Maurizio Zamparini, forseti Palermo, telur að Inter væri búið að stinga af í ítölsku deildinni ef Claudio Ranieri væri við stjórnvölinn.
Ranieri hefur náð frábærum árangri með Roma í vetur og er liðið nú aðeins stigi á eftir Inter.
„Inter er með sterkasta liðið í deildinni en Ranieri er að skipta sköpum. Ef Inter væri með Ranieri við stjórnvölinn væri liðið með fimmtán stiga forystu á toppnum," sagði Zamparini.
Þessi ummæli Zamparini gleðja líklega ekki Jose Mourinho, þjálfara Inter.