórnarliða á dögunum og yfirlýsingu Lilju Mósesdóttur um að hún íhugi að segja sig úr þingflokki VG. Þingflokksfundur VG í næstu viku er lykilstund fyrir stjórnina. fréttablaðið/vilhelm Stendur ríkisstjórnin storminn af sér? Ríkisstjórnin veiktist mjög við hjásetu þriggja þingmanna VG við afgreiðslu fjárlaga og enn eftir að Lilja Mósesdóttir upplýsti í Fréttablaðinu í gær að hún væri að íhuga að segja sig úr þingflokki VG. Samtöl við fólk úr báðum stjórnarflokkum benda engu að síður til að meiri líkur en minni séu á að ríkisstjórnin sitji áfram óbreytt. Í gær fóru á flot fréttir um að ríkisstjórnin hygðist fá Framsóknarflokkinn til liðs við sig. Heimildir herma að forystumenn stjórnarflokkanna hafi ekki rætt þann möguleika, hvorki sín á milli né við aðra. Slíkt sé heldur ekki á dagskrá, eins og sakir standa í það minnsta. Ríkisstjórnin hefur meirihluta á þingi, hvort sem þremenningarnir úr VG eru taldir með eða ekki. Og rétt er að halda til haga að þeir hafa ítrekað lýst yfir að þrátt fyrir hjásetuna styðji þeir stjórnina. Á það er líka bent að engin veigamikil mál koma til kasta þingsins á næstunni þar sem virkilega reynir á meirihlutann. Þeir sem minna á það telja, eða vona, að þverpólitísk sátt takist um Icesave-málið. Mat hinna sömu er með öðrum orðum að málefnalega standi ríkisstjórnin nokkuð sterk. Þegar rætt er um aðkomu Framsóknarflokks að ríkisstjórninni er spurt hvort þremenningarnir geti hugsað sér að verða valdir að slíku. Svarið er: Varla. Það samræmist illa hugsjónum þeirra sem og margra VG liða, innan þings og utan. Umræður um þann möguleika kunni að verða til þess að raðir flokksins þéttist á nýjan leik. Hvað sem þessu líður hefur óþolið innan Samfylkingarinnar gagnvart óstöðugleikanum í VG magnast mjög. Þaðan berast háværar raddir um breytingar. Fleiri viðmælendur en færri úr röðum Samfylkingarmanna eru þó þeirrar skoðunar að ákjósanlegast væri að sættir tækjust innan VG og að flokkarnir héldu áfram samstarfinu óbreyttu. Kostur B væri að fá Framsóknarflokkinn til liðs við stjórnina að undangengnum samningaviðræðum um helstu málefni. Þriðji kosturinn væri myndun minnihlutastjórnar í einhverri mynd. Sá síðasti – og sísti – væri að Jóhanna Sigurðardóttir bæðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Sumir Samfylkingarmenn líta ekki á þremenningana sem helsta Þránd í Götu í stjórnarsamstarfinu heldur ráðherrana Jón Bjarnason og Ögmund Jónasson. Forsenda áframhaldandi samstarfs sé að þeir sýni með óyggjandi hætti að þeir meti mikilvægi þess í víðu samhengi og líti á ríkisstjórnina sem órofa heild fremur en reglubundna samkomu tíu einstaklinga. Ólíkegt er að til tíðinda dragi á vettvangi ríkisstjórnarinnar fyrr en að loknum fundi þingflokks VG í næstu viku. Á honum verða innri og ytri málefni flokksins rædd. Óumflýjanlegt er að þar fáist niðurstaða sem framhaldið mun ráðast af. bjorn@frettabladid.is Fréttir Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Stendur ríkisstjórnin storminn af sér? Ríkisstjórnin veiktist mjög við hjásetu þriggja þingmanna VG við afgreiðslu fjárlaga og enn eftir að Lilja Mósesdóttir upplýsti í Fréttablaðinu í gær að hún væri að íhuga að segja sig úr þingflokki VG. Samtöl við fólk úr báðum stjórnarflokkum benda engu að síður til að meiri líkur en minni séu á að ríkisstjórnin sitji áfram óbreytt. Í gær fóru á flot fréttir um að ríkisstjórnin hygðist fá Framsóknarflokkinn til liðs við sig. Heimildir herma að forystumenn stjórnarflokkanna hafi ekki rætt þann möguleika, hvorki sín á milli né við aðra. Slíkt sé heldur ekki á dagskrá, eins og sakir standa í það minnsta. Ríkisstjórnin hefur meirihluta á þingi, hvort sem þremenningarnir úr VG eru taldir með eða ekki. Og rétt er að halda til haga að þeir hafa ítrekað lýst yfir að þrátt fyrir hjásetuna styðji þeir stjórnina. Á það er líka bent að engin veigamikil mál koma til kasta þingsins á næstunni þar sem virkilega reynir á meirihlutann. Þeir sem minna á það telja, eða vona, að þverpólitísk sátt takist um Icesave-málið. Mat hinna sömu er með öðrum orðum að málefnalega standi ríkisstjórnin nokkuð sterk. Þegar rætt er um aðkomu Framsóknarflokks að ríkisstjórninni er spurt hvort þremenningarnir geti hugsað sér að verða valdir að slíku. Svarið er: Varla. Það samræmist illa hugsjónum þeirra sem og margra VG liða, innan þings og utan. Umræður um þann möguleika kunni að verða til þess að raðir flokksins þéttist á nýjan leik. Hvað sem þessu líður hefur óþolið innan Samfylkingarinnar gagnvart óstöðugleikanum í VG magnast mjög. Þaðan berast háværar raddir um breytingar. Fleiri viðmælendur en færri úr röðum Samfylkingarmanna eru þó þeirrar skoðunar að ákjósanlegast væri að sættir tækjust innan VG og að flokkarnir héldu áfram samstarfinu óbreyttu. Kostur B væri að fá Framsóknarflokkinn til liðs við stjórnina að undangengnum samningaviðræðum um helstu málefni. Þriðji kosturinn væri myndun minnihlutastjórnar í einhverri mynd. Sá síðasti – og sísti – væri að Jóhanna Sigurðardóttir bæðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Sumir Samfylkingarmenn líta ekki á þremenningana sem helsta Þránd í Götu í stjórnarsamstarfinu heldur ráðherrana Jón Bjarnason og Ögmund Jónasson. Forsenda áframhaldandi samstarfs sé að þeir sýni með óyggjandi hætti að þeir meti mikilvægi þess í víðu samhengi og líti á ríkisstjórnina sem órofa heild fremur en reglubundna samkomu tíu einstaklinga. Ólíkegt er að til tíðinda dragi á vettvangi ríkisstjórnarinnar fyrr en að loknum fundi þingflokks VG í næstu viku. Á honum verða innri og ytri málefni flokksins rædd. Óumflýjanlegt er að þar fáist niðurstaða sem framhaldið mun ráðast af. bjorn@frettabladid.is
Fréttir Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira