Það má með sanni segja að það sé Svíanum Zlatan Ibrahimovic að þakka að AC Milan situr nú í toppsæti ítölsku deildarinnar því aðra helgina í röð skoraði hann sigurmark liðsins í 1-0 sigri.
Zlatan Ibrahimovic skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri á Internazionale um síðustu helgi og í gær skoraði hann eina markiið í 1-0 sigri AC Milan á Fiorentina.
Zlatan sýndi snilli sína þegar hann skoraði sigurmarkið í gær eins og sjá má með því að smella hér.
Zlatan tók við fyrirgjöf frá Gennaro Gattuso í teignum, lyfti boltanum upp og klippti hann síðan markið með hjólhestaspyrnu. Markið kom undir lok fyrri hálfleiksins.
Þetta var sjötta deildarmark Zlatans á tímabilinu í 11 leikjum en hann er þremur mörkum á eftir Samuel Eto'o í baráttunni um markakóngstitilinn.
AC Milan er hinsvegar með fjögurra stiga forskot á Lazio í baráttunni um ítalska meistaratitilinn en Lazio á leik inni í dag.
Snilli Zlatans tryggði AC Milan þrjú stig - myndband
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
