Lítið höfum við lært Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 27. júlí 2010 06:00 Trauðla hefur komið út lærdómsríkara rit síðustu árin en skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda bankahrunsins. Sé skýrslan lesin með opnum huga, án fyrirframgefinna skoðana um hverjum skuli mest kennt um hrunið, kemur í ljós hvílík brotalöm var á stjórnkerfinu hér á landi. Á það við um embættismenn jafnt sem stjórnmála- og í raun þann ramma sem við höfðum reist í kringum samfélagið. Skýrslan gaf von um breytingar á þessu. Hún var heiðarlegt uppgjör um það sem aflaga fór í stjórnkerfinu og á henni hefði verið hægt að byggja nýtt kerfi. Kerfi gegnsæis og skýrra ferla. Umræðan um kaup Magma Energy á HS orku gefur hins vegar ekki til kynna að margt hafi breyst í stjórnkerfinu. Sú staða virðist nefnilega vera komin upp að enginn veit hver eru næstu skref, enginn veit hvaða leið á að fara og enginn veit hvað er hægt að gera til að feta sig þá leið, eða hvort á að gera það. Kaupin hafa gengið í gegn án þess að nokkuð hafi verið gert til að stöðva þau og svo virðist reyndar sem þau hafi komið ýmsum á óvart. Stjórnmálamenn hafa hver á fætur öðrum vaknað upp við þann vonda draum að staða sem þeim finnst ótæk er komin upp í málefnum fyrirtækisins. Sumum jafnvel svo ótæk að þeir tala um að líf stjórnarinnar velti á því að henni sé breytt. Þá hafa ráðherrar kvartað yfir málinu og nú er rætt um rannsókn á söluferlinu öllu saman. Eftirárannsóknir eru hinar ágætustu og geta dregið ýmislegt fram í dagsljósið. Rannsóknarskýrslan er gott dæmi þar um. Það þarf hins vegar engum blöðum um það að fletta að betra hefði verið að losna við þær aðstæður sem kölluðu á þá skýrslu. Betra hefði verið ef ljóst hefði verið hvað var að gerast og hvernig, þá hefði jafnvel verið hægt að koma í veg fyrir það. Það eru því vonbrigði að sú staða sé upp komin, í jafnmikilvægu máli og raun ber vitni, að verið sé að bagsa við það eftir á að lappa upp á málið, bjarga því sem bjargað verður. Af hverju var til að mynda ekki kannað áður en kaupin gengu í gegn hvort Magma Energy í Svíþjóð væri skúffufyrirtæki eða ekki? Hefði ekki verið betra að gera það þá en eftir á? Skýrar reglur og gagnsæi hafa því miður verið fjarri þegar kemur að stefnu stjórnvalda í málinu. Lítið höfum við lært. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun
Trauðla hefur komið út lærdómsríkara rit síðustu árin en skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda bankahrunsins. Sé skýrslan lesin með opnum huga, án fyrirframgefinna skoðana um hverjum skuli mest kennt um hrunið, kemur í ljós hvílík brotalöm var á stjórnkerfinu hér á landi. Á það við um embættismenn jafnt sem stjórnmála- og í raun þann ramma sem við höfðum reist í kringum samfélagið. Skýrslan gaf von um breytingar á þessu. Hún var heiðarlegt uppgjör um það sem aflaga fór í stjórnkerfinu og á henni hefði verið hægt að byggja nýtt kerfi. Kerfi gegnsæis og skýrra ferla. Umræðan um kaup Magma Energy á HS orku gefur hins vegar ekki til kynna að margt hafi breyst í stjórnkerfinu. Sú staða virðist nefnilega vera komin upp að enginn veit hver eru næstu skref, enginn veit hvaða leið á að fara og enginn veit hvað er hægt að gera til að feta sig þá leið, eða hvort á að gera það. Kaupin hafa gengið í gegn án þess að nokkuð hafi verið gert til að stöðva þau og svo virðist reyndar sem þau hafi komið ýmsum á óvart. Stjórnmálamenn hafa hver á fætur öðrum vaknað upp við þann vonda draum að staða sem þeim finnst ótæk er komin upp í málefnum fyrirtækisins. Sumum jafnvel svo ótæk að þeir tala um að líf stjórnarinnar velti á því að henni sé breytt. Þá hafa ráðherrar kvartað yfir málinu og nú er rætt um rannsókn á söluferlinu öllu saman. Eftirárannsóknir eru hinar ágætustu og geta dregið ýmislegt fram í dagsljósið. Rannsóknarskýrslan er gott dæmi þar um. Það þarf hins vegar engum blöðum um það að fletta að betra hefði verið að losna við þær aðstæður sem kölluðu á þá skýrslu. Betra hefði verið ef ljóst hefði verið hvað var að gerast og hvernig, þá hefði jafnvel verið hægt að koma í veg fyrir það. Það eru því vonbrigði að sú staða sé upp komin, í jafnmikilvægu máli og raun ber vitni, að verið sé að bagsa við það eftir á að lappa upp á málið, bjarga því sem bjargað verður. Af hverju var til að mynda ekki kannað áður en kaupin gengu í gegn hvort Magma Energy í Svíþjóð væri skúffufyrirtæki eða ekki? Hefði ekki verið betra að gera það þá en eftir á? Skýrar reglur og gagnsæi hafa því miður verið fjarri þegar kemur að stefnu stjórnvalda í málinu. Lítið höfum við lært.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun